Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2021

Markmið og leiðir Kommúnistaflokks Kína að yfirráðum heims og nýrri heimsskipan

XiGuterres_Kínverjar ætla að sigra höfðuóvin sinn Bandaríkjamenn með því að sjá til þess, að Bandaríkin hafi ætíð a.m.k. fjóra óvini sem rugla þá svo mikið í ríminu að þeir sjá ekki aðalóvin sinn Kommúnistaflokk Kína sem eflist að styrkleika á meðan, þar til Kína getur sigrað Bandaríkin.

Óvinirnir fjórir sem Kína óskar Bandaríkjamönnum eru:

  • Hryðjuverkastarfsemi
  • Rússar 
  • Braselía (Kínverjum misstókst þar svo þeir leita að nýjum aðila) 
  • Skulda- og efnahagskreppa

Að auki notfæra Kínverjar sér alþjóða deilur sem draga Bandaríkjamenn í stríð líkt og Írak og Afghanistan.

Séð í þessu ljósi þjónar það markmiðum Kommúnistaflokks Kína, að Biden bolast út í Rússa. Kínaveiran, hvort sem hún er hluti af hryðjuverkastarfseminni eða ekki – er notuð til að koma á upplausn og efnahagskreppu. Breyta á Bandaríkjaþingi í annað þing kínverskrar alþýðu og árið 2049 þegar kínverska Alþýðulýðveldið verður 100 ára á Kína að vera óskorað sósíalískt alheimsveldi jarðar eftir að hafa unnið sigur á Bandaríkjamönnum.

Sjá nánar:

Útvarp Saga 

What China really wants - a New World Order

CCP plan to defeat US


Öll erum við Jónas ....nema helst Össur og Dagur að ógleymdum Ólafi.

iuÞetta er aðeins byrjunin á árásum Kommúnistaflokks Kína á Ísland og er einræðisflokkurinn farinn að sýna sitt rétta andlit. Það er Jónasi Haraldssyni til sóma að vera fyrsti Íslendingurinn, sem fær þessa sérstöku heiðursnafnbót frá kínverskum kommúnistum. Óska ég Jónasi til hamingju með titilinn sem honum hlotnaðist m.a. vegna afhjúpun umhverfissóðaskapar embættismanna kínverska alþýðulýðveldisins.

Kínverjarnir ráðast að sjálfsögðu ekki gegn hagsmunaaðilum sínum, hvorki í ríkisstjórn né í borgarstjórn. Þar eru efnhagslegu hagsmunirnir of sterkir. Borgarlínubræðurnir Dagur B. Eggertsson og Össur Skarphéðinsson að ekki sé minnst á Belti og Brautryðjandann Ólaf Ragnar Grímsson fá allir heiðursmedalíu Maó Tsetung fyrir vel unnin störf fyrir kínverska alþýðulýðveldið. Vinir og sérstakir varðmenn útrásarvíkinga, þau Jóhanna og Steingrímur eiga einnig inni hjá Kommúnistaflokki Kína en ekkert hjá alþýðunni á Íslandi, þótt Steingrími leyfist að sýna jakkafötin á Alþingi jafnvel á meðan hann sefur. Bjarni bankamær telur peningana í Asíubankanum og Guðlaugur Þór er með rjóðar kinnar í kvenréttindamálum.

Kommúnistar brjóta prentvélar lýðræðis í Hong Kong og sækja hart að Jónasi Haraldssyni á Íslandi.

Í hans sporum erum við Íslendingar í dag öllsömul Jónas.

 


mbl.is Íslendingur settur á svartan lista Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing Donald J. Trump: Biden setur Kína í fyrsta sætið

Ég skrifa reglulega fréttir á heimasíðu Útvarps Sögu svo minni tími hefur farið í skrifin hér, þótt af nógu sé að taka eins og t.d. hrikalegri utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar með utanríkisráðherra með allt niður um sig. Undanlægjuhátturinn nær lengra en til Evrópusambandsins, hið mikla ríki Kína er að gleypa heiminn. Þar eru forystumenn Sjálfstæðisflokksins rauðir í framan með sultudropa á fingrunum vegna þáttöku í einu mesta þöggunarsamsæri nútímans til verndar kínverska kommúnistaflokknum og boðskap kommúnismans út um heiminn. 

Donald Trump 45. forseti Bandaríkjanna sér þetta afar skýrt og lýsir því í nýjustu yfirlýsingu sinni þann 31. mars s.l. Yfirlýsingin birtist hér í lausri þýðingu og enskur texti að neðan. 

trumpsigillstor

Róttæk áætlun Joe Biden um að hrinda í framkvæmd stærstu skattahækkunum í sögu Bandaríkjanna er stórfelld eftirgjöf til Kína og margra annarra landa, sem mun senda þúsundir verksmiðja, milljónir starfa og trilljón dollara til þessara samkeppnisþjóða. Biden-áætlunin er stórt högg gegn vinnandi Bandaríkjamönnum og mun snarminnka framleiðslu Bandaríkjanna og veita útrásaraðilum og erlendum, risastórum fjölþjóðlegum fyrirtækjum sérstök skattaleg forréttindi.

Biden lofaði að „byggja betur aftur“ – en landið, sem hann byggir sérstaklega upp er Kína ásamt öðrum heimshlutum. Undir stjórn Biden eru Bandaríkin enn á ný að tapa efnahagsstríðinu við Kína – og margra billjóna dala skattahækkunarstefna Bidens er stefna algjörrar efnahagslegrar uppgjafar. Að fórna vel launuðum bandarískum störfum er það síðasta, sem landar okkar þurfa á að halda, þegar landið okkar er að jafna sig eftir heimsfaraldurinn. 

Stefna Biden mun klyfja herðar bandaríska verkamannsins með hæstu skattaálögum á fyrirtæki hins þróaða heims. Þú munt borga MEIRA í skatta, ef þú skapar störf í Bandaríkjunum og ræður bandaríska verkamenn til vinnu samkvæmt stefnu Biden – en borgar MINNA, ef þú lokar verksmiðjum þínum í Ohio og Michigan, rekur bandaríska starfsmenn og flytur alla framleiðsluna til Peking og Shanghai. Þetta er nákvæmlega ÞVERÖFUGT við að setja Bandaríkin í fyrsta sætið, þetta er að setja Bandaríkin í AFTASTA SÆTIÐ! Fyrirtæki, sem senda störf Bandaríkjamanna til Kína, ættu ekki að fá umbun með skattafrumvarpi Joe Biden, þeim ætti að refsa, svo þau haldi störfunum í Bandaríkjunum, þar sem þau eiga heima.

Þessi löggjöf er eitt stærsta sjálfskapaða efnahagssár sögunnar. Ef þessu skrímsli verður hleypt í gegn munu fleiri Bandaríkjamenn verða atvinnulausir, fleiri fjölskyldur rúnar að skinni, fleiri verksmiðjur yfirgefnar, fleiri iðngreinar laðar niður og fleiri verslunargötur loka – alveg eins og ástandið var áður en ég tók við forsetaembættinu fyrir 4 árum. Undir minni stjórn var met slegið í lágmarki atvinnuleysis með 160 milljónum nýjum störfum.

Þessar skattahækkanir eru dæmigerð alþjóðasvik Joe Bidens og vina hans: lobbýistarnir eiga að sigra, sérhagsmunirnir eiga að sigra, Kína á að sigra, stjórnmálamenn í Washington og embættismenn ríkisstjórnarinnar eiga að sigra en hart stritandi bandarískar fjölskyldur eiga að tapa.

Grimmdarleg og hjartalaus árás Joe Biden á bandaríska drauminn má aldrei verða að alríkislögum. Rétt eins og suður landamæri okkar breyttust úr því besta yfir í það versta og eru nú í molum, þá verður efnahagur okkar lagður í rúst!"

trumpstatement1

trumpstatement2

trumpstatement3

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband