Ófriðardagurinn langi
19.4.2014 | 09:49
Það tók ekki langan tíma eftir friðarsamkomulag stórveldanna Rússlands, USA og ESB á skírdag, þar til öllum varð ljóst að orð á pappír eru bara orð á pappír. Rússar ríða tveimur eyrum og andlitum og friður í orði er einungis til að vinna tíma til að hagræða heimsvaldaútþenslustefnu á borði.
Hin dugmikla fréttakona sænska sjónvarpsins Elin Jönsson hræðist ekki vopnaða grímuklædda menn né ógeðslega þuklandi fingur á líkamanum í leit að vopnum. Hún lét sig hafa það á föstudaginn langa að fara upp á efstu hæð stjórnarinnar í Dónetsk héraðinu og ræða þar við ráðið, sem nú stjórnar sjálfútnefnda alþýðulýðveldinu Dónetsk.
Leiðtogi ráðsins, Denis Pusjílín, sagði að enginn hreyfði sig fet, hvað þá fara að leggja niður vopn á meðan Arsenij Jatsenjuk forsætisráðerra og Oleksandr Turtjynov og ríkisstjórn þeirra sætu við völd. Þeir herramenn yrðu fyrst að yfirgefa ráðuneyti sín og ríkisstjórnina í Kíev. Strax eftir friðarfundinn mikla á skírdag byrjuðu Rússar að ásaka Bandaríkjamenn fyrir að brjóta samninginn. Leiðtogar USA undirbúa núna víðtækari viðskiptabönn gegn Rússlandi, þar sem augljóst er að enginn tekur mark á Skírdagssamningnum.
Ráðið í Dónetsk ætlar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu 11. maí um sjálfstæði Alþýðulýðveldisins Dónetsk. Hvaða spurningar verða lagðar fram gátu leiðtogar ráðsins ekki svarað. Ekki heldur spurningum um hvaða markmið Alþýðulýðveldið hefði í nánustu framtíð. Eina svarið sem Elin Jönsson fékk við spurningum um, hvað þyrfti til að þeir yfirgæfu hina herteknu byggingu var Við viljum verða hluti Sovétríkjanna. Engin svör komu, hvað átt væri við með Sovétríkjunum, sem liðin eru undir lok. Elín segir að aðskilnaðarsinnarnir virðast líta vita, hvað þeir vilja sjálfir og margt bendir til að þeim sé stjórnað frá Rússlandi.
Allt í einu birtist fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi Úkraínu Júlía Týmósjenkó í Dónetsk. Hún segist ætla að ræða við úkraínska hluta hertökumanna og semja við þá um frið.
Föstudagurinn langi varð óvenju stuttur fyrir friðinn en langt þar til honum lýkur fyrir ófriðinn.
Vesturlöndin leggi sitt af mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Sæll kæri Gústaf.
Þessi pappír var jafn mikils virði og sá sem Hitler skrifaði undir og Chamberlain veifaði sigri hrósandi við komuna til Englands.
Pútín ætlar sér ekkert annað en að innlima Úkraínu og Krím í rólegheitum með þessum bellibrögðum, enda er frændi okkar úr Skagafirðinum ekki lengur forseti Bandaríkja Ameríku. Þar situr einhver lélegasti forseti sem um getur þannig að það „heiðurssæti“ Carters er í stórhættu sem slíkt. Heybrók eða lydda eru orð sem koma mamnni í hug þegar Obama ber á góma. Sma er að segja um þetta möppudýraveldi Evrópusambandið. Það sýndi sig að vera grútmáttlaust í hjaðningavígum í gömlu Evrópu sósíalismans fyrir ekki margt löngu og augljóst er orðið að það verður ekki til stórræðna að hasta á Pútín. Hann er líka glaðhlakkalegur sem Hitler var trúi ég við sömu aðstæður.
Þá er komið í ljós að NATO er einungis að gelta þannig að það heyrir ekki nokkur maður, hvað þá að stjáist í vígtennur.
ERGO : Pútín tekur yfir Úkraínu og Krím áður en langt um líður enda veit hann að þessir sem hér hafa verið nefndir eru slíkir veifiskatar að þeir þora ekki að styggja hann.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.4.2014 kl. 03:40
Þakkir fyrir athugasemd, fréttir berast af auknum herumsvifum NATO, USA hefur sent 12 herþotur til Eystrasaltsríkjanna, herskip inn á Eystrarsalt og orðið við kröfum Pólverja um landgönguherlið, þannig að einhver hreyfing er á málum en sú hreyfing er bara til að sýna NATO meðlimum að NATO sé til. NATO hefur lýst því yfir að þeir muni ekki verja Úkraínu, þar sem landið er ekki með í NATO og þetta veit Pútín. Ég er þér hjartanlega sammála um fyrirætlanir Pútíns og vesældóm ESB.
Gústaf Adolf Skúlason, 20.4.2014 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.