Páskaegg aðildarsinna: Völd til ESB ekki afturkræf
21.4.2014 | 18:19
Í viðleitni breskra ráðamanna að "endurbæta" ESB og fá aftur hluta af afsöluðum völdum Breta til ESB, lýsa forráðamenn ESB því skýrt yfir að um slíkt verði ekki að ræða.
Varaforseti framkvæmdastjórnarinnnar, Viviane Reding sagði nýlega:
"Engum völdum ESB verður skilað til baka. Þetta er ekki okkar vandamál; við tökum ekki ákvarðanirnar. Annað hvort ertu "inni" eða "úti".
Forseti framkvæmdarstjórnar ESB, Jose Manuel Barroso hefur varað við því, að tilraunir til að færa til baka völd til aðildaríkjanna séu dæmdar til að mistakast:
"Það, sem gerir þetta erfitt ef ekki ómögulegt, er að ef við reynum að færa til baka völd þá þýðir það að endurskoða verði sáttmálann og slíkt krefst samhljóða samþykktar. Af tíu ára reynslu minni, þá trúi ég því ekki að það muni virka."
Í svari við fyrirspurn Andrew Marr 16. feb. 2014 sagði Barroso:
"Ég verð að vera mjög heiðarlegur. Endurskoðun sáttmálans er afskaplega erfiður í Evrópusambandinu vegna þess að samhljóða atkvæðagreiðslu er krafist svo sérhvert atriði, sem Bretland vill gera umbætur á, krefst samþykki hinna 27 ríkjanna."
Íslendingar, sem telja hag sínum borgið með afsali fullveldis og sjálfsákvörðunarrétti Íslands í hendur ríkjasambands á meginlandinum ættu að huga að hag barna sinna og barna þeirra og komandi kynslóða Íslendinga, sem sviptir verða valkosti að snúa af leið, ef mönnum snýst hugur.
Sveinn Andri áfram í fótgönguliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Facebook
Athugasemdir
Góð grein, Gústaf !
Gleðilega páska, þótt seint sé sagt. En Kristur er upprisinn, segja þeir eystra.
Jón Valur Jensson, 21.4.2014 kl. 20:24
Sömuleiðis kæri Jón, Gleðilega páska, já upprisinn er hann bæði eystra og vestra en ekki vilja allir þann veginn ganga...engu líkar en sumir vilji hafa langan föstudag að eilífu.
Þakka þér mörg góð skrifin.
Gústaf Adolf Skúlason, 21.4.2014 kl. 20:46
Já einmitt Gústaf.
Þessi færsla þín er þörf áminning. Takk.
Menn ættu að hugsa sig um áður en þeir slá bókfærslur sínar inn í ESB og út úr fullveldinu. Þeim verður ekki breytt eftir innsláttinn.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 21.4.2014 kl. 20:59
Þakka þér góð orð Gunnar og mjög góð skrif þín, sem ég les með athygli.
Gústaf Adolf Skúlason, 21.4.2014 kl. 21:27
Gott Gústaf,þetta hef ég sagt í ath.semdadálki,þar sem Evrópusinnar kvarta yfir að verði umsóknin tekin til baka,líði mörg ár eða e.t.v.aldrei hægt að sækja um aftur. En akkurat þetta;,, ef okkur er þröngvað þangað inn, er ekki aftur snúið. Keyrum á þessu,veit að fólk hrekkur við yfir því.
Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2014 kl. 01:52
Þakkir Helga fyrir góð orð þín.
Gústaf Adolf Skúlason, 22.4.2014 kl. 05:47
Þess má geta, að í þeirri grein í frumvarpi stjórnlagaráðs, sem fjallar um framsal valds til erlendra stofnana, er það gert að skilyrði, að ekkert slíkt framsal megi samþykkja, nema það sé afturkræft.
Væri þessi grein í stjórnarskránni nú yrði ómögulegt fyrir Ísland að ganga inn í ESB nema að tryggt væri að hægt yrði að ganga úr því.
Ómar Ragnarsson, 22.4.2014 kl. 13:07
Svona miðað við að þetta er blogg skrifað af bloggara sem er búsettur í Svíðþjóð þá hlýtur að vera við hæfi a spyrja hvort að viðkomandi sé ekki í baráttu þarna í Svíþjóð við að Svíar segi sig úr ESB? Og eins þá hlýtur viðkomandi er vera alveg í hræðulegu umhverfi þar sem stjórnvöld haf engin völd og allt vald þeirra liggur hjá Brussel?
Eins þá verður maður bara að spyrja ef að einhverjar þjóðir mynda samtök eða bandalag um ákveðna þætti, hvernig dettur mönnum í hug að ein og ein þjóð geti sagt sig frá bara einhverjum hluta samningsins sí svona? ESB gengur út á að þjóðir koma sér saman um ákveðna hluti. Ef að einhver er óánægður með það þá segir hann sig úr þessu sambandi eða frá samningnum í heild. Annars yrði hann flótt að engu. Þ.e. ef að Svíar vildu ekki vera með í þessu, Danir ekki vera með í öðru, Breta ekki með í hinu þriðja og svo framvegis.
Magnús Helgi Björgvinsson, 22.4.2014 kl. 14:14
Sæll Ómar, er þér fyllilega sammála um mikilvægi afturkræfni, í þessum málum verða varnaglarnir aldrei of margir. Hljómar vel en miðað við tillögu (ekki frumvarp) Stjórnlagaráðs er sá hængur á, að 5/6 hluta þingmanna geta breytt ákvæðinu án aðkomu þjóðarinnar í kosningum til Alþingis eins og gildandi stjórnarskrá kveður á um. Það rýrir trúverðugleika afturkræfninnar í höndum Stjórnlagaráðs að mínu mati.
Til Magnúsar Helga, ég berst gegn misbeitingu valds og skriffinsku hvar sem er og bendi þér á, að Svíþjóð og Bretar fylgjast að í mörgum málefnum varðandi ESB. Áhrif evrukreppunnar hefur neikvæð áhrif á framleiðslu og útflutning Svía og afstöðu Svía til ESB. Einungis 9% Svía vilja evruna og bara 18% Svía telja að þróun ESB sé í rétta átt og má t.d. benda á atvinnuleysi 27 milljóna manns í ESB. Áhugi Svía á kosningaþáttöku til ESB er afar lítill t.d. má nefna að einungis hafa 164 skólar sýnt því áhuga að halda skólakosningu til ESB núna í maí samanborið við 1500 skóla í síðustu alþingiskosningum í Svíþjóð. Mér finnst það einkennilegt lýðræði að geta ekki rætt einstök mál án þess að spurningin verði "út". ESB hefur breyst og það sem var "in" fyrir nokkrum árum er augljóslega "out" í dag, t.d. loforðið um að fylgja ákvæðum Maaschtricht samkomulagsins og að Seðlabanki Evrópu styddi ekki þau lönd, sem brjóta samkomulagið. Komið hefur í ljós t.d. í atvinnuleysismálum og ríkisskuldamálum, að markmiðið er annað en það sem uppgefið var á pappírnum. Fólk sér þennan mun en sumir neita að sjá þessar staðreyndir.
Gústaf Adolf Skúlason, 22.4.2014 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.