Does Obama care about anything other than Obamacare?

avoid-obamacare

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er fyrst og fremst í höndum Bandaríkjaforseta sjálfs að leysa vandamálið með fjárlög Bandaríkjaþings. Því miður fyrir hann og Demókrata hafa þeir ekki meiri völd en svo, að Repúblikanar ráða einni deild þingsins. Þess vegna kemur upp pattstaða og enginn getur neitt nema þá að slá af óbilgirninni og semja. Það hafa Repúblikanir gert með því að semja um allt annað og biðja Óbama um að fresta Obamacare um eitt ár. En Óbama má ekki heyra á það minnst. Og þar við situr.

Með Obamacare eru demókratar að ríkisvæða heilsugæslu Bandaríkjanna. Í nafni þess að verið sé að auka heilsuþjónustu fyrir almenning verður fólk þvingað að kaupa sjúkratryggingar og heilsugæslu af ríkinu, sem skapar fleiri störf hjá Skattstofunni en í heilsuþjónustunni. Trúir einhver því, að starfsmenn skattstofunnar séu hæfari til að stjórna sjúkrastörfum en læknar og hjúkrunarkonur? Hjá mörgum verður iðgjald Obamacare tvöfalt hærra með 20% minni þjónustunni en boðið er upp á í dag. Obamacare útrýmir frjálsum valmöguleikum og þeir veiku verða háðari duttlungum stjórnmálamanna.

obama

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan Bush yngri hætti forsetastörfum hafa heildarskuldir Bandaríkjanna aukist frá ca 8 triljónum dollara upp í 16,7 triljónir dollara. Obama hefur því meira en tvöfaldað skuldir bandaríska ríkisins á rúmlega einu kjörtímabili. Fyrir 25 árum skuldaði bandaríska ríkið um 2 triljónir dollara. Ef Óbama lætur ekki af valdhrokanum fer bandaríska ríkið á höfuðuð og verður að stöðva allar útborganir 17. október. Slíkt hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir efnahag Bandaríkjanna og efnahag heimsins. 

Engu er líkar en að Óbama ætli að hefna sín á samlöndum sínum og Repúblikönum með því að setja USA og heiminn á efnahagslega heljarþröm. Hann fundar sjálfsagt fyrst með skjólstæðingum sínum á Wall Street svo þeir geti skrifað á textavélina, hvað hann á að lesa upphátt í næstu ræðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Obama er firsti Forseti USA sem kallar á samningafund og skilyrðin eru, það verður ekkert samið, sem sagt "it is my way or the highway."

Þetta er svo sem ekkert í firsta skipti sem USA Ríkisbákninu er lokað en það hefur gerst 17 sinnum ef ég man rétt á tímabilinu 1976 til 1995.

Obama sjálfur kaus á móti því að hækka Debt Limit USA þegar hann var Öldungardeildarfulltrúi Illanois ríkis í Öldungardeild USA. Hann sagði að hækka Debt Limit USA væri "reckless and irresponsible." Þá var skuldin rúmmar 6 triljónir.

Nú heldur hinn sami Obama því fram að hækka ekki Debt Limit USA sé "reckless og irresponsible."

Nú er skuldin að nálgast 17 triljónir, hvort er það herra Forseti, reckless and irresponsible að hækka ekki Debt Limit USA eða hækka það? Make up your mind.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 5.10.2013 kl. 11:41

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka þér góða athugasemd Jóhann, absúrd að kalla það allt í einu reckless and irresponsible að hækka skuldir umfram 16,7 triljónir dollara, þegar það var reckless and irresponsible að hækka umfram 6 triljónir dollara. Óbama lofaði samlöndum sínum að hann mundi minnka skuldir USA um helming, ef það kysi hann sem forseta. Núna gefur hann öllum langt nef eftir að hafa hækkað skuldirnar um meira en helming!

Gústaf Adolf Skúlason, 5.10.2013 kl. 12:23

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Leiðrétting: Hækka EKKI skuldir umfram 16,7 triljónir dollara á það að vera.

Gústaf Adolf Skúlason, 5.10.2013 kl. 12:32

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já jafnvel Gosi fer að skammast sín fyrir sitt stutta nef, miðað við nefið á Obama, so to speak.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 5.10.2013 kl. 13:16

5 Smámynd: Elle_

Gústaf, ég vildi bara segja að það sem kallast 'trillion' í Bandaríkjunum eru milljón milljónir eða það sem við (og Englendingar +) köllum billjón, ekki trilljón eins og við miðum við.

Elle_, 5.10.2013 kl. 14:38

6 Smámynd: Elle_

Og orðið 'billion' þar er sama og milljarður (þúsund milljónir) hjá okkur.

Elle_, 5.10.2013 kl. 14:41

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt er það Elle.

Kveðja frá Niamey Niger.

Jóhann Kristinsson, 5.10.2013 kl. 15:40

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæl Elle og takk fyrir þetta. Skuldin er orðin (skv. usdebclock.org) 16,964.479.069.201,00 dollara. Það eru 16 þúsund 964 miljarðir dollara á íslensku. Á ensku er það 16,9 trillion dollars. Triljón á íslensku er með 18 núllum og svo há er ekki skuldin í dollurum. Þakka þér fyrir að benda á þetta, skrifa því á íslensku eftirleiðis 16 þús. 964 þús dollara. Skuldin hækkar um 10 miljónir dollara á mínútu, svo talan breytist hratt.

Gústaf Adolf Skúlason, 5.10.2013 kl. 15:47

9 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Eftirleiðis 16 þús. 964 MILJARÐIR dollara átti það að vera.

Gústaf Adolf Skúlason, 5.10.2013 kl. 15:50

10 Smámynd: Tryggvi Thayer

Þetta er ein mesta afskræmingin á amerískri pólitík og heilbrigðismál þar sem ég hef lesið.

1. Staðan sem uppi er núna er þingmál - það er verk þingmanna að leysa það, ekki forseta.

2. Af hverju ættu demókratar að semja núna um breytingar á því sem er löngu búið að semja um? Heilbrigðislögin sem Repúblíkanar eru að gera veður út af eru afrakstur samkomulags sem náðist á sínum tíma. Af hverju ættu Demókratar að samþykkja nýtt samkomulag um samkomulag sem hefur farið í gegnum þing og hæstarétt?

3. Bandaríska ríkið er ekki að selja neinar tryggingar. Tryggingar eru seld af hefðbundnum tryggingaraðilum.

4. Hvernig rökstyðurðu þetta: "Obamacare útrýmir frjálsum valmöguleikum og þeir veiku verða háðari duttlungum stjórnmálamanna."? Eini valmöguleikinn sem er verið að útrýma er valið milli þess að vera tryggður eða ekki. Einstaklingar geta að öðru leyti valið hvers konar tryggingu þeir kaupa.

5. Hvernig "ríkisvæðir" Obamacare heilsugæslu í Bandaríkjunum?

6. Kostnaður vegna heilsutrygginga hækkar mest í þeim fylkjum (nær öll, ef ekki öll undir yfirráðum Repúblíkana) sem kusu að setja ekki upp sín eigin markaðstorg fyrir tryggingar (health exchange) og verða því háð markaðstorgi ríkissins. Þetta er afleiðing aðgerðaleysis Repúblíkana. T.d. ef ég væri enn búsettur í Minnesóta þar sem bjó þar til í vor, myndi kostnaður minn vegna trygginga fjölskyldunnar lækka töluvert, eða um ~35%. Hefði ég verið búsettur í Wisconsin, næsta fylki við, hefði kostnaðurinn sennilega haldist í stað. Hvers vegna? Vegna þess að þing Wisconsin, þar sem Repúblíkanar hafa meirihluta í báðum deildum, kaus að búa ekki til markaðstorg fyrir fylki sitt, sem þingið í Minnesóta gerði.

Allt þetta rugl er út af vælandi Repúblíkönum sem eru uppteknir af allt öðru en hag bandarískra borgara. Bandaríkjamenn sjá í gegnum þetta og eru ósáttir. Merkilegt að Repúblíkanar skulu ekki læra af reynslunni í þessum málum. Þeir eru að skjóta sig í fótinn alveg eins og þeir gerðu '95.

Tryggvi Thayer, 6.10.2013 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband