Eitthvað virðast leiðtogar Evrópusambandsins vera illa farnir á taugum vegna lýðræðislegrar umræðu um ESB og framtíð þess. Framgangur flokka af öllum gerðum, sem vilja takmarka völd framkvæmdastjórnarinnar og fá tilbaka hluta af fullveldi aðildarríkjanna, er orðinn það mikill að ESB-leiðtogunum stendur ógn af. Það er vissulega rétt, að öfgaflokkar nýnasista m.fl. eru meðal "evruskeptískra" en að loka umræðunni og skipa kjósendum að kjósa Bandaríki Evrópu til að hindra þriðju heimsstyrjöldina, þá er bókstaflega verið að jarða lýðræðið.
Hverjum þjónar það að koma á einni ríkisstjórn fyrir öll aðildarríkin og gera þau að amti í ESB? Hverju þjónar að hafa ríkisstjórn sem ekki er kosin af kjósendum? Hvaða alræðis/heimsyfirráðastefna er þetta eiginlega?
Það er vægast sagt örvæntingarfullt að ganga svo langt eins og Manuel Barroso framkvæmdastjóri ESB gerði í ræðu sinni í Aþenu í Grikklandi nýverið. Hann boðaði að ESB myndi nýta sér aldarafmæli fyrri heimstyrjaldar sem "aðvörun um að evruskeptískir flokkar yzt á hægri kantinum ásamt and-evrópskum flokkum gætu hrundið af stað nýju stríði."
Barroso telur ESB einu "friðardúfu" heimsins:
"Engin önnur pólitísk hönnun fram að deginum í dag hefur sannað ágæti sitt að skapa lífsskilyrði, sem minnka illmennskuna í heiminum."
"Það er sérstaklega mikilvægt að minnast þessa, þegar við minnumst upphafs fyrstu heimsstyrjaldarinnar á þessu ári. Við eigum aldrei að taka frið, lýðræði eða frelsi sem gefið. Þetta er einnig sérstaklega mikilvægt að benda á, vegna þess að fólk er hvatt til að taka þátt í Evrópukosningunum í Maí."
Ummæli Barroso falla ekki í góðan jarðveg hjá öllum ríkisstjórnum.
Haft er eftir evrópskum diplómat, að "Risabóla alríkissinna um eitt Bandaríki er andstæðan við að aðstoða meirihluta ríkjanna, sem vilja umbætur á ESB svo það virki betur."
Meira um þetta hér
Byggð verði upp Bandaríki Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Gústaf, eins og endranær. Þeir eru farnir að ókyrrast og það er gott. Ókjörnir flytjast þeir af einum ráðastólnum á annan. Þeir hafa hrifsað til sín fullveldi þjóða en láta svo eins og þeir séu verndarar lýðræðisins. Brussel klíkan hatast við lýðræðið. Leyfum þeim að skjálfa svolítið.
Ragnhildur Kolka, 8.1.2014 kl. 23:51
Já, góð var greinin, Gústaf, samherji okkar, og gleðilegt nýtt ár hjá þér og öllum þínum og hjá þér, Ragnhildur, líka.
Guð blessi Ísland.
Jón Valur Jensson, 9.1.2014 kl. 03:27
Sæl verið þið og þakka góð orð.
Verjum fullveldið nú sem endranær.
Gleðilegt nýtt ár til ykkar.
Gústaf Adolf Skúlason, 9.1.2014 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.