68-kynslóðin: Steingervingur fasískrar mannfyrirlitningar

isesbÞað er þyngra en tárum taki að horfa upp á þá eyðileggingu sem alræðisstjórn ESB framkvæmir á Íslandi með skefjalausum árásum á sjómenn og útgerðarfyrirtæki. Arnar Hjaltalín hjá Drífanda í Vestmannaeyjum lýsir kjarna málsins:

„Uppsagnir 50 starfsmanna Leo Seafood í Vestmannaeyjum eru varanlegt högg, störfin koma ekki aftur. Þar ræðir um afar sér­hæfð störf, en ekki er unnt að hefja vinnslu á ný með óvant starfs­fólk.“

Þetta eru aðeins fyrstu sporin í raunheimi vegna drottnunarstefnu Evrópusambandsins í útfærslu íslenska þingmeirihlutans. Íslenska ríkisstjórnin fylgir innlimunaráætlun ESB og ætlar sér að drösla Íslandi með góðu eða illu inn í sambandið svo ESB fái umráð yfir íslenskri landhelgi, sjónum með einum gjöfulustu fiskimiðum í heimi svo og öllu landgrunni mögulega með dýrmætri olíu og málmum.

Upplýsingar Drífanda er viðvörun til allra annarra verkalýðsfélaga og landsmanna allra um það sem er í vændum: Efnahagslegur samdráttur ef ekki nýtt hrun. Arnar Hjaltalín segist ekki vera neinn samsæriskenningasmiður og lái honum það enginn en Mbl. hefur eftir honum:

„Hann tel­ur að rík­is­stjórn­in sé vís­vit­andi að draga tenn­ur úr sjáv­ar­út­veg­in­um, til þess að hann þvæl­ist ekki fyr­ir ráðagerðum henn­ar um aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu líkt og í fyrri til­raun árin 2009 til 2013. Meira búi að baki en sagt sé.“

Þetta er skýr viðvörun Drífanda í Vestmannaeyjum og ber að þakka Arnari og öllum þeim harðduglegu Vestmanneyingum sem hafa og eru ein traustasta og um leið skemmtilegasta burðarstoðin í íslensku efnahagslífi fyrir það. 

Ég tilheyri svo kallaðri 68-kynslóð sem fæddist kringum 1950 og fyrr. Þá var í tísku að vera róttækur og byltingarsinni. Í MR var ég og mörg skólasystkinin uppfull af því að berjast gegn valdelítu þess tíma, nánar tiltekið börnum ráðherra og þingmanna sem vildu láta að sér kveða í félags- og stjórnmálum akademíska samfélagsins. Þegar ég fullorðnaðist skipti ég um skoðun, ég sá að byltingin át börnin sín. Núna mæti ég skólafélögum úr MR á valdastólum og það sem einkennir þá er hroki og valdníðsla. Þeir telja sig vera æðri venjulegu verðmætaskapandi fólki eins og 50 starfsmönnum Leo Seafood í Vestmannaeyjum. 

68-kynslóðin barðist gegn elítunni í einskærri öfundsýki. Á valdastólum hegðar hún sér ver en þeir valdhafar sem gagnrýndir voru. Ekkert var að marka talið um að gera þjóðinni gagn, vinna fyrir fólkið í landinu, efla velferð þjóðar og velmegun. Eina stefna 68-kynslóðarinnar sýndi sig vera að hún vildi sjálf verða elíta með það eina markmið að halda völdum valdanna vegna. 

Skólasystkini mín úr MR, alversta klíkan er steingervingur fasískrar mannfyrirlitningar sem hreiðrað hefur um sig í tútnandi ríkis- og sveitastjórnarbákni og elur blauta drauma um hirðlíf í gylltum sölum ESB í Brussel eða í höllum SÞ og WHO. 68-kynslóðin er í dag hluti af andlitslausum her búrókrata sem drepur allt einkaframtak og vinnugleði í dróma. Sýgur merg og bein þess lífsanda sem kveikti fullveldið og lýðveldið okkar á Íslandi. Hótar með heimsendi ef ekki er farið að fyrirmælum þeirra og er reiðubúin að fórna milljónum mannslífa til að sanna mikilvægi sitt.

Vonandi verður Drífandi í Vestmannaeyjum drífandi leiðarljós fyrir landsmenn að átta sig á því að ESB svífst einskis í ásetningi sínum að komast yfir Ísland. Ekkert er að marka orð Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra um að hún muni ekki vinna á fullu að innlimun landsins í ESB. Fögur opinber orð ná ekki lengur að fela baktjaldamakk ríkisstjórnarinnar við ESB.

Það eina sem getur stöðvað þessa sjálfumglöðu marxísku byltingarrassa í ráðuneytum Íslendinga er að þjóðin rísi upp og geri uppskurð á þessari spillingu. Okkur vantar stjórnmálaleiðtoga sem þora og hafa dug til að taka á málunum svo þjóðin geti lokað þessum ömurlega kafla 68-kynslóðarinnar og haldið áfram að vera sjálfstæð og bjarga sér eins og hún hefur sýnt dugnað og færni til.


mbl.is Segir störfin ekki koma aftur til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband