Fátæktin breiðist út í Evrópu

3023049_570_321

Einungis 13 árum eftir innleiðingu evrunnar rambar Evrópa á barmi efnahagskreppu sem æ meira líkist kreppunni miklu fyrir tæpri öld. 

Skv. nýrri skýrslu Rauða Krossins hafa miljónir manna horfið úr velferð yfir í fátækt og geta ekki séð sér og sínum fyrir daglegum nauðsynjum. Afleiðingarnar verða langvinnar með félagslegri áþján og ugg um hvað framtíðin ber í skauti. Slíkt er góður jarðvegur fyrir kynþáttahatur og öfgaskoðanir.

Skýrsla Rauða Krossins byggir á reynslu frá 42 evrópskum löndum. Í 22 löndum hefur þeim fjölgað um 75% á árunum 2009-2012, sem eiga líf sitt undir matargjöfum Rauða Krossins. 3,5 miljónir manns standa í matarbiðröðum í dag. Á Spáni hefur fjöldinn sem háður er matargjöf tvöfaldast frá fyrri skýrslu árið 2009. Í Lettlandi hefur fjöldinn þrefaldast. Yfir 1,3 miljónir Þjóðverja hafa svo lág laun, að þeir verða samtímis að sækja um aðstoð.

43 miljónir manns í Evrópu geta ekki mettað hungur sitt á degi hverjum og í fyrsta skipti í nútímasögunni neyðast börn í Evrópu að lifa við erfiðari skilyrði en foreldrarnir.

120 miljónir manns í Evrópu eru í hættu að verða fátæktinni að bráð skv. hagstofu ESB, Eurostat.

Frá þessu skýrir sænska útvarpið. 

Og áfram blaðra furstarnir í Brussel um ESB sem "samkeppnishæfasta" svæði veraldar. Samkeppni, sem er milli banka og stjórnmálamanna þeim tengdum, um hver getur fyrstur kramið íbúa evrusvæðisins í hel fyrir mestan pening. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Gústaf fyrir þessa færslu. Vel að orði komist um kapphlaup ESB-ríkja niður á botninn.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.10.2013 kl. 14:26

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka þér vinsamleg orð Gunnar, ég les eins oft og ég get fróðlega pistla þína um fjármálheiminn og Evrópusambandið. Er sammála flestöllu, sem þar kemur fram.

Góðar kveðjur

Gústaf Adolf Skúlason, 10.10.2013 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband