Rússar á góðri leið með að koma af stað styrjöld um Úkraínu

karta_ukraina.jpg

 

 

 

 

 

 

"Vopnaðir menn í óeinkennismerktum hermannabúningum hertóku lögreglustöðuna í Slavíansk. Viðbrögðin munu verða hörð, því það er greinarmunur á mótmælendum og hryðjuverkamönnum," er haft eftir innaríkisráðherra Úkraínu Arsen Avakóv.

Það eina sem hingað til hefur komið í veg fyrir blóðuga styrjöld er þolinmæði stjórnvalda í Úkraínu sem og annarra Úkraínubúa, sem hafa gert allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að Rússum takist fyrirætlanir sínar með útsendum "mótmælendum" sem þykjast vera rússneskt mælandi Úkraínubúar og biðja um "vernd" Rússa. Mörg teikn benda til að bráðlega sjóði uppúr vegna sífelldra ögrana Rússa, sem hafa það markmið að ná austurhluta Úkraínu ef ekki öllu landinu á vald sitt. Rússar hafa yfirburðarstöðu með a.m.k. 40 þús. manna her tilbúinn til að taka Úkraínu á 3-5 dögum ef skipun kemur. 

Nærliggjandi lönd við Rússa:

Kazakstan: fjórðungur íbúa eru Rússar. "Finnsk" stefna gagnvart Rússum, þ.e.a.s. ekki of hörð til að styggja vinskapinn.

Moldávía: Rússar eru 6% og rússneskan hefur sérstöðu sem mál milli fólks í landinu. Nálgast ESB samtímis sem ríkisstjórnin reynir að viðhalda vinskap við Moskvu.

Hvíta-Rússland: Rússar eru 11% og rússneskan er allsráðandi í landinu. Alexander Lukasjenkó forseti er dyggur Moskvuþjónn í skiptum fyrir efnahagslegan stuðning. Landið er sjálfskipaður aðili í áætlun Pútíns um "evrópuasíska bandalagið" sem á að stofna á næsta ári.

Litháen: Rússar eru 5,3%. Spenna í samskiptum við Rússland, Nato með loftgæslu yfir Eystrasaltslöndunum. 

Lettland: Rússar um 30,5% af íbúum og enn fleiri rússneskt mælandi. Hefur nýlega slökkt útsendingar rússneska sjónvarpsins vegna áróðurs. 

Eistland: Rússar um 26% en í borginni Narva eru Rússar yfir 90%. Enn ósamið um landamærin við Rússa. Samskipti við Rússland við frostmark. 

Finnland: Ekki margir Rússar. Vinátta við Rússland hátt skrifuð í Finnlandi, t.d. vill viðskiptalífið alls ekki móðga Rússa á neinn hátt. 

Orkufyrirtæki Úkraínu Naftogaz hefur stöðvað allar greiðslur á gasi til Rússa, þar til Rússar semji um annð verð í stað einhliða hækkunar rúmmetrans frá 268 til 485 dollara. "Við sjáum enga ástæðu til breytst verðs. Okkur finnst 500 dollara verð ómarkaðshæft, óútskýrt og ósættanlegt. Við höfum því stöðvað allar greiðslur fyrir gas á meðan verðsamningar eru í gangi" segir Andrej Kobólev forstjóri Naftogaz.  

Það er tæplega helmingi lengra til Reykjavíkur en til Kíev frá Stokkhólmi.  


mbl.is Lögreglustöð á valdi vopnaðra manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll sem jafnan Gústaf Afolf - og aðrir gestir þínir !

Einfaldlega RANGT - hjá þér fornvinur góður.

Bandaríkjamenn - og leppar þeirra í Everópusambandinu eru að grafa undan áður kyrrlátum stöðugleikanum / þarna á mörkum Vesturlanda og Austurheims - linnulaust.

Tókstu ekki eftir - vinnubrögðum CIA og Mossad (ESB tengd um) í Sýrlandi í Marz 2011 - t.d. ?

Og því - sem af því hefir leitt / fyrir Sýrlenzku þjóðina - Kristna menn - sem alla aðra ?

Þar hefir ríkt fjölskylda (Assad) um langa hríð - sem er ekki nógu leiðitöm Vesturlöndum og Ísrael - eins og hinir ógeðfelldu handklæða hausar Saúdí ættarinnar á Arabíu skaganum og Jórdaníukonungur - og aðrir áþekkir.

Nei Gústaf minn - Yukachenkó spillingarraftur AÐ SÖNNU í Úkraínu fyrrum forseti þar / var ekki nógu auðmjúkur þeim Merkel kerlingunni og Obama - þess vegna skyldi steypt undan honum.

Svona - álíka ''vondur'' maður / og Assad í Sýrlandi - og átti þar með ekki upp á pallborð Vestrænna Heimsvaldasinna.

Dapurlegt - hversu þröngsýni þín - TIL EINNAR ÁTTAR - byrgir þér sýn á heildarmynd samhengisins Gústaf minn.

Hvers vegna - ættu Bandaríkjamenn að umbera það / að Venezúelamenn og Kúbverjar - hreiðruðu um sig með Hersveit um - á Mexíkönsku landamærunum í suðri - fornvinur góður ?

Svo - dæmi væri tekið / um mögulegar ögranir í garð Banda ríkjanna - í gætt þeirra sjálfra ?

Víkkaðu sjóndeildarhring þinn - Gústaf Adolf !

Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.4.2014 kl. 12:46

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Gústaf

Ég ætla nú ekki að reyna að breyta fast mótuðum skoðunum þínum um raunverulegt ástand mála í Úkraínu, líkt og Óskar hefur árangurslaust reynt að leiða þér fyrir sjónir með handfylli af glitrandi perlum.

Í þess stað ætla ég aðeins láta í ljós álit mitt á spaugilegri þversögn þeirri sem kemur í ljósi í lýsingu þinni á höfundi í upphafsorðum þessa bloggs, þar sem þú nefnir fyrst baráttu þína gegn Icesave og því næst andstöðuna gegn "Alríkisþróun ESB" - sem svo kaldhæðnislega speglast einmitt í þeirri þróun sem þú styður nú svo ákaft í hverju blogginu á fætur öðru um aðild Úkraínu að ESB og það þó augljóslega í óþökk margra, ef ekki flestra íbúa landsins.

Jónatan Karlsson, 13.4.2014 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband