Af Juncker og afleysingafólki Evrópusambandsins

Jean-Claude_Juncker

 

 

 

 

 

 

 

 

Víða um heim minnast fjölmiðlar fyrri orða nýkjörins forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins:

"Þegar málið verður að alvöru neyðumst við til að ljúga." Um efnahagskreppu Grikklands.

"Ég get tekið á móti ásökunum um að vera ekki nægjanlega lýðræðislegur en ég vil að tekið sé mark á mér. Ég aðhyllist leynilegar, myrkri lagðar umræður." Um efnahagsstefnu ESB. 

"Að sjálfsögðu flytjum við fullveldisréttinn. En væri það gáfulegt af mér að benda fólki sérstaklega á þá staðreynd?"  Þegar Bretar ræddu kosningar um Lissabonsáttmálann. 

"Ef það verður já, þá segjum við: Núna keyrum við. Ef það verður nei, segjum við að við höldum áfram." Þegar Frakkar greiddu atkvæði um stjórnarskrá ESB.

"Við ákveðum þetta og látum það liggja, bíðum og sjáum hvað gerist. Ef enginn rís upp með hávaða og látum, flestir skilja hvort eð er ekkert hvað hefur verið ákveðið, þá höldum við áfram skref fyrir skref, þar til engin leið er til baka." Þegar evran var innleidd. 

"Við vitum öll hvað þarf að gera, við vitum bara ekki hvernig við verðum endurkosin eftir að við höfum gert það." Um efnahagsstefnu evrusvæðisins og lýðræði. 

6b2153c0c2f17fba5f1f76e4ec8a88e2

 

200 þús krónur á tímann sem afleysingarmaður hjá framkvæmdastjórn ESB* 

Danska Berlinske Tidene greinir frá launakjörum fjögurra afleysingarmanna hjá framkvæmdastjórn ESB, þeim Jyrki Katainen, Fernando Nelli Feroci, Martine Reicherts og Jacek Dominik. Þau leysa fjóra af meðlimum framkvæmdastjórnarinnar sem taka sæti á Evrópuþinginu þau Viviane Reding, Antonio Tajani, Olli Rehn og Janusz Lewandowski. Afleysingarfólkið leysir af í þrjá mánuðu frá 1. júlí t.o.m. 30 sept. n.k. en á tímabilinu er 6 vikna sumarleyfi starfsmanna ESB, þannig að vinnutíminn verður einungis einn og hálfur mánuður.

Afleysingarfólkið fær full laun sem kommissjóner og á jafnframt rétt á eftirlaunum í 3 ár á a.m.k. 40% af laununum. Skiptir engu máli hvort mætt er til starfa í einn dag eða fimm ár sem kommissjóner. BT hefur reiknað út að samtals kosta þessi fjögur skattgreiðendur 10 miljónir danskar fyrir sex vikna íhlaup eða mótsvarandi 208 miljónum íslenskra króna, sem er 52 miljónir krónur á hvern einstakling eða um 1,7 miljónir krónur fyrir hvern starfsdag. Það gerir rúmar 200 þús íslenskar á tímann.

Á sama tíma og kommisjónerarnir baða í skattapeningum er evrusvæðið allt í efnahagslegri kreppu sem enginn endir sést á og venjulegu fólki gert að greiða hærri skatta án þess að hafa atvinnu eða nægar tekjur til eigin framfærslu.

* Vinsamlegast lesið leiðréttingu á tölum afleysingafólksins hér fyrir neðan, ég las fyrst að afleysingatíminn væri til 1. október en hann er til 31. október sem breytir tölum en ekki eðli málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær samantekt hjá þér, Gústaf, og afhjúpandi um kommissaraveldið og fjármálaspillinguna í Evrópusambandinu og um það hvernig þessi nýi forseti kommissaranna (framkvæmdastjórnar ESB) er innréttaður í viðhorfum og hvar hans hollusta liggur -- greinilega ekki við lýðræðislegan vilja "pöpulsins". Þetta er hin nýja yfir-súper-yfirstétt í sambandsríkjunum.

Jón Valur Jensson, 20.7.2014 kl. 01:44

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk fyrir Jón, ég tók saman það sem gengur um í blöðum á meginlandinu, flestum ofbýður lýsingar mannsins á eigin stjórnarháttum sem um leið eru stjórnarhættir ESB og eins og þú lýsir réttilega sem hinni nýju yfrir-súper-yfirstétt.

Leiðrétti tölur afleysingarfólksins, ég las fyrst í BT að afleysingartíminn væri til 1. október en ekki 31. okt. eins og BT greinir frá. Það lækkar tímalaunin frá 200 þús í ca 140 þús fyrir afleysingarmanninn. Hins vegar eru hér ekki meðtalin ýmis fríðindi og greiðslur í dæmið s.s. flutnings- og ferðakostnaður, skattfríðindi og ýmis önnur fríðindi svo talan er mun hærri en 140 þús þegar allt er með talið. Það breytir því ekki eðli málsins, að kommissjónerarnir baði í skattapeningum á meðan atvinnuleysi og efnahagskreppa dynur á almenningi fremst evrulandanna.

Gústaf Adolf Skúlason, 20.7.2014 kl. 02:10

3 identicon

Allt að fyrirmynd kanans, og framtíð Evrópu er ekki frelsi heldur höft.  Þar sem steróíða pumpaðir hells-angels meðlemar eru lögregluþjónar.  Ganga um og berja konur, kyrkja sígarettusala fyrir að greiða ekki skatt af sölunni, og berja ómaga og heimilislausa til dauða eins og gert er í Bandaríkjunum.

Nei takk ... vað heitir sá breski, sem er svo orðlaginn á Evrópska þinginu ... burt með kanan og burt með ESB.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband