Rökþrot Pútíns varðandi hernám Rússa á Krímskaga

puti

Sænskir fjölmiðlar fjalla mikið um hernám Rússa á Krímskaganum. Sænska Dagblaðið í Svíþjóð bað Ove Bring þjóðréttarsérfræðing að rýna í ræðu Pútíns s.l. þriðjudag, þar sem Pútín reyndi að rökstyðja og réttlæta hegðun sína gagnvart Úkraínu:

1. "Krím hefur ætið verið óaðskiljanlegur hluti Rússlands í huga og hjörtum manna."

Ove "Þjóðarrétturinn leyfir ekki að landssvæði séu hrifsuð af ríkjum án alþjóðlegs samkomulags.

Þjóðréttarlega viðmiðunin er grundvölluð í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1970, sem Sovétríkin samþykktu. Hún heitir á ensku "The friendly relations declarations" eða yfirlýsingin um vinsamleg samskipti milli ríkja.

2. "Ríkisstjórnin í Kíev komst til valda á ólöglegan hátt."

 "Að það hafi verið fasískt valdarán í Úkraínu er ekki alls kostar rétt. Það er rétt, að það ríkti upplausnarástand en það var samt sem áður þingið í Úkraínu, sem tilnefndi nýja ríkisstjórn. Ríkisstjórnin varð til við óvenjulegar aðstæður en það er enginn grundvöllur fyrir því, að hún sé ólögleg."

3. "Kosovo var leyft að skilja sig frá Serbíu." 

"Það er ekki hægt að bera saman Krím við Kosovo. Minnihlutinn voru kosovoalbaníubúar sem voru kúgaðir af ríkisstjórninni. Íbúar Krímskagans hafa ekki verið meðhöndlaðir á þann hátt af ríkisstjórninni í Kíev. Kosovo var þegar í alþjóðlegu ferli, þegar það varð sjálfstætt. Kosovo var yfirráðasvæði Sameinuðu þjóðanna og hluti alþjóða samfélagsins viðurkenndi sjálfstæðisyfirlýsinguna og alþjóðadómstóll árið 2010. Aðskilnaður Krímskagans við Úkraínu hefur ekki verið viðurkenndur af neinum öðrum en Rússlandi og Krímþingsins."

4. "Rússneskt mælandi eru kúgaðir í Úkraínu." 

"Samkvæmt skýrslu Astrid Thors hjá öryggisstofnuninni OSSE var engin þjóðfélagshópur í Úkraínu, hvorki meirihluti né minnihluti, kúgaður á grundvelli þjóðernis. Þess vegna er ekki hægt að segja eins og í Kosovo að íbúar Krimskagans séu svo kúgaðir að þeir geti tekið sjálfstæði frá Úkraínu."

5. "ESB og USA brutu þjóðarréttinn, þegar þau réðust inn í Afghanistan, Irak og rufu samþykkt SÞ um Líbyu, þegar sprengjum var kastað í staðinn fyrir að búa til flugbannssvæði."

"Pútín hefur það til síns máls t.d. að innrásin í Írak 2003 var ólögleg. Öryggisráð SÞ stóð ekki að baki henni. En hann lendir í vandræðum vegna Afghanistan og Líbyu, þar sem ályktanir SÞ voru til staðar í báðum tilvikum." 

 

 

 


mbl.is Vesturlönd fordæma Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ukrainumenn hrifsuðu Krímskaga af Rússum, án samþykkis íbúanna 1954.Þar fór Ukrainumaðurinn Krustjoff fremstur.Rússar eru ekki að gera neitt annað en að leiðrétta þessa "gjöf" sem Krustjoff setti á svið 1954.

Sigurgeir Jónsson, 20.3.2014 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband