Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

"J" hjá Framkvæmdastjórn ESB biður starfsmenn ESB að leyna fyrir Grikkjum, að þeir séu starfsmenn ESB

images-1.jpgStarfsmenn ESB hafa fengið tölvubréf frá framkvæmdastjórn ESB undirritað "J", þar sem þeir eru beðnir um að leyna því hjá hverjum þeir starfa, þegar þeir fara til Grikklands. Þetta segir þýzki miðillinn Deutsche Wirtschafts Nachrichten í frétt í dag. 

Í bréfinu er lagt upp, hvernig viðkomandi eiga að tala um fyrrverandi störf og ljúga til um að þeir vinni við annað en störf fyrir Evrópusambandið. Þetta er ráðlagt til að vekja ekki upp "reiðileg viðbrögð" viðmælenda allt frá leigubílstjórum til starfsmanna hótela. 

Þá eru starfsmenn hvattir til að hvergi skilja eftir pappíra, sem ljóstri upp um störf þeirra svo þeir komist hjá aðkasti reiðra Grikkja.

Tölvubréfið kemur frá Framkvæmdastjórn ESB undirritað "J".

Blaðið veltir því fyrir sér, hvort það sé sjálfur forseti Framkvæmdastjórnar ESB Jóse Manuel Barroso. Blaðinu tókst ekki að ná tali af Maríu Damanaki sjávarútvegsráðherra ESB, sem er frá Grikklandi, þegar það fór í prentun.


Valdaránshugmyndir Stjórnlagaráðsmanna og Samfylkingarinnar

gisli_tryggvaÍ Silfri Egils í dag lýsti stjórnlagaráðsmaðurinn Gísli Tryggvason því, hvernig hann hefði reynt að taka sjórnarskrárbundið vald af Alþingi og afhenda það Stjórnlagaráði, svo hægt væri að breyta stjórnarskránni án aðkomu Alþingis. "Ég samdi frumvarp með Björgu Thorarensen og Bryndísi Hlöðversdóttur, sem átti einmitt að fela Stjórnlagaþingi sjálfstæðu stjórnarskrárvaldið til þess að Alþingi væri bara ekki með þetta í hendi sér." Þetta er góð lýsing á stjórnarskrýmslamálinu og öllum þeim öfugsnúningi sem Samfylkingarfólk og Stjórnlagaráðsmenn hafa á málinu. Það segir einnig sína sögu um þekkingu þessa fólks á stjórnskipun Íslendinga og þar með hæfni þess að vinna að þeim málum, að halda að hægt sé með einfaldri lagasetningu að taka stjórnarskrárvaldið úr höndum Alþingis.

Hugtakið valdarán hittir Samfylkinguna og Stjórnlagaráðsmenn sjálfa, sem lagt hafa til og líta á sjálfa sig sem "aðilann með stjórnarskrárvaldið í höndunum" þvert á gildandi stjórnarskrá um að þetta vald er í höndum Alþingis eins. Ríkisstjórnin reyndi að taka völdin af Alþingi með því að hindra kjörna fulltrúa lýðræðisins frá því að fjalla um málið nema korteri fyrir kosningar.

Eina skýringin á þessu hátterni er að verið er að blekkja þjóðina til að kjósa yfir sig ákvæði, sem heimilar afsal fullveldis hennar til ESB. Sem betur fer - og það má m.a. þakka bæði Framsóknarflokknum sem og Sjálfstæðisflokknum fyrir - hefur þessi valdaránstilraun mistekist.  Útkoma málsins er stórt fjármálatjón fyrir þjóðina en almenn mæðuveiki fyrir Samfylkingar- og Stjórnlagaráðsfólk.  


mbl.is Sammála um stjórnarskrármálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband