Breska þingið ræðir úrsögn Breta úr ESB

_63736719_carswell

Douglas Carswell þingmaður Íhaldsflokksins flytur frumvarp sitt um að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu á breska þinginu 26. október.

BBC segir frá því, að mikill þrýstingur sé á forsætisráðherra Breta um að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um, hvort Bretar eigi að yfirgefa Evrópusambandið eða ekki.

Douglas Carswell hefur á grundvelli almennrar óánægju Breta með aðildina að ESB flutt frumvarp, þar sem Bretar afturkalli aðildarsamning sinn við ESB. Hann líkti aðildinni að ESB við að vera "hlekkjaður fastur við lík" og að umræður þjóðarinnar um að yfirgefa ESB væru aðalefnið en ekki samtal fárra. Frumvarp hans afturkallar/ógildir aðildarsamning Breta við ESB 1972 verði frumvarpið samþykkt. Carswell telur ekki, að frumvarp hans nái fram að ganga, en ráðandi öfl komist ekki lengur upp með að hunsa málið. 

Forsætisráðherra Breta, David Cameron, er andvígur uppsögn aðildar Breta að ESB en segist ætla að gera ferskan samning við bresku þjóðina, ef hann fær samþykki aðildarríkja ESB fyrir grundvallarbreytingum á ESB-samningi Breta. En margir þingmenn Íhaldsflokksins vilja, að forsætisráðherrann gangi lengra og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Breta í ESB. 81 þingmenn Íhaldsflokksins risu upp gegn flokknum fyrir ári síðan og kröfðust þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Douglas Carswell sagði, að Bretar hefðu borgað meira til ESB en þeir fengu tilbaka öll árin fyrir utan eitt skipti og að á síðustu þremur árum hafii kostnaðurinn hækkað um 70%. Annar þingmaður Íhaldsflokksins, Philip Hollobone, óttast að "Bandaríki Evrópu séu handan við hornið." Margmiljarða punda framlagi Breta til ESB væri betur eytt til að ráða fleiri kennara, hjúkrunarkonur og lækna og góðri stjórn innflytjendamála væri ekki hægt að ná innan 27 aðildarríki ESB.

Afstaða íhaldsmanna hefur stöðugt harðnað gegn Evrópusambandinu eftir að evrukreppan byrjaði. Utanríkisráðherrann William Hague varaði við "stærstu vonbrigðum bresku þjóðarinnar" með ESB og menntamálaráðherrann Michael Gove sagði tíma vera kominn að segja við Evrópusambandið "skilið sjálfsákvörðunarréttinum okkar til baka eða við göngum út." 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hef samt aldrei skilið það hversvegna þingið kærði ekki meðferð á ESB umsóknarferlinu þar sem málið fékk ekki eðlilega meðferð sem stjórnarerindið og fór ekki fyrir stjórnarráðsfund samkvæmt lögum og stjórnarskrá. Ég hef reynt að fá upplýsingar um þennan stjórnarráðsfund en þær liggja ekki á lausu.

Valdimar Samúelsson, 26.10.2012 kl. 20:50

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þú átt við umsókn Alþingis, mér finnst skelfilegt, hversu mikið gerist bak við luktar dyr, sem stafar af þessum eilífa blekkingarleik ríksisstjórnarinnar, sem byrjaði með "kíkja í pakkann" ferlið. T.d. skrifar Evrópuvaktin í dag, að "ekkert liggur fyrir um nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar vegna hugsanlegrar ESB-aðildar - sérfræðingahópur ekki hist síðan 9.janúar 2012." Á sama tíma er stjórnin á kafi í að koma nýrri stórnarskrá í gegn með breytingum, sem aðlaga Ísland að ESB. Tvískinnungurinn er algjör.

Gústaf Adolf Skúlason, 26.10.2012 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband