Hið góða samtal stjórnar og stjórnarandstöðu
14.8.2025 | 09:08
Hið góða samtal sem Kristrún Frostadóttir boðar á þingi eftir sumarfrí má bera saman við samtal móðir formanns Samfylkingarinnar í bréfi til dóttur sinnar:
Kæra dóttir. Sendi þér nokkrar línur svo þú vitir að ég er enn á lífi. Ég skrifa bréfið hægt, því ég veit að þú getur ekki lesið hratt.
Þú munt ekki þekkja heimilið okkar aftur þegar þú kemur heim, við erum nefnilega flutt.
Ég get því miður ekki látið þig hafa nýja heimilisfangið, þar sem Hafnafjarðarfjölskyldan sem bjó hér áður tók með sér húsnúmerið og notar það á nýja staðnum til að þurfa ekki að breyta um heimilisfang.
Nokkur orð um föður þinn, hann er búinn að fá nýtt starf. Hann er yfir 500 öðrum. Hann klippir grasið í kirkjugarðinum.
Það er þvottavél í nýja húsinu en hún virkar ekki almennilega. Ég setti 14 skyrtur í hana, tók í keðjuna og hef ekki séð þær síðan.
Systir þín eignaðist barn í morgun, ég veit ekki hvort það var strákur eða stelpa, svo ég veit ekki hvort þú ert frændi eða frænka.
Óli frændi drukknaði fyrir nokkru í brugggámi ölgerðarinnar. Margir starfsmenn hoppuðu út í til að bjarga honum án árangurs. Hann barðist um á hæl og hnakka til að vera þar áfram. Við sendum hann í líkbrennsluna, hann brann í þrjá daga.
Gunna frænka var hjá lækninum á fimmtudaginn, maðurinn hennar var með. Læknirinn setti smárör í munninn á henni og sagði að hún mætti ekki opna munninn í 10 mínútur. Maðurinn hennar keypti rörið. Þú ættir að fá þér svona rör.
Það rigndi bara tvisvar í Hafnarfirði í síðustu viku, fyrst í þrjá daga, síðan í fjóra.
Það var svo mikið rok á mánudaginn að ein hæna lagði sama egg fjórum sinnum.
Þín elskaða móðir.
PS. Ég ætlaði að senda þér peninga en það var ekki hægt, ég var búin að loka umslaginu. DS.
Þetta bréf er bæði falsfrétt og samsæriskenning.
Hið góða samtal sem ríkisstjórnin ætlar að eiga við stjórnarandstöðuna minnir á konuna sem fór að strauja gardínurnar. Hún datt út um gluggann.
![]() |
Vonast eftir „góðu samtali“ á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning