Ekki orð um Icesave, ekki orð um ESB
15.5.2013 | 18:57
Steingrímur auglýsir í Financial Times að hann sé orðinn atvinnulaus vegna vitlausra kjósenda á Íslandi, sem misskilji langtíma uppbyggingu sjálfbærs fjármálabúskapar.
Hann fetar í þekkt kratafótspor og vekur athygli á sjálfum sér, ef til vill í þeirri von að fá vinnutilboð frá Tony Blair og öðrum ESB sértrúarsinnum, sem halda hverjir öðrum heitum í bandalagi féflétta.
Í grein sinni í FT minnist hann ekki einu orði á Icesave og ekki einu orði á ESB. Tvö af stærstu málum kvalara íslensku þjóðarinnar s.l. kjörtímabil.
Ætlast hann til þess að lesendur FT trúi skýringarleysi hans á útkomu kosninganna?
Ekki eru nú Bretar á þeim brókunum að vera mikið lengur innan ESB. En Steingrímur vill fá verðlaun fyrir að hafa svikið þjóðina og logið að henni, að aldrei hafi verið sótt um aðild að ESB heldur hafi þetta bara viðræður um að "kíkja í pakkann".
Steingrímur Evrópusambandsins hafa stolið framtíð heillar kynslóðar á evrusvæðinu, eyðilagt líf miljóna manns og vilja fá kauphækkun fyrir. Steingrímur Íslands vill ekki vera minni maður.
![]() |
Væntingar kjósenda óraunhæfar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, "Steingrímar" EES/ESB hafa logið, og ljúga enn að almenningi/kjósendum í Evrópu!
Ég velti því fyrir mér hvers vegna fólk í "Steingrímanna" stöðu lýgur að almenningi í Evrópu?
Allir stjórnmálamenn sem hraktir eru út í horn af spilltri bankamafíu og seðlabanka-kauphallar-kúgurum, hafa kannski ekki aðgang að öllum veraldarinnar auðæfum og vopnum til að verjast?
Ég er ekki að verja hugsjóna-gerilssneydda persónuna Steingrím & co, og kosningasvik þess companís. Ég er að velta fyrir mér, hvernig það er að taka við ríkisstjórnarbúi, sem stjórnað er utan úr bæ, af glæpabönkum/glæpalífeyrissjóðum?
Ég spyr sjálfa mig hvað ég hefði gert í sömu sporum, með auðvaldsmafíuna og spillta dómsstóla-skriðdrekana gegn mér?
Ég held ég hefði ekki átt mörg tromp upp í erminni í þannig stöðu! Okkur er öllum hollt að setja okkur í hugsanleg spor þeirra sem við gerum kröfur til, (mér gengur það því miður ekki of vel).
Ég reikna með að ég hefði frekar sagt af mér, vegna prinsippa minna og hugsjóna, heldur en að svíkja kosningaloforðin. Ég hefði sagt af mér, til að vernda lýðræðisréttindi kjósenda/almennings þessa lands. Það gerði Steingrímur ekki, og það gerir hann og fylgisfólk hans ótraustvekjandi. Sá sem svíkur aðra vísvitandi með skipulögðum hætti, fórnar traustinu.
Eiginhagsmuna-framapots-pólitík og ó-eigingjörn hugsjónapólitík eiga ekki samleið.
Abraham Lincoln stóð og féll með sínum réttlátu baráttu-hugsjónum fyrir þrælana. Því miður eru ekki margir slíkir til í þessari fallandi veröld árið 2013.
Flestir velja að bjarga eigin skinni með svikum, í staðinn fyrir að falla með heiðri og sóma, fyrir réttlátri hugsjóna-baráttu fyrir kjör varnarlausra þrælanna!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.5.2013 kl. 21:50
Steingrímur mikli er versta fyrirbæri stjórnmála. Eftir að búið er að undanskilja Jóhönnu, Össur og flokkshauginn sem kallar sig jafnaðarflokk og velferðarflokk. Takk Gustaf, það ætti að benda á helstjórnmál þeirra þar til helvíti frýs.
Elle_, 15.5.2013 kl. 23:59
Tímabær pistill, Gústaf, að benda á fölsunarviðleitni þessa ráðherra sem svo eftirminnilega var rassskelltur í kosningunum. Hann gleymir því ekki glatt! Hitt reynir hann svo að fela, ljótustu svikin á kosningaloforðum sínum 2009. Þetta minnir á ljóð Steins Steinarr um British Petroleum Company. Verður ekki settur Icesave-risabolli yfir endastöð karlsins, þegar hann verður allur?
65 milljarða króna værum við nú búin að borga skv. Buchheit-samningi Steingríms, m.v. aprílbyrjun þessa árs, allt í erlendum gjaldeyri, og meira myndi bætast við!
Sv hælist þetta lið um í siðleysi sínu!
Jón Valur Jensson, 16.5.2013 kl. 01:37
Þakkir bloggvinir fyrir hollar athugasemdir og góð innlegg. Orðið siðleysi er hér hið rétta orð.
Varðandi steingrímur ESB, þá eru til grímur úr ýmsum efnum og af ýmsum gerðum. Steinrunnin hjörtu leiðtoga ESB og Þríeykisins setur steingrímur á fés þeirra. Steingrímur J. keppir í hlaupi hjartalausra með eigin steingrímu.
Gústaf Adolf Skúlason, 16.5.2013 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.