Barrósó kveikir bál út um allt. Krefst að Svíar innleiði evru.
10.5.2013 | 23:17
Er maður læstur í faðmi draugsins er ekki svo létt að losna. Barrósó sagði í ræðu í vikunni, þegar hann krafðist afnáms sjálfstæðra þjóðríkja fyrir nýja stórríki Evrópusambandsins, að öll lönd ESB fyrir utan tvö væru skuldbundin að taka upp evruna vegna samninga um að ganga í myntbandalagið. Löndin tvö sem ekki eru skuldbundin eru Danmörk og Bretland, sem sömdu um undanþágu frá evrunni.
Krafa framkvæmdastjórans hefur vakið furðu í Svíþjóð, reiði og jafnframt óhug, þar sem Svíar eru ekkert á því að fara að skipta út sænsku krónunni fyrir evruna. Í viðtali við Aftonblaðið 10. maí er þingmaður Moderatanna Karl Sigrid (sjá mynd) vægast sagt niðri fyrir vegna kröfu Barroso og kallar hana ögrandi gagnvart Svíum:
"Það sem Barroso segir er að öll lönd fyrir utan Danmörku og Stóra Bretland séu skuldbundin að taka upp evru sem gjaldmiðil - og við stefnum á það. Í samhenginu er þessi skoðun afar ögrandi. Hvorki stjórnmálamenn eða kjósendur skilja málin þannig, að við séum á leiðinni í gjaldmiðlasamstarf."
Karl Sigfrid krefur framkvæmdastjórn ESB um skýringar á yfirlýsingu Barrósó. Formlega séð eru það bara Danir og Bretar sem hafa samið um undanþágu frá myntsamstarfinu, engin slík undanþága gildir fyrir Svíþjóð.
Lars Calmfors prófessor í alþjóðafjármálum segir, að:
"Þegar Svíþjóð gekk með í ESB, þá gáfu Svíar yfirlýsingu um, að við mundum seinna taka afstöðu til myntsamstarfsins. Þá kom ESB ekki með neinar athugasemdir heldur tók því sem pólitískrí staðreynd. Það er pólitískt út í hött ef það á að reyna að þvinga einhvern að ganga með í myntsamstarfið. Það er algjörlega óhugsandi. Það væri hægt að halda því fram, að við hefðum brotið gegn sáttmálanum, en ég get ekki ímyndað mér þess konar pólitískar aðfarir."
Nýlega hefur ESB birt skoðanakönnun, sem sýnir að almenningur í löndum ESB hefur misst traust og trú á stofnunum ESB. Evrukreppan hefur breytt skoðunum fyrri gallharðra evrusinna, sem nú hrópa út um alla Evrópu að leggja beri evruna niður áður en hún framkalli ragnarrök evrusvæðisins. Einungis 9% Svía segjast geta mælt með að Svíar taki upp evruna.
Í þessu ljósi eru yfirlýsingar Barrósó hrein stríðsyfirlýsing við almenning ESB og lýðræðið.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Evrópumál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
Athugasemdir
Einfallt mál, ef svíar vilja ekki evru og ESB þvingar þá, bara að ganga úr ESB og hvar situr Barroso þá.
Þetta er maður sem var aldrei kjörinn í sitt starf, heldur settur í starfið af þýska ríkinu.
Hvaða ríki í Evrópu kemur til með að tapa mest ef evran fellur um sjálfa sig?
Hint Þýskaland
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 11.5.2013 kl. 02:33
Auðvitað hefur Baroso rétt fyrir sér. Svíar skuldbundu sig og eru skuldbundnir til að taka upp euro.
Svíar (og aðrir) ættu að hugleiða það að það er ekki rökrétt að undirrita samninga, nema ætlunin sé að standa við þá. Að undirrita samninga til að halda friðinn innan ákveðins hóps, með þá hugsun að líklega hafi þetta enga þýðingu, að það megi bakka frá því seinna o.s.frv., er stórhættuleg nálgun á samningum.
Í upphafi skyldi endin skoða. Það á mjög vel um alla langtíma samninga. Og meginreglan er sú að betra er að skrifa undir of lítið en of mikið.
En það er í sjálfu sér engin ósvífni að ætlast til að staðið sé við samninga og undirskriftir þýði eitthvað.
Í þessu klípu komu Svíar sér sjálfviljugir. Það verður því þeirra að finna leið út, sem ég að vísu treysti þeim til.
G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 05:30
Jóhann, það er það sem flestir biðja um á kommentakerfi Aftonblaðsins eftir birtingu greinarinnar.
G. Tómas Gunnarsson, það er órökrétt ef bara Svíar eiga að standa við gerða samninga. ESB hefur brotið Maastricht sáttmálann, sem átti að tryggja, að einstökum ríkjum myntbandalagsins yrði ekki "hjálpað" af hinum. Seðlabanki Evrópu hefur verið notaður til að yfirfæra skuldir frá aðallega þýzkum og frönskum bönkum til grískra, portúgalskra, spánskra, írskra og ítalskra skattgreiðenda sem ekkert hafa með bankakreppunna að gera. Þar fyrir utan eru ekki mörg ríki eftir innan ESB sem uppfylla Maastricht skilmálana um hámark 3% fjárlagahalla og hámark 60% ríkisskuldar miðað við þjóðarframleiðslu. Barroso ætlar að ná peningum m.a. úr fjárlögum Svía og annarra til að borga fyrir áframhaldandi rekstur múmíubanka evrusvæðisins. Sænska ríkisstjórnin dregur þar strikið í sandinn.
Gústaf Adolf Skúlason, 11.5.2013 kl. 07:57
Þú mátt ekki misskilja mig. Ég hef fulla samúð með því að Svíar vilji ekki taka upp euro. En samningur er samningur.
Ef Svíum þykir að samningurinn sé ekki gildur, eða að aðrar þjóðir standi ekki við gerða samninga, er þá ekki rétt að rifta samningnum, eða krefjast þess að samið verði á nýjan leik.
En það getur aldrei gengið að samningar séu á þann veg að allir brjóti það af honum sem þeim þykir henta.
En meginmálið er að, allir, bæði einstaklingar og ríki, þurfa ð hugsa um hvað er skrifað undir og hvað það getur haft í för með sér.
Svíar hafa vitað það lengi að þeir eru skuldbundnir til að taka upp euro, það er ekkert sem ætti að koma þeim á óvart. En hvað fékk þá til að skrifa undir slíkt?
G. Tómas Gunnarsson, 11.5.2013 kl. 10:59
Sæll aftur G. Tómas, það er einmitt þetta sem er spurningin: Hvers virði er undirritaður samningur, ef honum er ekki framfylgt? Þetta hefur verið mikið rætt hér og fólk orðið þreytt á að þurfa að fylgja samningsskilmálum, sem aðrir þurfa ekki að gera. T.d. brutu Þýzkaland og Frakkland 3% regluna árið 2003 og þá þorði engin að sekta "risana" og síðan hafa öll ríki ESB brotið Maastrichtsamninginn nema Eistland, Finnland, Lúxembúrg og Svíþjóð skv. prófessor Mats Persson við Stokkhólmsháskóla.
Samningar og lög eru á hröðu undanhaldi í atburðarrásinni eins og sést best á Kýpur, þegar Þríeykið ryðst inn og rænir innistæðueigendur um hábjartan dag. Tæknikratastjórnir Grikklands og Ítalíu eru annað dæmi, þar sem öllum lýðræðissamningum er fleygt til hliðar fyrir hagsmuni bankanna og ESB.
Að Svíar skrifuðu undir geta verið mikil mistök en hins vegar samþykkti ESB, þegar Svíar sögðu að þeir mundu taka afstöðu seinna um gjaldmiðilinn. Evran var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð árið 2003 með 56% nei á móti 42% já. Núna kemur Barrósó og vill komast í peningakistu Svíþjóðar með diktati um samninginn. Þá spyr ég eins og margir Svíar: Skiptir skoðun fólks engu máli? Ef grundvöllur ESB á að vera lýðræði gilda þá ekki lýðræðisreglur um samninga ESB? Ef Barrósó fer í þvingandi aðgerðir tel ég að það myndi leiða til mikilla mótmæla hér og jafnframt til þess, að Svíar segði sig frá "ESB-samningnum."
Gústaf Adolf Skúlason, 11.5.2013 kl. 11:48
Ég veit ekki betur en að 3% jöfnuðurinn og 60% skuldaþakið hafi verið afnumið úr Maastricht sáttmálanum. Einnig bann við beiláti praktískt séð, þar sem sú grein sem gefur undanþágu er miðuð við náttúruhamfarir og er svo rúmt túlkuð nu að hún er einskis virði og þar með öll grundvallarprinsipp sáttmálans.
Nú gildir frumskógarlögmálið eitt og menn dömpa sínum toxic skuldum á Grikkland, hægri vinstri.
Þetta.er allt komið að point of no return. Samningar og skuldbindingar eru aldrei einhliða. Svíar geta rétt eins hunsað samninga eins og ESB gerir sjálft. Það að búið er að ónýta Maastricht einhliða eftir behag Þjóðverja þýðir í raun að evrópusambandið er ekki lengur til sem lagalegt samkomulag. Sambandið er ekkert annað en þráhyggjukennt hugarfóstur Þjóðverja í dag og kominn tími til að menn viðurkenni non existence sambandsins.
Hinir nýju gyðingar eru suðurevrópumenn og Þýskaland er langt komið í hinni "endanlegu lausn". Því fyrr sem menn feisa það þess betra.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2013 kl. 15:14
Sammála þér Jón, frumskógurinn hefur tekið yfir, núna er það með eða á móti Þjóðverjum sem gildir. Ég tel að fæðingahríðir fjórða ríkisins séu hafnar og styttist í upplausn ESB eins og við þekkjum það í dag. Það voru stórkostleg mistök að leyfa Þýzkalandi að sameinast á grundvellli evrunnar.
Það eru válegir tímar framundan....
Gústaf Adolf Skúlason, 11.5.2013 kl. 15:20
Það er ekki langt í það að Frakkland fer í fýlu við þjóðverjana. Þegar það gerist þá hrynur allt þetta ESB rugl eins og spilaborg.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 11.5.2013 kl. 15:43
Ég held nú samt að Frakkar séu ekki í fýlu út í neinn ákveðinn. Púkinn á sinn fjósbita vísann hjá þeim og yfirleitt (lesist alltaf hjá þeim sem vilja) þá byrja öll frönsk vandræði hjá þeim sjálfum.
Breytir samt sem áður ekki því að menn verða að vita hvaða skuldbindingar undirskrift hefur í för með sér.
Í denn voru svona samningar ávísanir á stríð. Held að það breytist ekki svo glatt, bara spurning á hvaða velli það verður.
Sindri Karl Sigurðsson, 11.5.2013 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.