Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2021

Alvara á ferðum um framtíð Íslands

skjaldarmerkið

Morgunblaðið skrifar í leiðara í gær undir fyrirsögninni „Þjóðarkreppa", að

  • „Íslendingar hafa nú enga leið til að fella burt íþyngjandi ákvarðanir, sem stangast berlega á við stjórnarskrá og er laumað inn eins og ómerkilegustu þingsályktun og skotið fram hjá lögmætum atbeina forsetans með þessari sviksamlegu aðferð. Og með þessari aðferð er hratt og örugglega verið að smygla þjóðinni inn í ESB þvert á vilja hennar og þvert á sjálfa stjórnarskrá landsins."

Ef þessi fullyrðing er sönn er þjóðin stödd í miklum háska. 

Það er erfitt að trúa því, hvað þá sætta sig við, að engin leið sé til að fella burt ákvarðanir sem stangast berlega á við stjórnarskrá. Morgunblaðið sagði, þegar Orkupakka 3 var laumað gegnum kerfið sem þingsályktun, að hægt hefði verið um vik að heyra álit Hæstaréttar á málinu svo þingið væri öruggt í gjörðum sínum. Því miður var sú leið ekki farin og virðist sem ríkisstjórnin forðist bæði Hæstarétt og stjórnarskrána í hið lengsta. 

Unknown

Sá góði maður Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hefur átt alveg sérdeilis fróðlegar og létt lesnar og skiljanlegar greinar fyrir leikmenn um hvernig lagaramma stjórnarskrárinnar er ætlað að tryggja lýðræði fullveldisins og það sem er okkur öllum dýrmætast, sjálfsákvörðunarréttinn. Hefur hann skýrt samspil laga, dómstóla og lýðveldisstofnana á prýðilegan hátt sem hver og ein einasta manneskja með áhuga á þessum málum ætti að lesa. 

Hann speglar einnig raunveruleikann og regluverkið og ræðir þá vankanta sem berlega koma í ljós sem bæði hann og ritsjórar Morgunblaðsins hafa verið svo iðnir við að útskýra fyrir lesendum blaðsins. Af þeim skrifum má sjá, hversu langt sú óheillaþróun er komin á veg, sem bókstaflega ógnar stjórnskipun okkar í grundvelli sínum. Lýðræðislega kjörnir embættismenn fá ekki lengur við ráðið eða framfylgja meðvitað eða hugsunarlaust, fyrirmælum erlendis frá fram hjá reglum lýðveldisins. 

Morgunblaðið notar orðið sviksamlegt um þá aðferð að nota þingsályktanir í stað lagasetningar, því þannig má komast hjá ákvæðum stjórnarskrárinnar sem Arnar Jónsson bendir á í sínum skrifum. Arnar Jónsson bendir einnig á það stjórnmálaoffors að

  • „Gagnrýni var svarað með því að færa athyglina að smáatriðum, með útúrsnúningum eða með beinum rangfærslum."
  • „Umræðan um málið, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, einkenndist af skoðanahroka, einstrengingshætti og valdboði, m.ö.o af allt öðru en frjálslyndi, sem þó var notað sem skrautfáni þeirra sem mæltu með innleiðingunni."
  • „Þegar ég svo var kallaður fyrir þingnefnd rann upp fyrir mér að nánast allir flokkar töluðu einni röddu. Málefnalegri gagnrýni var hafnað án viðunandi röksemda. Sjónarmiðum um þróun Evrópuréttar og áhrifaleysi EES-ríkja var svarað út í hött. Enda fór svo að málið var keyrt í gegn."

Þetta er reynsla lagasérfróðs manns sem fenginn var til að segja álit sitt á málinu og þegar afstaða hans hentaði ekki þeim þingmönnum sem vildu orkupakka 3, þá fékk Arnar Jónsson að reyna það sem flestir sjálfstætt hugsandi menn í landinu hafa fengið að reyna í samskiptum við jámenn Evrópusambandsins í verki á Íslandi.

Unknown-1

Gagnrýni Morgunblaðsins á Sjálfstæðisflokkinn er sönn. Flokkurinn hefur ýtt til hliðar þeim grundvelli sem gerði hann að burðarstoð íslensks stjórnmálalífs og þróunar Íslands öllum til hagsbóta gegnum tímann. 

En núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins sem sveik í Icesave skilur ekki stjórnmál á þjóðlegum grunni. Mikilvægara er að viðhalda og efla embættismannakerfið og utanlandsferðir á einskisverða fundi m.a. með embættismönnum ESB. Þegar þessi menning kæfir stjórnarskrána í stofnunum lýðveldisins þarf þjóðin að grípa í taumana. 

Ég er genginn í Miðflokkinn sem var eini flokkurinn sem stóð á grundvelli stjórnarskrárinnar varðandi Orkupakka 3 með sárafáum undantekningum, reyndar aðeins einni í þingflokki Sjálfstæðismanna. Arfleifð Icesave baráttu þjóðarinnar er þar að finna og hjá reyndum Sjálfstæðismönnum eins og Davíð Oddssyni.

Þjóðin á mikið verk fyrir höndum að vinda ofan af því skrímsli sem því miður óvandaðir stjórnmálamenn, margir Sjálfstæðismenn og aðrir, hafa unnið hörðum höndum ásamt Vinstri grænum að skapa í embættismannakerfinu á Íslandi. 

Skrif Arnar Þórs Jónssonar og ritstjóra Morgunblaðisins ásamt starfi Miðflokksins og þeirra ótal mörgu landsmanna sem vilja bjarga sjálfstæði landsins, gefur birtu á veginn eins og frelsiskyndill í myrkrinu. Það ljós er gott vegarnesti til að hefjast tafarlaust handa.   


Er það stefna RÚV að hengja beri 45. forseta Bandaríkjanna? Agli Helgasyni finnst það.

149977302_894618871349579_5104479468561317986_nEgill Helgason er flestum kunnur sem þáttarstjórnandi m.a. Silfur Egils hjá sjónvarpinu. Hann skrifar færslu á Facebook sunnudag 14. febrúar sjá skjáskot að ofan, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir „refsileysi" Bandaríkjanna gagnvart Donald Trump 45. forseta Bandaríkjanna. Með fylgir mynd af gálga með snöru svo ekki verður annað ráðið en að snaran hæfi sem nægjanleg refsing fyrir Trump svo Egill geti látið af áhyggjum sínum.

Þetta er hatursumræða á félagsmiðlum í boði starfsmanns RÚV.

Er það opinber stefna RÚV að hengja beri Donald Trump? Ef ekki – er það við hæfi að opinberir starfsmenn RÚV séu að dreifa hatursumræðu á félagsmiðlum burtséð frá því hvort þeir geri það í vinnutíma eða í frítíma?

Í Svíþjóð hefur starfsmönnum sjónvarpsins sem gleyma því hjá hvaða fyrirtæki þeir vinna í frítímanum verið vikið úr störfum fyrir minni sakir en útbreiðslu boðskapar um hengingu fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Vilja skattgreiðendur greiða fé fyrir hatursumræðu á félagsmiðlum?

Einfaldasta málið fyrir alla væri að víkja Agli Helgasyni úr starfi.

Ég er stuðningsmaður slíkrar tillögu.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband