RÚVDAmunkar dreifa klausturfóbíu yfir landsmenn

Skärmavbild 2014-03-26 kl. 06.06.20

Skoðanakúgun RÚVDA er ögrun við lýðræðið og frjálsa skoðanamyndun á Íslandi. Óþarfi að minnast á gagnkvæmar samræður, þar sem fólki er hleypt að í viðræðum, slíkur lúxus er einungis til fyrir skoðanabræður. Komið er fram við lýðræðislega kjörna fulltrúa þjóðarinnar eins og sakamenn í sjónvarpsviðtölum. Ég er að tala um Helga Seljan og Kastljós. Ég sá viðtal hans við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og ég tek undir orð Björns Bjarnasonar fyrrum dómsmálaráðherra að það er vægast sagt einkennilegt, að aldrei er minnst á kröfu ESB um yfirráð yfir íslenskri fiskveiðilögsögu, sem ástæðu fyrir strandi ESB-viðræðna. Þetta upplifði fyrri ríkisstjórn og hætti aðildarferlinu. Hversu oft eiga fulltrúar ESB að þurfa að spila þessa plötu fyrir íslenska aðildarsinna, þar til þeir fari a.m.k. að viðurkenna að ESB setji þessi skilyrði fyrir aðild að sambandinu? Það vantar svo sem ekki gjallendur ESB með þessi skilaboð en ekkert má raska trúarsýn Rúvdamunka á himnaríki ESB.

RÚVDA er eins og PRAVDA: Stjórnborð þaðan sem stóra sannleikanum er stjórnað. Það er gott mál að búið er að segja fréttastjórunum upp. Það tekur sinn tíma að breyta þessarri stofnun og allt eins spurning, hvort þjóðin komist ekki betur af án hennar. 

 


mbl.is Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætlar nýja ríkisstjórnin að láta okkur borga fyrir áróðursmiðilinn öllu lengur,? Verðum að losna undan þessu umsátri. Það er hægt með samstylltu átaki og gefa aldrei þumlung eftir.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2014 kl. 11:10

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Enda er ég hætt að horfa á Kastljós, og hlusta og horfa á fréttir RUV.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 11:20

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hm? Pravda var málgagn sem sovésk stjórnvöld notuðu til að réttlæta óréttlætanlegar aðgerðir sínar. Í Kastljósi er Helgi Seljan að spyrja meðlimi ríkisstjórnar „erfiðra" spurninga. Er ekki eðlismunur á þessu?

Wilhelm Emilsson, 26.3.2014 kl. 16:33

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þurfa spurningarnar þá ekki að vera þannig að upplýsa um hlutina, en ekki ákveða hvaða svör hann vill. Og sleppa öðru sem skiptir jafnvel meira máli?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2014 kl. 17:43

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það má að sjálfsögðu deila um spurningar spyrjanda, Ásthildur. En ég segi bara fyrir mig að mér fannst þetta viðtal Helga Seljan við Gunnar Braga Sveinsson mjög kurteislegt.

Wilhelm Emilsson, 26.3.2014 kl. 18:39

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Wilhelm Emilsson:

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur notaði Ríkisútvarpið til að réttlæta Evrópusambandsumsókn,  til að réttlæta að við borguðum Icesave , til að réttlæta niðurlægingu á Íslensku stjórnarskránni í þeim einum tilgangi að gera það auðveldara að flækja Íslandi í net Evrópusambandsins.   

Er þetta ekki nokkuð líkt og með Pravdu málgagn Sovéskra stjórnvalda.   

Hrólfur Þ Hraundal, 26.3.2014 kl. 19:43

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka athugasemdir, það er munur á að spyrja "erfiðra" spurninga og hleypa mönnum ekki að með svör og athugasemdir. Spyrjendur grípa iðulega fram í fyrir ráðamönnum, sem spurðir eru í þaula til að reyna að fá fram "játningu" viðkomandi. Þessi spurningalist er meira í stíl við yfirheyrslu á sakamönnum, til að fá þá til að játa á sig "verknaðinn" og útilokar önnur atriði sem skipta máli t.d. að ESB aðildarumsóknin strandaði á kröfu ESB um yfirráð yfir fiskimiðum Íslands.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.3.2014 kl. 21:35

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Hrólfur, takk fyrir athugasemdina. Ef þú getur sýnt með óyggjandi hætti að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi gert það sem þú heldur fram þá er ég viss um að lesendur og fjölmiðlar myndu hafa áhuga á þeim sönnunargögnum.

Gústaf, takk fyrir svarið. Finnst þér að Helgi Seljan hafi gripið "iðulega fram í fyrir" Gunnari Braga í þessu viðtali og að hann hafi komið fram við ráðherrann eins og sakamann?

Wilhelm Emilsson, 26.3.2014 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband