Spurninguna um áframhald aðildarviðræðna á að taka fyrir á Alþingi

al_ingi4

Til að svala aðildarsinnum er mjög vel hægt að bera spurninguna um áframhaldandi viðræður við ESB undir atkvæðagreiðslu á Alþingi, þannig að það fáist skýrt fram, hvort ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fresta viðræðum hefur þingmeirihluta að baki sér.

Stjórnarandstaðan neitaði að spyrja þjóðina, hvort hún vildi sækja um aðild að ESB eða ekki áður en hún í ríkisstjórnarstöðu með þingmeirihluta ákvað að sækja um aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrir hönd Alþingis. Þar af leiðandi er spurningin um áframhaldandi viðræður mál Alþingis.

Ef meirihluti Alþingis fellir áframhaldandi umræður við ESB ber Alþingi að ógilda eða afturkalla aðildarumsóknina og Ísland þá ekki lengur með stöðu umsóknarríkis.

Stjórnarandstæðan getur borið upp frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarumræðna til að láta reyna á þetta. 

Ef stjórnarandstaðan þorir því ekki ætti einhver góðhjartaður alþingismaður úr stjórnarflokkunum að koma til aðstoðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband