Lög ESB um spjalleftirlit afnema rétt til einkalífs í Evrópu einnig á Íslandi með bókun 35
8.10.2025 | 12:03
Valkostur fyrir Þýskaland, AfD, sendir frá sér aðvörun til íbúa ESB: Ef Evrópuráðið samþykkir reglurnar sem ganga undir nafninu spjalleftirlit, Chat control, þann 14. október, þá verður réttur á friðhelgi einkalífsins afnuminn. Skilaboðaþjónustan Signal hótar að yfirgefa Evrópu ef áætlanirnar ganga eftir. Alræðiseftirlit ESB með Íslendingum verður fullkomnað með samþykkt bókunar 35.
Tillagan felur í sér að sjálfkrafa eftirlit verður haft með öllum einkaskilaboðum, myndum og myndböndum, - líka öllum skilaboðum sem notast við dulkóðaða þjónustu. Eru lögin inleidd í nafni baráttu gegn barnaníðsefni á netinu, CSAM, Child Sexual Abuse Material.
Fyrirhugað er að stofna miðstýrða ESB-eftirlitsstofnun sem greinir alla gagnaumferð í rauntíma innan sambandsins. Gagnrýnendur segja ESB vera að afnema rétt til einkalífs með stafrænu fjöldaeftirliti. Verði bókun 35 samþykkt á Íslandi mun hún verða tryggin ESB fyrir því, að nýju lögin nái einnig til Íslands.
Ruben Rupp, talsmaður í stafrænum málefnum fyrir þýska Valkost fyrir Þýskaland, AfD, ræðst harkalega á tillöguna. Rupp segir samkvæmt Junge Freiheit:
Alræðiseftirlit undir formerkjum barnaverndar. Það sem hér er verið að fá fólk til að fallast á er í reynd allsherjar árás á grundvallarréttindi einstaklingsins. Slíkt eftirlit gerir allan almenning grunsamlegan.
Hann vill að Þýskaland hafni tillögunni ásamt öðrum meira frelsissinnuðum löndum eins og til dæmis Póllandi og Austurríki.
Skilaboðaþjónustan Signal varar einnig eindregið við Spjalleftirlitinu. Meredith Whittaker, stjórnarformaður þjónustunnar, kallar áætlunina hörmulegt bakslag fyrir friðhelgi einkalífsins og Signal hótar að yfirgefa ESB verði tillagan samþykkt. Meredith Whittaker segir:
Annað hvort virkar dulkóðun fyrir alla eða engan.
Atkvæðagreiðsla í Evrópuráðinu er áætluð 14. október í næstu viku.
Sjá nánar Politico, Helpnet, Govinfosecurity
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vill allmeningur ekki gera sér grein fyrir hvað er verið að gera.þetta verður verra en STASI árin í austurþyskalandi nér á árum áður.
Kolbeinn Hlöðversson, 8.10.2025 kl. 13:45
Sæll Kolbeinn, já Stasi kemst ekki með tærnar þar sem þetta alræðiseftirlit er með hælana, fyglst með öllum samskiptum, skrifuðum og töluðum í rauntíma. Held ekki að hvorki almenningur né margir í stjórnkerfinu skilji um hvað er að ræða en lítill hópur valdhafa veit það nákvæmlega og þeir munu notfæra sér þetta. Sjáum hvað gerist í næstu viku, margir hafa skrifað til ESB til að reyna að stoppa þetta.....
Gústaf Adolf Skúlason, 8.10.2025 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning