Svört framtíð að taka ekki afstöðu til aðildarskilmála ESB
14.1.2014 | 23:07
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar hefur einkennilega þrákelkningslegan óaðlögunarhæfileika að regluverki og lögum Evrópusambandsins. Hann vill fyrst ganga í Evrópusambandið og síðan taka afstöðu til laga þess og reglna.
Þetta er öfugt við flesta aðra, sem kynna sér aðstæður þess, hvað í boði er. Fyrst fær maður upplýsingar hjá viðkomandi og kynnir sér málin og síðan tekur maður afstöðu um áframhaldið á grundvelli þeirra upplýsinga. Málið er samkvæmt Evrópusambandinu sjálfu eins og margt gott fólk hefur bent á, að innganga í ESB er aðlögunarferli umsóknarríkisins og tíminn eins langur og það tekur að breyta löggjöf þess, svo það falli undir stjórnarhætti ESB. En formaður Bjartrar framtíðar segir það óskynsamlegt fyrir Íslendinga að kynna sér, hvað aðlögunarferlið felur í sér og fyrst eigi að breyta Íslandi í aðildarríki og síðan að taka afstöðu til þess, hvort Ísland eigi að gerast aðili eða ekki.
Ef Guðmundur Steingrímsson væri rútubílstjóri á Íslandsrútunni biði þjóðarinnar svört framtíð með mann við stýrið, sem keyrir að fjallinu og festir bílinn út í móum vegna þess að þá fyrst mætti ákveða hvort leggja ætti veginn. Úr slíku feni verður að sjálfsögðu ekki aftur snúið og þannig er ástandið reyndar orðið í Evrópu, að rúturnar eru margar komnar á kaf, sitja fastar og komast ekki til baka og í öðrum rútum eru farþegarnir farnir að kasta sér út á ferð til að komast hjá því að lenda í feninu.
ESB er og verður deilumál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 15.1.2014 kl. 14:57 | Facebook
Athugasemdir
Sem sagt, einn forarpittur.
Eyjólfur G Svavarsson, 15.1.2014 kl. 14:24
Búið þið ekki í sama heimi og hinir? Það er eitt að vera á móti aðild að ESB en hitt að lifa í þeirri blekkingu að hér sé allt miklu betra en í Evrópu. Álfan er bara alveg ágætlega stödd að flestu leyti. Ágætur hagvöxtur víða, vextir miklu lægri, verðlag miklu lægra víðast hvar, stöðugur gjaldmiðill í flestum ríkjum og svo framvegis. Ég tek fram að ég held að Ísland eigi ekki erindi í ESB, vegna þess að hagkerfið er ekki tilbúið til þess. En það er fáránlegt að lifa í forarpytti fáfræðinnar.
Halldór Þormar Halldórsson, 15.1.2014 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.