Trump rak Billy Long úr embætti skattstjóra – Neitaði að afhenda upplýsingar um ólöglega innflytjendur

billy-longTrump forseti olli miklu uppnámi í Washington D.C. eftir að hafa gert Scott Bessent, fjármálaráðherra, að starfandi skattstjóra. Núna vitum við hvers vegna hann gerði það. Trump vék Billy Long úr embætti skattstjórans og setti Bessent í embættið í staðinn. Long hafði gegnt starfinu í innan við tvo mánuði. Sem huggun? Kannski frekar sem refsingu, þá fékk Long sendiherrastöðu Bandaríkjanna á Íslandi sem ekki er talin vera nein sérstaklega glæsileg staða.

Fyrir Bessent var annað hvort að þiggja stöðuna eða verða atvinnulaus. Washington Post greindi frá því á laugardag að Long hefði verið rekinn úr embætti eftir að hann neitaði að afhenda upplýsingar um grunaða ólöglega innflytjendur.

Blaðið segir að innanríkisráðuneytið hafi sent skattyfirvöldum lista á fimmtudag með 40.000 nöfnum fólks sem embættismenn ráðuneytisins töldu vera ólöglega í landinu. Þeir báðu skattyfirvöld um að veita „trúnaðarupplýsingar“ til að staðfesta heimilisföng þeirra.

Fjármálaráðuneytið, sem er yfir skattyfirvöldum, hafði áður gert samkomulag við innanríkisráðuneytið um að auðvelda slíkar upplýsingar. Long og aðrir embættismenn skattyfirvalda héldu því fram að þeir gætu ekki staðfest fleiri en 3% nafnanna.

Þá óskuðu embættismenn Hvíta hússins eftir frekari upplýsingum um þá skattgreiðendur sem skattstofan hafði borið kennsl á, sérstaklega varðandi tekjuskattsfrádrátt viðkomandi. Long neitaði að gefa upp þessar upplýsingar og sagði embættismönnum að stofnun hans myndi ekki veita slíkar upplýsingar um skattgreiðendur án samkomulags skattstofunnar við innanríkisráðuneytið.

Hann hafði áður varað embættismenn við því að hann myndi ekki samþykkja slíka beiðni. Nokkrum klukkustundum síðar rak Trump Long úr embætti skattstjóra Bandaríkjanna. Abigail Jackson, málsvari Hvíta hússins, gaf út eftirfarandi yfirlýsingu í svari við frétt Washington Post:

„Stjórn Trumps vinnur í samvinnu að því að útrýma upplýsingaþröskuldum til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjendur geti nýtt sér fríðindi sem ætluð eru duglegum bandarískum skattgreiðendum.

Fáránlegar fullyrðingar um annað en að við séum öll sammála um verkefnið eru einfaldlega rangar og algjörar falsfréttir.“


mbl.is Vildi vinna fyrir ICE en var sendur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband