Hvað komast margir karlar fyrir í kvennasturtu?

 

fjöldasturlun3Gott að þættir Spursmála með Stefáni E. Stefánssyni eru komnir í loftið aftur. Hann tók viðtal við Einar Þorsteinsson borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra Félags kvenna í atvinnulífinu og ræddi við þau meðal annars spurninguna um af hverju væri ekki hægt að ræða spurninguna um tvö kyn án þess að allt yrði vitlaust. Samkvæmt forystukonu kvenna í atvinnulífinu fer kyn eftir því hvað maður horfir á þá stundina, tiktok eða eitthvað. Engin takmörk þar. Kannski mun félagið skipta um nafn svo einhverjir af hinum mörgu þjáðu kynjum fái líka að vera með. Einar vildi ekki ræða um hversu mörg kynin eru af tillitssemi við börn Reykjavíkurborgar sem líður illa að hans sögn.

Eins og Stefán gerði athugasemd um, þá er það ekki í anda frjálslyndis ef ekki má ræða um fjölda kynja. Einar vildi ekki banna Snorra að tala um tvö kyn, hann má bara ekki gera það sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi sem þingmaður eða borgarfulltrúi. Þetta er nú allur náungakærleikinn og allt umræðurýmið sem Framsókn leggur í orðin lýðræði og málfrelsi. Ef fólkið kýs fulltrúa sem er ósammála Einari um fjölda kynja, þá gildir ekki kosningarétturinn lengur. Einungis góða fólkið, fólk hinnar einu réttu pólitísku skoðunar má ræða um hvað kynin eru mörg. Þar er aðeins eitt öruggt: kynin geta ekki verið tvö, karl og kona. Hversu mörg kynin eru getur góða fólkið ekki svarað.

Enginn hefur kosið Samtökin 78

Nei, hættan kemur frá hægri „sem kemur með kröfu um að fólk verði svona og svona, vegna þess að líffræðin segir eitthvað annað.“ Með því að gera málið að hægri og vinstri, viðurkennir Einar að transmálin eru pólitísk hugmyndafræði. Það eru sem sagt vinstri menn í Framsókn, Samfylkingu, Viðreisn og Flokki fólksins sem eru samtvinnaðir í þvílíkri fjöldasturlun að þeir geta ekki rætt málin án þess að tröllinn í Samtökum 78 séu send á vettvang til að njósna um og kæra þá „vantrúuðu.“ Múgsefjun vinstri manna er krafa um ritskoðun, alræði og einelti gegn öllum þeim sem benda á að utanaðkomandi aðili eins og Samtökin 78 eiga ekki að stjórna námsefni fyrir börn í grunnskólum landsins.

Einar þykist vilja eiga gott samtal við „hinsegin hópa“ en sú góðmennska er ekki fyrir aðra en S78. Núna eru í gangi kærur S78 gegn formanni Samtakanna 22, sem Eldur Smári Kristinsson fer fyrir. Það er félag homma og lesbía sem telja að kynin geti aðeins verið tvö og ekki sé hægt að fara úr einum líkama í annan, að karl breyti sér líffræðilega í konu eða kona líffræðilega í karl.

Góðmennskan er því fólgin í að ausa úr fjárhirslum skattgreiðenda í Samtökin 78, kaupa af þeim „ráðgjöf“ til opinberra stofnana þannig að S78 er farin að skipa stofnunum ríkis og bæja og menntamálaráðuneytinu fyrir verkum. Almenningur hefur ekki kosið neinn í þessum samtökum en er hins vegar látinn greiða um 200 milljónir árið 2024 til þeirra. Félagsgjöld eru aðeins 1,8%. Hér má sjá ársreikning S78 fyrir 2024 og í samningi við Akureyrarbæ hósta bæjarbúar upp milljónum fyrir „kynferðisráðgjöf.“Búið er að blása upp heljarinnar bólu gervifræða sem allir eiga að tipla á tánum í kring til að trufla ekki þvingaðan peningaaustur skattgreiðenda til S78.

Ofstækið gegn Snorra og öðrum sem halda því fram að kyn séu tvö er kemur ekki frá hægri mönnum, heldur þeim vinstri og „góðu“ eins og Einari Þorsteinssyni sem rauk til og fékk borgarfulltrúa að samþykkja yfirlýsingu „gegn Snorra“ með því að árétta heilagan boðskap um stuðning við transfólk (lesist: trygging áframhaldandi greiðslna til Samtakanna 78). Fjöldasturlunin lýsir sér meðal annars í yfirtöku Samtakanna 78 á Þjóðkirkjunni sem núna boðar trans fagnaðarerindi í stað Jesús Krists. Verið er að eyðileggja íslenska tungu sbr. „Háskóli fyrir öll“ og þau rétttrúuðu setja á sig merki transfána til að sýna umheiminum að þau séu góða fólkið.

Tröll þeirra rétttrúuðu

Einmitt þar situr hnífurinn í kúnni: Ef þú tilheyrir ekki góða fólkinu þá hlýtur þú að tilheyra þeim vondu. Menn geta bara ímyndað sér hvaða áhrif þessi heilaþvottur hefur á ókynþroska börn, þegar þau komast á gelgjuskeiðið.

Við minnsta vanda er sagt: „Skiptu bara um kyn, það leysir öll vandamál.“ Að sjálfsögðu skynja börnin tröllið í kennslustofunni: „Láttu gera á þér líkamsbreytingu .... þá kemstu í hóp þeirra góðu...."

Með þessa Frankenstein afstöðu ætlar Einar Þorsteinsson og kollegar hans að ná „sáttum“ við konur um að karlar fari í kvennasturtu! Einari veitti ekki af því að ræða við áhyggjufulla foreldra um aukið varnarleysi barna gegn mögulega illa þokkuðum einstaklingum og einnig við konur sem telja það mikla afturför í mannréttindabaráttu kvenna, að verið sé að taka af þeim friðhelgi kvennasturtunnar.

Einari eins og fleiri fyrri RÚVarar ættu að panta tíma hjá sálfræðingi hið bráðasta og hætta tafarlaust öllum afskiptum af barnamenntun og velferð barna. Það eru í raun einstaklingar eins og Einar Þorsteinsson, sem almenningur þarf að losna sig við úr opinberum störfum, þar sem þeir vilja hleypa ókjörnum utanaðkomandi aðilum inn í stjórnkerfið til að sjúga út peninga landsmanna og grafa í leiðinni undan lýðræði og kosningarétti almennings.

 


mbl.is Eru kynin jafn mörg englunum á nálaroddinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband