Sérhver rödd er stuðningur við lýðræðið
23.3.2014 | 20:52
Þótt Ísland og Íslendingar hafa ekki her né fjárhagslegan vöðva til aðstoðar gegn ofurefli Rússa, þá þýðir för utanríkisráðherrans til Úkraínu og yfirlýsingar hans um stuðning ótrúlega mikið fyrir Úkraínubúa. Þeir finna, að þeir eru ekki einir í heiminum og það blæs þeim kjark í bringu.
Mjög gott hjá Gunnari Braga Sveinssyni að fara og skoða með eigin augum verksummerkin á Sjálfstæðistorginu og efla sambönd við ráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Úkraínu.
Því miður virðast Vesturlöndin með USA í fararbroddi vera búin að sætta sig við að Pútín hafi hertekið Krím. Pútin sem sólar sig í sigurljómanum og 100 miljarða dollara sparnaði vegna hertöku Krímskagans (afsláttur á gasverði sem greiðsla fyrir afnot af Krím er nú óþörf, þegar Krím er Rússland) nýtur vaxandi fylgis í USSR. Maðurinn er lífshættulegur lýðræðinu og friðinum í heiminum. Hann hefur byggt upp vítishernaðarvél með kjarnorkuvopnum og enginn veit til hvaða ráða hann kann að taka, ef hann fær ekki vilja sínum framgengt.
Carl Bildt utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði að markmið Pútíns væri Kiev. "Krím er bara upphitunin."
Íslenskir eftirlitsmenn til Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Evrópumál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gústaf Adolf - sem jafnan og fyrri !
Það er dapurlegt - að skýrleikans maður / og að ég hugði sæmilega upplýstur:: skulir falla í þessa andstyggilegu endurvakningar gryfju Kalda stríðs áranna - undir merkjum þeirra Obama og Merkel - sem raun ber vitni.
Linnulaus lyga þvættingur - ýmissa Vestrænna frammámanna skal blíva / gagnvart Rússlandi - sem og öðrum löndum Asuturheims.
Og - ekki er viðhorf þessa liðs geðfelldara svo sem heldur / gagnvart Suðurlöndum (Suður og Mið- Ameríku / sem og Suður- Evrópu).
Vissir þú Gústaf Adolf - að Obama er BEINT framhald stríðs æsinga- og glæpamannsins G.W. Bush (yngra) ?
Vissir þú - að Angela Merkel ólst upp á hnjám gömlu Sovét- lærifeðranna:: þeirra Walthers Ulbricht og arftaka hans / Erichs Honeceker ?
Og - að Austur- Þýzkaland þeirra kompána nálgaðist mjög hratt Stóra bróðurs ríki George´s heitins Orwell - unz hrökk upp af standi sínum Haustið 1989 ?
Reyndu aðeins að jarðtengjast - fornvinur góður.
Með beztu kveðjum samt - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 21:09
Austurheims - átti að standa þar / vitaskuld.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2014 kl. 21:10
Það voru ekki rússar sem hofu þessa hildi, svo það sé á hreinu. Kröfum lýðræðis var fullnægt á Krím, hvort sem þú vilt kannast við það eða ekki.
Ég veit ekki í hvaða blöðru þú lifir eða hverra augu þú ert hugsanlega að reyna að ganga.
Ranfærslurnar og öfugmælin á þessari síðu undanfarið eru yfirfljótandi.
Þega Óskar Helgi er farinn að brýna þig um jarðtengingu, þá ætti það allavega að vekja þig til umhugsunnar.
Það er ekki nokkur maður jafn mikið úti á túni í þessu máli og þú, enda marineraður í spuna og áróðri bandarískra fjölmiðla.
Ég sem helt þig skarpari. Jahérnahér...
Jón Steinar Ragnarsson, 24.3.2014 kl. 05:18
Rússar skilja ekki andmæli- aðeins byssukjafta- ok ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 24.3.2014 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.