Óseðjandi gap ESB-helýtunnar
20.7.2014 | 10:18
Eina ferðina enn fer ESB fram yfir fjárlög og segir að núna vanti 4,7 miljarði evra (730.4 miljarði íslenskra króna) í rannsóknarverkefni, atvinnuskapandi verkefni og vegna flóttafólks frá Úkraínu og Sýrlandi.
Eftir að hafa opnað svartholið í fyrra skiptið tókst helýtunni að ýta til viðbótar við fjárlögin andvirði 6 miljarða evra (932,5 miljarði ísl. kr.) 2012 og 11,2 miljarði evra (1740,6 miljarði ísl.kr) 2013.
Kommissjóner Androulla Vassiliou var myrk í garð aðildarríkjanna í ræðu á Evrópuþinginu 16. júlí og hundskammaði ríkisstjórnirnar fyrir að skera við nögl til ESB, þannig að fjárlögin "jöðruðu við fábjánahátt sem græfi undan trúverðugleika Evrópusambandsins." Frá þessu greinir EUobserver.
Vassiliou telur, að ríkisstjórnir aðildarríkjanna leyfi aðeins "ímyndaðar lágmarksgreiðslur....og verði samkvæmt þeim skilningi að setja viðbótarfjárlög seinna á árinu."
Ríkisstjórnum aðildarríkjanna hefur tekist að lækka fjárlög næsta sjö ára tímabils með 3% en framkvæmdastjórnin telur sig þurfa "hámarks sveigjanleika" til að færa fé milli sjóða til að hægt sé að mæta lækkunarkröfunni. Peningalausar ríkisstjórnir eru óviljugar að skrapa fram aukafé og búist er við að fjárlög ESB fyrir 2015 verði skorin niður um 2,1 miljarða evra (326,4 miljarði ísl.kr.).
Jonathan Asworth þingmaður ECR hópsins sagði, að án endurskoðunar á eyðslu ESB "verður enn dýpri greiðslukreppa óhjákvæmileg."
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:56 | Facebook
Athugasemdir
Svarthol er orðið yfir þetta, Gustaf. Það er eins og endalausir fjármunir hverfi þarna ofan í ósýnilegt hol eða ræsi og samt er það aldrei nóg.
Elle_, 21.7.2014 kl. 07:55
Já Elle, í Svíþjóð gaf Patrik Engellau hjá hugmyndasmiðjunni Nýja velferðin út bók um bruðlið í sænska kerfinu sem hann kallaði Að mata púmuna. Svíþjóð er blásaklaust í samanburði við ESB, púman sparsöm eins og Skoti í samanburði við þetta ginnungargap ESB sem er bókstaflega óseðjandi.
Gústaf Adolf Skúlason, 21.7.2014 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.