Ísland notað sem ESB-vöndur á Noreg, Færeyjar og Grænland
22.7.2025 | 07:02
Það er skiljanlegt að fólk sem er vandaðra að virðingu sinni en aðrir og vilja leggja trúnað á orð aðila í samningum sé vonsvikið, þegar raunveruleikinn sýnir að það hefur verið haft að fíflum.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist persónulega hafa séð til þess að Ísland var tekið af skrá ESB yfir umsóknarríki með viðtölum við Jean-Claude Juncker, þáverandi forseta framkvæmdastjórnarinnar og Donald Tusk. Ursula von der Leyen hefur hann og alla aðra Íslendinga sem voru í góðri trú um að hægt væri að eiga diplómatísk samskipti við ráðamenn ESB að fíflum með yfirlýsingunni um að Ísland sé virkt umsóknarríki.
Ættu að skammast sín
er fyrirsögn leiðara Morgunblaðs dagsins og vísað er til skröksögu í sendiráðsveislum í Brussel, sem ættu enn bikar yfir leiðinlegustu sendiráðsfyndni allra tíma.
Ættu að skammast sín en munu aldrei gera. Þetta eru eðlilegir starfshættir búrókrata Brusselskrímslsins. Ekkert að marka orð þeirra, ekki einu sinni gerða samninga sem sífellt er er verið að breyta af lögmannaher sambandsins samanber EES-samning Íslands. Klækir, svik og prettir eru aðaleinkenni þessa fólks sem stefnir markvisst að stærsta einveldisríki álfunnar allra tíma.
Góð trú er dýrkeypt og getur kostað alla aðra landsmenn aleiguna nema þá Brussel-útvöldu. Strax eftir kosningar fóru forsætis- og utanríkisráðherra Íslands til viðræðna í Brussel og lögðu línurnar um innlimun Íslands í ESB með stækkunarstjóranum og embættismönnum framkvæmdastjórnarinnar. Þar var stefnan með veiðigjöldin ákveðin og heimsókn Ursulu von der Leyen til Íslands í kjölfarið til að fagna sigrinum yfir útgerðar- og sjómönnum. Ekki ólíklegt að íslensku svikararnir hafi beðið Ursulu von der Leyen að lýsa því yfir að Ísland væri umsóknarríki frekar en að þær þyrftu að segja það. Utanríkisráðherra Íslands fagnar að ekki þurfi að lengja ferlið.
Það eru líka aðrir hagsmunir að veði fyrir ESB. Ísland má nota sem vönd til að berja á andstæðingum ESB í Noregi, Grænlandi og Færeyjum. ESB básúnar út um öll Norðurlönd mikilvægi þess að þessi ríki gangist líka sambandinu á hönd. Noregur og Grænland vegna olíu og málma og Færeyingar vegna fiskimiða eins og Ísland.
Það er mikið í húfi fyrir ESB að fá völd yfir þessum löndum, peningakistan er að tæmast og urgur í aðildarríkjum sem vilja ekki greiða meiri peninga sem fara í rekstur úkraínska ríkisins og stríðið auk fantasíu um herveldi stærra en Rómarríki forðum.
Heimsvaldastefna ESB er að klekkja á Bandaríkjunum og ríkisstjórn Íslands fer þar fremst í flokki. Ekkert er að marka orð utanríkisráðherrans sem er falsið eitt í garð Bandaríkjanna, sér í lagi lýðræðislega kjörins forseta.
Íslendingar verða að kyngja því að aðildarferlið er í fullum gangi, þótt verið sé að blekkja landsmenn og lofa atkvæðagreiðslu um hvort landsmenn vilji fara í slíkt aðildarferli. Næsta skref í yfirtöku ESB á Íslandi verður svo samþykkt bókunar 35 sem endanlega færir ESB vald yfir íslenskri löggjöf. Verði bókun 35 samþykkt, þarf ríkisstjórnin ekki annað en að skrifa undir pappír um aðild að ESB með ríkismerki Íslands og staðfesta undirskrift ráðherra sem þing og forseti síðan samþykkja. Það þarf ekki einu sinni að halda neina atkvæðagreiðslu, allt gengur jú löglega fyrir sig ekki satt.
Ríkisstjórnin vinnur fyrir framkvæmdastjórn ESB og heimsvaldamarkmið hennar og íslenskir skattgreiðendur borga launin. Þjóðin virðist þurfa nýtt raflost efnahagslegs hruns til að losna úr vók álögum ESB-áróðursins. Við getum öll andað rólega, slíkt raflost er á leiðinni. En fyrst þarf að slíta þjóðina sundur í innbyrðis deilum um flóttafólk, innflutningi glæpamanna, hatursorðræðu, árásum á kristin gildi og trú á fjölskylduna sem grunnstoð samfélagsins. Þegar mótstöðukrafturinn er brotinn niður verður eftirleikurinn léttari. Núna eiga menn að rífast um hver sagði hvað, hverjum er hægt að treysta í stað þess að snúa bökum saman og vinna saman að hagsmunamálum Íslands og Íslendinga. Slík sundrung er helsta verkefni ríkisstjórnar Kristrúnu Frostadóttur.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hleypir bókun 35 í gegn er flokkurinn marklaus í baráttunni gegn yfirtöku ESB á Íslandi. Mikið veltur á því að forysta flokksins skilji hvaða mistök hafa verið gerð og verið er að gera og greiði atkvæði gegn bókun 35.
Það myndi stappa stálinu í almannavarnarher landsmanna gegn ódýrinu Golíat frá Brussel.
Þjóðin þarf á Davíð að halda.
![]() |
Allt sem við óttuðumst reyndist rétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning