Varar við að Pútín vilji taka Finnland

illarionov

”Umheimurinn hefur ekki skilið heimsmynd Vladimir Pútíns. Ef Pútín verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun han endurreisa söguleg landamæri Rússlands og taka Eystrasaltsríkin og Finnland.”

Þessa skörpu viðvörun gefur Andrej Ílliaronóv sem var næsti ráðgjafi Pútíns í sex ár. Íllaronóv sat fyrir aftan Pútín á mörgum fundum G-8 ríkjanna og var efnahagsráðgjafi Pútíns 2000-2005. Hann er stoltur af efnahagsuppbyggingu Rússlands en segist ekki hafa séð fyrir, að efnahagsstyrkurinn og völdin yrðu notuð gegn andstöðunni í Rússlandi og í herátökum við grannlöndin.

Andrej Ílliaronóv er meðlimur hugmyndasmiðjunnar Cato Institute í Washingon. Hann segir að vestrænir leiðtogar skilji ekki heimsmynd Pútíns, lógík eða markmið og sjái þess vegna ekki hvaða vandamál þeir standa frammi fyrir.

”Miðað við hvað vestrænir leiðtogar segja, virðast þeir hafa gleymt að til eru leiðtogar í heiminum sem vilja hertaka önnur lönd.”

Vladimir Pútín er merktur af fyrri störfum í leyniþjónustu KGB á tímum kalda stríðsins. Umheimsgleraugu KGB sáu Bandaríkin, vesturveldin eða fasista sem orsök aðalvandamála Sovétveldisins. Sömu öfl og stuðluðu að upplausn Sovétríkjanna. Útþensla NATO og ESB liggur að baki þróuninni í Úkraínu. Eingöngu er hægt að treysta á eigin kraft og völd, sem nota á til að endurreisa stórveldi Rússlands og fyrri valdamanna í Kreml. Bæði sem varnarskjöld gegn vestrinu og til að endurheimta sögulegan eignarrétt Rússlands og skapa sögulegt réttlæti.

”Fyrir sex árum síðan tók Pútín Abchasíu og Suðossetíu frá Georgíu. Vestrið leyfði honum að gera það refsingarlaust og núna hefur hann fengið Krím. Það á að skapa upplausnarástand í Suður- og Austur- Úkraínu svo sjálfsvarnarliðið geti tekið völdin þar. Ef aðstæður leyfa verður hernaðarleg innrás veruleiki. Markmiðið er að koma á rússneskri strengjabrúðustjórn í Kænugarði.”

”Mikilvægir hlutar Georgíu, Úkraínu, Hvíta-Rússlands, Eystrasaltsríkjanna ásamt Finnlandi eru ríki, sem Pútín telur sig líka eiga. Finnland var hluti Rússlands í 109 ár, 1809-1917. Afstaða Pútíns er að hann varðveitir það, sem tilheyrir honum og sögulegum forverum hans,” segir Andrej Ílliaronóv.

Illiaronóv segir, að jafnvel þótt lönd eins og Finnland og Eystrasaltsríkin séu ekki á dagskrá Pútíns í dag, þá mun koma að þeim verði Pútín ekki stöðvaður. ”Pútín hefur margsinnis sagt, að bolsévíkarnir og kommúnistarnir hafi gert mikil mistök. Hann gæti alveg eins sagt að bosévíkarnir hafi svikið þjóðlega rússneska hagsmuni, þegar Finnland varð sjálfstætt 1917.”

Sem svar við spurningunni, hvernig eigi að stöðva Pútín segir Ílliaronóv: ”Það verður að spyrna á móti með öllum tiltækum ráðum. Ég er ekki blóðþyrstur maður en stundum er ekkert annað hægt að gera en beita hernaðarmætti till að stöðva andstæðinginn. Vopnuð andspyrna getur hindrað miklu alvarlegri blóðsspillingu eins og t.d. sýndi sig þegar Finnland greip til vopna gegn Jósef Stalín í Vetrarstríðinu 1939 og varði frelsi og sjálfstæði sitt.”

Andrej Ílliarionóv telur að NATO hafi ekki skilið ástandið til fullnustu:

”Eftir Georgíu og Krímskagann er engin ástæða að halda, að þetta sé síðasta árásin frá Pútín. Eina svarið við hreinni yfirráðastefnu er að sýna vilja sinn till sameignlegra varna.”

 

Byggt á viðtali Sænska Dagblaðsins

 


mbl.is Ekki á leið inn í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Gústaf Adolf - sem jafnan og aðrir gestir þínir !

Að öðrum ólöstuðum - sýnist mér þú nú ýta hvað mest undir endurupptöku Kalda stríðins / hér:: á Mbl. vefnum fornvinur góður.

Vitaskuld má segja - að það hafi verið STÓR MISTÖK fyrri alda Rússakeisara og Svíakonunga / að skipta ekki Finnlandi upp á milli sín - þá væri þessi Þjóiðverja jata (ESB) ekki til í samtímanum líklegast - Gústaf minn.

Finnar - eru á meðal allra mestu undirlægja Þjóðverja í Norður- Evrópu / auk Baltísku landanna (Eistlands - Lett lands og Litháen) og Danmerkur.

Dapurlegt - hversu þú smjattar af áfergju / á áróðri Vestrænna Heimsvaldasinna gegn Rússlandi Gústaf minn.

Ég rifjaði upp í gærkvöldi á minni síðu - háðulega útreið Bandaríkjamanna í Víetnam 1975 og Grenada 1983 til dæpmis.

Rifjaðu betur upp - ''afrek'' þessrra NATÓ vina þinna víðs vegar Gústaf Adolf.

Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 12:10

2 identicon

afsakið..... Helvítis ritvillurnar í textanum / af minni hálfu gott fólk.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 12:15

3 identicon

Mér finnst þú eigir heima á tímum Nasistaríkisins, þar sem fólk hugsar ekki sjálft og hlustar á annað eins þvaður.

Og svona þér til yndisauka, þá eru Bandaríkin gjaldþrota, og Ísland líka ...

Það verður gaman að sjá, hvað framtíðin ber í skauti sér ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.3.2014 kl. 21:39

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég verð hissa ef rússar taka uppá að taka Finnland. Það væri nefnilega uppspretta vandræða fyrir þá, vegna þess að 1: finnar kæra sig ekki um að ganga í rússland, og 2: finnar eru nokkuð vel vopnaðir.

Krím var hvorugt af þessu. Afgangurinn af Úkraínu er svo mismikið hrifin af að verða undir rússlandi.

Eystrasaltslöndin eru svo mörg í NATO.

Pútín hefur mér ekki sýnst vera maður sem nennir að starta einhverju stríði ef hann þarf þess ekki. Obama hinsvegar, það er annað mál.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.3.2014 kl. 00:49

5 Smámynd: Elle_

Persónulega vil ég ekki standa með íslensku ríkisstjórninni, með Brusselvaldinu og gegn Rússlandi.  En Bjarne, þú ert grófur og ruddalegur við Gustaf.

Elle_, 30.3.2014 kl. 01:52

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Margir Úkraínubúar vilja fá að ráða sínum málum sjálfir og vilja hvorki ganga með í Rússland né ESB en lenda milli stórveldahagsmuna í austri og vestri eins og skeð hefur áður.

Íllianoróv var nánasti samstarfsmaður Pútíns í mörg ár og þekkir Pútín persónulega. Fróðlegt að heyra frá slíkum um Pútín. Sífellt fleiri úr Pútínhirðinni gefa sig fram og lýsa Pútín vegna þess að þeir vilja vekja umheiminn til umhugsunar áður en það verður um seinann. Hér er verið að lýsa veruleikafirrtum einstaklingi, sem er búinn að byggja upp stríðsvél, sem drepið getur marga bæði í austri og vestri. Ef hryðjuverkamaður gengur laus og fer að skjóta til hægri og vinstri er óráðlegt að eyða tímanum í að deila, hvort maður eigi að vera með eða á móti honum, verkefni allra hlýtur að vera að stöðva hann áður en hann gerir meiri skaða.

Gústaf Adolf Skúlason, 30.3.2014 kl. 07:07

7 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Ef hann hróflar við Finnlandi þá er það aldrei neitt pólítiskt sjónarspil, heldur innrás. Kauði þarf að vera alvarlega ruglaður til þess.
Og ÓHH, - Finnar bera kala till Rússa síðan í seinna stríði, og þykir vænna um Þjóðverja, sem einfaldlega urðu bandamenn þeirra. Þjóðverjum tókst þó ekki að draga Finna í átök djúpt inn í Rússland, - þeir vildu einfaldlega ná til baka því sem þeir misstu, og stopp þar eftir.
Það voru reyndar margar þjóðir sem studdu Finna í fyrsta vetrarstríðinu, á meðan Rússar og Þjóðverjar voru saman í viðskiptum.....

Jón Logi Þorsteinsson, 30.3.2014 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband