Pútín er verri en Sovétleiðtogarnir
15.4.2014 | 17:57
Hún stendur í miðju heimsátaka með tárin í augunum. Antonía er 74 ára gömul og hélt aldrei að hún þyrfti að upplifa stríð aftur, núna heldur heimurinn andanum niðri yfir því sem getur gerst á götum hennar.
Tvær herþyrlur sveima yfir miðborg Donetsk í lítilli hæð. Einu áhrif þessarar vöðvasýningar er að mótmælendur á jörðu niðri hrópa og gefa fingurinn. Köll þeirra drukkna í þungu hljóði skrúfublaðanna.
Þegar þyrlurnar eru horfnar í sjóndeildarhringinn tekur Antónía, sem ekki vill segja eftirnafn sitt, aftur til máls.
Pabbi minn dó í stríðinu, þegar ég var barn, núna á ég sjálf barnabörn og sé hvernig ofbeldið kemur nær okkur. Ég hef ekki orðið svona hrædd í 60 ár.
Hún sker sig frá öðrum þar sem við erum. Hugguleg dama með handtösku á meðal manna með barefli, kylfur og ógnvekjandi augnarráð. Hún lætur sýn þeirra ekki trufla sig.
Skilningslausir piltar, þetta eru hugsunarlausir drengir.
Land okkar er heltekið spillingu
Í tvær vikur hafa mótmælendur hertekið stórt svæði í miðborg Donetsk og útnefnt sjálfstæðu alþýðulýðveldi. Ef piltarnir, eins og Antónía kallar þá, væru eina ógnin, mundu vopnaðar sveitir Úkraínu trúlega ekki bíða með hendina á gikknum. En alveg eins og á Krímskaga fyrir mánuði síðan er það hafið yfir allan vafa að valdameiri leikstjóri stendur að baki götuuppreisnarinnar í Donetsk.
Það nægir að kíkja upp til húsþakanna til að fá ískalda tilfinningu, um að allt annar eldkraftur er nálægur en götusteinar og mólótóvkokteilar. Sem litla díla hátt uppi á þökum sjáum við menn vaka yfir miðbæjarkjarnanum. Med sjónauka eða byssusikti. Í mörgum nágrannabæjum standa hálfhervæddir aðskilnaðarsinnar opið með byssur á götum úti.
En Antónía hræðist ekki að segja skoðun sína. Með hárri rödd útskýrir hún, að hún vilji tilheyra Úkraínu og ekki Pútín, þar sem hann er bæði óútreiknanlegur og hættulegur.
Ekki eins og gömlu Sovétleiðtogarnir, við vissum hvar við höfðum þá. Ég vil að barnabörnin mín fái að vaxa upp í frjálsu landi, en ég treysti ekki Sjálfstæðistorgshliðinni heldur, vandamálið er að landið okkar er gegnumsýrt spillingu.
Gamla daman gengur á braut. Fyrir innan víggirðinguna skerast slagorðin gegnum sprungna hátalara. Þjóðaratkvæði er eina orðið sem hægt er að skilja í hávaðanum.
Ég vonast eftir sjálfstæði
Alveg eins og á Krímskaganum vilja mótmælendurnir í Donetsk fá þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Úkraínu.
Við viljum ekki tilheyra fasistunum í Kíev, segir leigubílstjórinn Nikoloy Martyuov. Han situr ásamt konu sinni Oksana og hitar sér við smábál.
Við komum hingað daglega, það er mikilvægt fyrir okkur.
Af hverju, þið lítið ekki út eins og þið séuð að fara að berjast?
Nei, en við erum með hjúkramenntun og ef ástandið verður hættulegt getum við hjálpað til. Nikoloy Martyuov líkar ekki spurningin um að hann sé þarna til að berjast. Kíktu í kringum þíg, það eru engir hryðjuverkamenn hér, þetta er venjulegt fólk sem líkar ekki að Kíev taki alla peningana okkar og við fáum ekkert í staðinn.
Orð Nikoloys endurkastast frá girðingunni fyrir framan hann. Haugar af götusteinum í stöflum, snyrtilega uppraðaðir tréstokkar til íkveikju brunaveggja og næsta vopn, sem aldrei er lengra í burtu en tvo metra.
Hinum megin við landamærin bíða rússneskar herdeildar tilbúnar.
Byggt á grein Erik Wiman i Aftonbladet 15. april 2014
Úkraínumenn grípa til vopna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 18:24 | Facebook
Athugasemdir
Gustaf, það fer alveg eftir hvort maður les bandaríska, evrópska eða rússneska fjölmiðla, hvaða saga er skrifuð. Rússar neita að standa undir óróanum í Úkraínu. Rússar kenna Bandaríkjunum og nokkrum Evrópuveldum um óróann og segja stjórnina í Kiev bara leppstjórn.
Elle_, 15.4.2014 kl. 20:19
Sæll Gústaf Adolf - líka sem og aðrir gestir þínir !
Ætli - þú megir ekki þakka þínum nýjustu einkavinum í Alþjóðamálunum:: Barack Obama og Angelu Merkel / hversu horfir þar eystra - Gústaf minn ?
Hafðu mín orð - og rifjaðu upp þegar þar að kemur - þegar þessi hjú hafa komið á viðlíka öngþveiti í Hvíta- Rússlandi sem víðar - á komandi misserum. Eða - munu reyna það að minnsta kosti.
Þeim dugði ekki Sýrland 2011 - fremur en mörg annarra landa þar áður / fornvinur góður. Í þáverandi undirbúningi sínum - að greiðri leið Ísraelsmanna að Írönsku landamærunum - þar sem rústaríkið Írak var þá þegar:: 2003 orðið að aumkunarverðu leppríki Vesturlanda þeirra - sem Obama (þar áður Bush yngra) og Merkel fylgja.
Pentagon/NATÓ og ESB þríeykið nærist á sundrungu og ófriði / hvar: sem þau geta komið slíku af stað.
Með kveðjum samt - öngvu að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.4.2014 kl. 20:24
"Hinum megin við landamærin bíða rússneskar herdeildar tilbúnar." Bíddu nú við - er það ekki úkraínski herinn sem er að fara að ráðast á almenna borgara?
Starbuck, 15.4.2014 kl. 21:01
Gustaf, leigubílstjórinn í Donetsk (Úkraínu), í dæminu að ofan, kallar núverandi ríkisstjórn í Kiev fasista. Það er sama stjórn og Rússar kalla leppstjórn vestrænna velda. Það passar líka við neðangreinda frétt úr rússneskum miðli.
Ukraine: Anti-Fascist freedom fighters take the initiative
The sheer nonsense peddled as the truth in most western media outlets, where Russia is the cowboy wearing the black hat, Russia is the aggressor and Ukraine the poor maiden in distress, which the sheriff and his deputies have vowed to rescue, is a staggering exercise in political propaganda of the worst kind. Suppose someone told the truth?
Russia, the eternal bad guy
Elle_, 15.4.2014 kl. 21:19
Nei Starbuck. Þeir eru að ráðast að rússneskum hermönnum sem ganga um án einkennismerkja sinna sem er ólöglegt samkvæmt alþjóðlegum samþykktum, og hafa með vopnavaldi teki 'ða sitt vald herstöðvar, æögreglustöðvar og opinberar byggingar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2014 kl. 21:38
Hvað hefur þú fyrir þér í því Predikari að mótmælendurnir séu rússneskir hermenn?
Starbuck, 15.4.2014 kl. 22:40
Það er augljóst sem og af fréttum þaðan, ef þetta eru ekki allt rússneskir hermenn þá eru þeir í meirihluta að stjórna hinum sem leiðast með.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2014 kl. 22:46
Nei, þetta eru ekki rússneskir hermenn, heldur úkraínskir andstæðingar stjórnarinnar (leppstjórn vestrænna velda, samkvæmt Rússum, fasistastjórn samkvæmt sumum úkraínskum ríkisborgurum) í Kiev. Fjöldi manns í Donetsk, eins og á Krím, er rússneskur, og vill vera undir Rússlandi. Það sást í fréttum þaðan.
Elle_, 16.4.2014 kl. 00:39
Sæl öll og þakkir fyrir innlegg. Ég snaraði þessu yfir á íslensku til að sýna dæmi um bein viðtöl sænskra blaða við fólk á staðnum. Það hefur mikið verið rætt í blöðum um hverjir "grænu mennirnir" eru og það eru fullkomlegar sannanir -eing og á Krím- að hér eru úrvalssveitir rússneskra hermanna á ferð. Sumir einstaklingar hafa þekkst frá aðgerðum Rússa á Krím og svo varð einum á að kynna sig sem yfirmanni í rússneska hernum þegar þeir tóku eina lögreglustöðina. Síðan fá þeir aðstoð hluta íbúa, sem þeir annað hvort kaupa beint eða eru hliðhollir Rússum. Í austur Úkraínu eru samt ekki fleiri en ca 16-18% sem vilja aðskilnað frá Úkraínu og sameiningu við Rússa. Rússarnir gera allt sem þeir geta til að þvinga fram upplausnarástand til að fá opinbera átyllu til að taka yfir svæðið líkt og Krím.
Gústaf Adolf Skúlason, 16.4.2014 kl. 03:09
Rússar hafa her - sumir segja um 40 - 50 þús manns, aðrir allt að 150 þús manns, sem bíður skipana norðan og austan megin landamæra Úkraínu. Þeir eru ekki í neinni skemmtiferð þarna og geta á skömmum tíma tekið stór landssvæði ef ekki alla Úkraínu. Starbuck, úkraínsku hermennirnir eru ekki að ráðast á venjulegt fólk, þeir ætla að endurheimta lögreglustöðvar og opinberar byggingar úr höndum Rússa og aðskilnaðarsinna.
Gústaf Adolf Skúlason, 16.4.2014 kl. 03:15
Pútín kallar herbrögð Rússa með aðskilnaðarsinnum fyrir "friðsamleg mótmæli Úkraínubúa". Hann ætlar sér greinilega að taka miklu meira en bara Krím.
Gústaf Adolf Skúlason, 16.4.2014 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.