Útfararstjóri atvinnulífsins
26.10.2012 | 09:53
Steingrímur Sigfússon fjöldamálaráðherra sagði að hann ætlaði á aðalfund en ekki jarðaför á aðalfundi LÍÚ fyrir skömmu.
Hann var samt í réttri kapellu við kistulagninguna og er greinilega skemmt að sjá afleiðingar af ríkisvæðingunni á greininni, sem kosta mun gjaldþrot fjölda útgerða og minni svæða á landsbyggðinni.
Ríkisstjórnin hefur rekið grímulausan áróður og gert lítið úr greininni og öllum þeim, sem að henni starfa. Búið er að espa hluta þjóðarinnar gegn frumkvöðlum og dugmiklum einstaklingum, sem skapað hafa best rekna sjávarútveg í heiminum. Greinilega má enginn vera duglegur og ná árangri að mati Vinstri græns arms samspillingarinnar. Einkaeign gerð upptæk og ríkisrekstur settur í staðinn.
Þegar litið er á önnur verk Steingríms Sigfússonar t.d. með afhendingu bankanna till vogunarsjóða, sem gert hafa Ísland að næstskuldugasta ríki Evrópu er ljóst, að ríkisstjórninni er að takast að eyðileggja efnahagslegan grundvöll ríkisins. Ríkisstjórnin horfir til Brussel eins og stjórnmálamenn Grikklands gerðu áður en Trojkan tók yfir stjórn og rekstur landsins. Það var gert í óþökk flest allra Grikkja enda hafa Grikkir ekki kynnst annarri eins árás með evrunni síðan árásir með öðrum verkfærum voru gerðar á Grikkland í seinni heimsstyrjöldinni.
Ríkisstjórnin er að jarða þjóðina. Nú bætast sjómenn í hóp þeirra sem fara á sveitina og upplifa þá hræðilegu niðurlægingu fyrir einstaklinga að geta ekki bjargað sér sjálfir og vera hreppsómagar.
Kista sjávarútvegs fer í sömu gröf í kirkjugarð Evrópusambandsins og kista þjóðarinnar með skuldafjötrum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Nefndi einhver Landsdóm?
Komi í veg fyrir gjaldþrot Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:50 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gústaf Adolf
Ég geymi myndina af þér og Davíð Oddssyni - og minnist okkar gömlu daga í KSML. Ekki ætla ég að reyna að skilja stökk þitt frá ysta vinstri í hægrið - kanski sendir þú mér svar.
Bið að heilsa Ollý.
Hjálmtýr V Heiðdal, 26.10.2012 kl. 11:09
Af hverju í fjandanum kenna menn ekki bara Ingólfi Arnarsyni um.
Davíð hefur ekki verið í pólitík í 10 ár!
Óskar Guðmundsson, 26.10.2012 kl. 11:55
Sæll Hjálmtýr, long time no see. Skila kveðjunni til Ollý. Ekki reyna að skilja skrefin mín, einn góður maður sagði, það er betra að gera mistök sín ungur en gamall. Kær kveðja,
Gústaf Adolf Skúlason, 26.10.2012 kl. 12:36
Útfararstjórar atvinnulífsins og velferðarinnar eru "heiðursmennirnir" Vilhjálmur Egilsson (lífeyrissjóðsræningi), Gylfi Arnbjörnsson (alþýðu-launþega-réttinda-svikari) og Vilmundur Jósefsson (stjórnandi ríkisstjórnar Íslands).
Það væri nú gott ef valdhafandi og ábyrgir kjósendur á Íslandi myndu vilja trúa sanna raunveruleikanum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.10.2012 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.