Jólapistill frá Stokkhólmi

3Tignarlegir standa hirtirnir á Sergelstorgi í Stokkhólmi og minna á jólahátíđina. Búist er viđ ađ nýtt met verđi slegiđ í jólaverslun Svíţjóđar í ár. 

Friđarfundur gegn nýnazisma í Stokkhólmi

S.l. sunnudag sóttu um 20 ţúsund borgarbúar mótmćlafund gegn nazisma í suđurhverfi Stokkólms, Kärrtorp. Helgina áđur réđust nazistar öllum ađ óvörum á friđargöngu í Kärrtorp. Lögreglan varđ ađ kalla út aukaliđ til ađ stöđva árásina. Nokkrir sćrđust í átökunum ţar sem einhverjir öfgamenn bćđi til vinstri og hćgri beittu eggvopnum. Til ađ sýna ađ götur borgarinnar eru fyrir međborgarana en ekki nýnazista safnađist fólk saman á fundi um lýđrćđi og friđ. Allir stjórnmálaflokkar fyrir utan Svíţjóđademókrata tóku ţátt, ráđherrar m.fl.

document1

 

Gävlehafurinn brenndur enn á ný

13 metra hái og 3,6 tonna ţungi geithafurinn í Gävle varđ eldslogum ađ bráđ og lifđi ekki fram ađ ţessum jólum. Í 49 ár hefur hafurinn lifađ jólin í 24 skipti. Grímuklćddir menn sáust hlaupa burtu eftir ađ hafa kveikt í hafrinum um fjöguleytiđ ađfaranótt s.l. laugardags. Hafurinn á sér skrautlega sögu t.d. reyndu tveir menn ađ múta öryggisvörđum til ađ yfirgefa svćđiđ 2010. Sagan segir ađ ţessir óprúttnu náungar hafi ćtlađ ađ rćna geithafrinum og flytja međ ţyrlu til Stokkhólmsborgar. Síđan 1988 er hćgt ađ veđja á veđstofum, hvort hafurinn lifi af jólin eđa ekki. 2001 kveikti amerískur ferđamađur í hafrinum og viđ yfirheyrslur sagđi hann, ađ hann héldi ađ ţetta vćri árlegur jólasiđur í Svíţjóđ. Ţađ gagnađi lítiđ og dómurinn hljóđađi upp á eins mánađa fangelsi og 100 ţús sćnskar í sekt.

Skärmavbild 2013-12-24 kl. 11.15.32

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Drottning Silvia 70 ára

Drottning Silvia varđ sjötug á Ţorláksmessu. Hún heldur sér sérstaklega vel og vinnur ötullega ađ líknarmálum barna í heiminum. Hún vakti heimsathygli, ţegar hún tók upp baráttu gegn barnakynferđisglćpum, barnaţrćlkun m.fl. Í afmćlisgjöf fékk hún m.a. myndarlegan sjóđ frá sćnskum fyrirtćkjum í baráttunni fyrir betri heimi barnanna. Eitt stćrsta klikk konungsveldisins var ţegar H.M. Carl 16. Gustav Svíakonungur hitti Silvíu á Ólympíuleikjunum í Munchen 1972. Síđan ţá hefur ekkert klikkađ hjá konungsfjölskyldunni. Nýjar kannanir sýna auknar langanir Svía til ađ sjá H.K.H. krónprinsessuna taka viđ embćtti krúnunnar og krýnast til drottningar Svíţjóđar. Ţađ eru jákvćđ teikn og sýna hollustu viđ konungsríkiđ og alls óskylt fyrirsögnum nokkurra blađa um, ađ Svíar vilji yfirgefa konungsríkiđ fyrir annađ stjórnarform. Einungis andstćđingar konungsríkisins reyna ađ villa um ţá stađreynd ađ fylgni Svía viđ konungsríkiđ er milli 70 - 80%. 

drottningen2013

 

Ţórarni Eldjárn veitt verđlaun sćnsku akademíunnar 

Verđlaunin eru veitt ţeim, er skarađ hafa fram úr í kynningu á sćnskri menningu utanlands. Ţórarinn Eldjárn hefur ţýtt fjölda bóka frá sćnsku á íslensku m.a. eftir Ulf Nilsson, Ágúst Strindberg, Göran Tunström, Sven Wernström og Jujja Wieslander. 

Ţórarinn Eldjárn hefur unniđ hjarta íslensku ţjóđarinnar. Hann kann máliđ betur en nokkur annar og ótrúlega skondinn á stundum. Af ţví ađ ţađ eru jól og fornar remsur um Grýlu lifa:

Grýla píla appelsína

missti skóinn ofan í sjóinn.

Ţegar hún kom ađ landi

var hann fullur af sandi. 

(Höf. óţekktur) 

Ţórarinn Eldjárn orti um Grýlu og Leppalúđa öllum börnum til ánćgju og yndis:

Í Háskólann ţau héldu inn

er höfđu klárađ öldunginn.

Innrituđ ţau eru bćđi

í uppeldis og kennslufrćđi.

 

Kannski er ţađ til sanns um framsýni Ţórarins um íslenska ţjóđ, heilrćđisvísa hans sem birtist í Mbl. 22. ágúst 2009

 

Styđja á startara

stara á ţađ bjartara,

hafa séđ ţađ svartara,

sussa á kvartara. 

 

Gleđileg jól og farsćlt komandi ár!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband