Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021
Það var sérlega ánægjulegt að hlýða á ávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins við opnun Landsþings Miðflokksins í dag. Sigmundur er sjóaður baráttumaður eftir Icesave, þegar fjármálasvindlarar með tilstuðlan ESB ætluðu að þrælbinda Íslendinga til að greiða fyrir stolið fé útrásarvíkinga.
Skýrt er á mjög svo greinargóðri skilgreiningu formanns Miðflokksins, að enginn annar stjórnmálaflokkur á Íslandi hefur burði og þor til að vinna á grundvelli stjórnarskrár lýðveldisins sem samþykkt var á Þingvöllum 17. júní 1944. Lýsti Sigmundur því, hvernig Miðflokknum tókst að stöðva afnám fullveldis Íslendinga með lúalegri tillögu að breya stjórnarskrárinni. Á borðinu núna liggur tillaga Sjálfstæðisflokksins skv. EES-skýrslunni um að gera vald ESB æðra ákvörðunum lýðveldisins. Sjálfstæðisflokkurinn er alfarið horfinn frá þjóðlegum grundvelli í stefnu sinni vegna höfðingjasleikjuháttar aðallega við embættismenn ESB og Kínverska Kommúnistaflokksins og hefur þegar vélað orku Íslands inn í net hákanna í ESB.
Ég mun skrifa frekar um ræðu Sigmundar síðar, þegar ég hef kynnt mér innihaldið nánar, en ljóst er að vilji Ísland komast út úr átökum dagsins, þar sem fjöregg þjóðarinnar er enn á ný sett í vogarskálina á móti þúsundfalt sterkari aðila, þá er Sigmundur Davíð eini maðurinn sem getur staðið upp í hárinu á alþjóðlegu valdi og ofbeldi, innra svikulu eiginhagsmunakerfi ókjörinna embættismanna og sífelldum svikum vinstri manna sem neita að vinna að lögum og reglum og svíkja bæði lögreglu og landsmenn.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn eru vonarstjarna Íslands til að þjóðin geti haldið áfram á þeirri braut sem lagt var upp í með frelsisbaráttu Jóns Sigurðssonar og úrkynjaðir stjórnmálaflokkar hafa enga getu til að leiða.
Það verður gæfuspor fyrir Ísland, að fá Sigmund Davíð Gunnlaugsson aftur í forsætisráðherrastólinn svo hægt verði að fara að nýta okkar sameiginlegu krafta í að leysa þau stóru vandamálin sem fram undan eru.
Beint: Landsþing Miðflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |