Mundir þú borga Herði Torfasyni 107 þús.kr. fyrir að fá að sitja til borðs með honum á veitingahúsi, sem hann velur sjálfur?

550230_242663275868418_1986221328_n

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki verður Hörður Torfason sakaður um neinn trúarskort á sjálfum sér. Mér barst fyrirspurn erlendis frá um hver þessi Hörður Torfason frá Íslandi væri, sem ætlaði að boða lýðræðisfagnaðarerindi á Nýja Sjálandi. Í kynningu um manninn á ensku var sagt (í lausri þýðingu):

"Hordur Torfason er íslenskur lýðræðisaktívisti sem endurskapaði stjórnmála- og efnahagskerfi landsins FRIÐSAMLEGA með eftirfarandi árangri: 1. Ríkisstjórnin sagði öll af sér. 2. Bankar voru þjóðnýttir. 3. Fólk gat tekið efnahagslegar ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslum. 4. Þeir seku voru settir í fangelsi. 5. Þjóðin endurnýjaði stjórnarskrána í gegnum Twitter, Facebook o.s.frv." 

Skv. þessarri lýsingu er engu líkar en aðrir þáttakendur búsáhaldabyltingarinnar hafi verið heilalausar skepnur, sem hinn friðsami Che Guevara gat notað til að bylta Kúbu Norðursins. Samanber meðfylgjandi póstkort sem Torfason býður til sölu á 2.136 kr. á sérstakri Nýsjálenskri facebooksíðu sinni: https://www.facebook.com/HordurTorfasonNzTour

Á sömu síðu kostar um 8 þús. kr. að fá að bera fram fyrstu spurninguna í umræðum og fyrir 10.680 kr er hægt að fá Hörð til að vera með á ljósmynd. En vilji maður sem sagt komast í dýrðina og snæða málsverð með Herði Torfasyni þarf maður að punga út tæplega 107 þús krónum - líklegast ofan á matarkostnaðinn - á veitingahúsi sem hann hefur valið.

Mikil hlýtur gleði þjóðarinnar að vera, að fá að njóta hans núna við að koma hinni endurnýjuðu, tvístruðu, facebookstjórnarskrá í gegn, sem tryggir Evrópusambandinu yfirráð yfir auðlindum og fullveldi Íslands. Ef það tekst ekki missir Hörður niður sjálfstitilinn Hinn friðsami Che Guevara Kúbu Norðursins??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta hlýtur að vera brandari. Væri gaman að sjá Hörð svara fyrir þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2013 kl. 16:43

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég segi það sama!

Eyjólfur G Svavarsson, 10.2.2013 kl. 17:06

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég þekki Hörð ágætlega og maðurinn minn ennþá betur þar sem þeir eru uppeldis bræður úr vesturbænum í Reykjavík.  Það þekki ég vel til i Harðar að hann er fyrst og fremst réttlætissinni og baráttumaður fyrir réttlætinu.  Hann er ekki flokksbundinn neinstaðar.  Og það hefur verið reynt að keyra trúverðugleika hans niður í ruslið eftir að hann byrjaði að standa vaktina á Austurvelli, þar voru ekki síst í fararbroddi sjálfstæðísmenn.  Og þeir reyndu að koma honum á kaldan klaka, en málið er að þeir höfðu ekkert á hann fjármálalega, því Hörður safnar ekki skuldum, tekur ekki lán og er bara hann sjálfur. Þegar þeir gátu ekki náð honum þar, var reynt að koma í veg fyrir að hann gæti haldið tónleika, og reynt að fyrirkoma honum þannig.  Ef þið hafið eitthvað málefnalegt til málanna að legga um hans persónu en ekki eitthvað loftbóluógeð diktað upp í Valhöll, þá endilega komið fram með það.  Að öðru leiti vísa ég þessu öllu til föðurhúsanna þar sem horn og halar eiga upptök sín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2013 kl. 17:44

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Hér má sjá gjaldskrá.


NZ $20+ 0 left

A postcard from Iceland

Get a postcard from Hordur on his return to Iceland

NZ $50+ 3 left

Signed Hordur Torfason CD

Hordur Torfason has financed his work over the years and "a very very important part of my work" has been through music and stories. He talks to people through stories and songs that he has written. You can find some of his music here - http://www.gogoyoko.com/artist/hordurtorfa

NZ $75+ 3 left

Your question first

Enjoy the chance to be the first to ask a question of Hordur at the Q&A sessions following his talk

NZ $100+ 8 left

A photo with Hordur

Have your photo taken with Hordur Torfason

NZ $1000+ 1 left

A meal with Hordur Torfason

Enjoy lunch or dinner with Hordur Torfason at the restaurant of his choice

Rauða Ljónið, 10.2.2013 kl. 17:54

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú biður um eitthvað málefnalegt, Ásthildur.

"Hordur Torfason er íslenskur lýðræðisaktívisti sem endurskapaði stjórnmála- og efnahagskerfi landsins FRIÐSAMLEGA með eftirfarandi árangri:

  • 1. Ríkisstjórnin sagði öll af sér.
  • 2. Bankar voru þjóðnýttir.
  • 3. Fólk gat tekið efnahagslegar ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslum.
  • 4. Þeir seku voru settir í fangelsi.
  • 5. Þjóðin endurnýjaði stjórnarskrána í gegnum Twitter, Facebook o.s.frv."

Þetta er ALLT rangt, Ásthildur. Nógu málefnalegt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2013 kl. 18:20

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

  1. Ríkisstjórnin sagði af sér vegna almennrar ólgu í landinu og út í hött að eigna það einum manni.
  2. Bankar voru yfirteknir tímabundið en hafa að mestu verið afhentir óþekktum aðilum
  3. Fólk gat teki' efnahagslegar ákvarðanir í þjóðaratkvæðagreiðslum áður en Hörður Torfason fæddist
  4. Þeir seku eru ekki í fangelsi
  5. Þjóðin hefur ekki endurnýjað stjórnarskrána

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2013 kl. 18:25

7 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Eitthvað virðist þetta nú vera viðkvæmt en ég hef bara þýtt það sem mér var sent og það var undir fyrirsögninni Hordur Torfason tour By Sian Clement:

"Hordur Torfason is an Icelandic democracy activist who re-created that country's political and economic system, PEACEFULLY, resulting in: 1. Resignation of the whole government. 2. Nationalization of the bank. 3. Referendum so the people can make economic decisions. 4. Incarcerating the responsible parties. 5. Rewriting of the constitution by its people via Twitter and Facebook etc "

Síðan er vísað í síðuna: http://www.facebook.com/HordurTorfasonNZTour og þar geta allir farið inn til að sjá tilboðin frá honum sem eru skv. lista rauða ljónsins hér að ofan. Ég reiknaði út Nýsjálenska verðið ca yfir í íslenskar, leiðréttið mig ef ég hef reiknað skakkt. Þar er líka myndin sótt með CheGuevara og FRIÐSAMLEGA CheGuevara. Svo þetta er allt frá Herði Torfasyni sjálfum komið mín góða Ásthildur og Valhöllin, sem þú talar um er þá í þessu tilviki komin til Stokkhólms!

Gústaf Adolf Skúlason, 10.2.2013 kl. 18:42

8 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

TILBOÐIN Á FACEBOOKSÍÐU HARÐAR TORFASONAR:

https://www.facebook.com/HordurTorfasonNzTour

Don't forget - pledging for Hordur Torfason not only gives you a chance to promote democracy to the people throughout New Zealand, but for $20 you can get a postcard from Iceland, $50 - a genuine signed Torfason CD; $75 for your question first at a talk; $100 for your photo with Hordur and $1000 for dinner with him at the restaurant of his choice!

Gústaf Adolf Skúlason, 10.2.2013 kl. 18:47

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Gunnar þetta er ágætlega málefnalegt.  Að því gefnu að það sem þú ætlar einum manni sé yfirleitt hægt.  Hörður segir sjálfur að réttlæti taki tíma, hann hefur sagt í mínu eyru að þau skref sem stigin voru í Búsáhaldabyltingunni væru örskref í átt að nýjum tímum.  En það var reynd og ég er ekki að ljúga því, það var leitað allstaða að átyllum til að koma honum illa.  þar fóru fremstir í flokki þeir sem vilja halda í gamla valdakerfið og þeir hafa bæði tök og völd til að eyðileggja manneskjur og þagga niður í þeim, ef þeir finna EITTHVAÐ EINHVERSSTAÐAR.  Bendi á að þegar Sverrir Hermannsson vildi breyta um kúrs, var fundið á hann mál sem hann gat ekki borið af sér.  En þeir fundu bara ekkert á Hörð, þá þarf að klína einhverju öðru á hann, og þið dansið með.  Þannig tryggja gömlu valdhafarnir yfirráð sín.  Þeir vilja ekki rugga neinum bát, og þið sem spilið með hafið ekki hygmynd um að það sé verið að spila með trúgirni ykkar.  En svona er lífið bara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2013 kl. 21:16

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér finnst flott ef Hörður getur unnið sér inn tekjur þó að Baugur sér allur.

Halldór Jónsson, 10.2.2013 kl. 22:34

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hveru öðru var reynt að klína á hann, Ásthildur? Ég veit ekki betur en hann hafi leikið lausum hala alla tíð. Ef einhverju var reynt að klína á hann þá hefur það alveg farið fram hjá mér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2013 kl. 23:08

12 Smámynd: Elle_

En hver skrifaði póstkortið?

Elle_, 10.2.2013 kl. 23:10

13 Smámynd: Elle_

Endilega klínum þessu á sjálfstæðismenn, hvað með Gunnar Th. og Halldór J?  Látið ekki svona strákar, þið eruð sekir.

Elle_, 10.2.2013 kl. 23:15

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það þurfti að losna við hrunstjórnina, en þessi vefsíða sýnir svo ekki verður um villst að Hörður Torfason er ekkert annað en loddari.

Lítur greinilega á efnahagsörðugleikana og upplausnina hér sem gróðalind.

Theódór Norðkvist, 11.2.2013 kl. 01:43

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hafa menn aldrei heyrt um Internet scam?  Þetta ber öll merki þess.

Enginn vandi er að  setja upp facebook síðu í nafni þekktra eða óþekktra einstaklinga án þess að viðkomandi hafi nokkuð með það að gera. T.d. er facebook síða Harðar ekki þessi sem vísað er til heldur hordurtorfa (https://www.facebook.com/hordurtorfa?ref=ts&fref=ts).

Marinó G. Njálsson, 11.2.2013 kl. 08:20

16 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Enginn annar en Hörður Torfason sjálfur getur svarað því, hvort þessi síða er sett upp af honum eða ekki en henni er beint að Nýja Sjálandi og athöfnum hans þar samanber https://www.pledgeme.co.nz/691 þar sem greint er frá Hordur Torfason tour og sams konar áróður rekinn.

Er það ekki svolítið langsótt, að einhver sé að spamma þetta á Nýja Sjálandi um hann? Mér finnst trúlegra, að hann sé að nota síðuna til að selja sig á þennan hátt enda svarar hann sjálfur og kommenterar á þessarri síðu persónulega. Meinar þú Marínó, að það sé einhver annar að nota hans nafn og mynd? Þá er það glæpsamlegt.

Hörður er með þrjár heimasíður í dag á Facebook:

https://www.facebook.com/hordurtorfa?fref=ts

https://www.facebook.com/pages/Hörður-Torfason/132702456105?fref=ts

https://www.facebook.com/HordurTorfasonNzTour?fref=ts

Gústaf Adolf Skúlason, 11.2.2013 kl. 09:35

17 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Að gefnu tilefni upplýsi ég um það, að kynhneigð fólks er ekki til umræðu hér og ósmekklegar athugasemdir á þá leið mun ég fjarlægja umsvifalaust, því það er ekki til umræðu hér enda óviðkomið, hvort einstaklingar selja sig sem friðsamlegan CheGuevara og eigna sér árangur Búsáhaldabyltingunnar eða sigur þjóðarinnar í Icesave deilunni.

Gústaf Adolf Skúlason, 11.2.2013 kl. 09:53

18 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Nánari upplýsingar um Nýsjálenska lýðræðisfagnaðarherferð Harðar Torfasonar má finna hér http://www.theawarenessparty.com/?page_id=3103 Þar er allri vitleysunni haldið fram og Herði þakkað eftirfarandi:

"By gauging opinion on the streets, he devised several demands which reflected the people’s immediate wishes and ultimately resulted in:

Resignation of the whole government.

Nationalization of the bank.

Referendum so that the people can make economic decisions.

Incarcerating the responsible parties.

Rewriting of the constitution by its people via Twitter and Facebook etc

All of this was accomplished peacefully. "

Gústaf Adolf Skúlason, 11.2.2013 kl. 10:24

19 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ekki vissi ég að nafni væri svona mikill "bullshit artist". Gott að vita það, takk fyrir bloggið. Mig langar satt að segja ekkert til að setjast til borðs með honum.

Hörður Þórðarson, 12.2.2013 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband