Stjórnarandstaðan stóð sig og á þakkir skilið
15.7.2025 | 10:22
Í því ástandi sem ríkisstjórnin hefur skapað með fordæmalausum árásum á sjávarútveginn, sýndi stjórnarandstaðan að hún hélt velli. Ríkisstjórninni tókst ekki með hótunum, hvorki að sundra stjórnarandstöðunni né knésetja. Fyrir það verðskulda allir flokkar stjórnmálaandstöðunnar þakkir. Ræða Karls Gauta Hjaltasonar fer til sögunnar sem ein af þeim bestu sem haldnar hafa verið í pontu meirihlutans.
Afleiðing veiðigjaldalaganna gerir alla Íslendinga fátækari. Þetta er hinn sótsvarti vegur jafnaðarmennsku nútímans. Enginn má græða meira en einhver annar samkvæmt staðli sósíalíska Internationalen, þar sem Samfylkingin býr. Ónytjungar, margir með háskólapróf, sem engin verðmæti hafa skapað og munu aldrei gera, eiga að ákveða hvað þeir sem skapa verðmætin eiga að fá í laun. Ríkisstjórnin telur að hún ráði yfir fiskimiðunum. En hún gerir það ekki - ekki frekar en vegfarandinn sem gengur fram hjá Landsbankanum og hefur engin áhrif á vexti bankans. Fiskurinn í sjónum er ekki eign eins eða neins. Ekki á meðan hann lifir og syndir í sjónum. Það er fyrst þegar frumkvöðlar sjávarútvegs hafa mannað fley með veiðarfærum og veitt þorskinn og komið honum í land sem hann verður einhvers virði. Þá er hægt að gera sér mat úr honum.
Að sjá ofsjónum yfir dugnaði annarra er hrein og skær öfundsýki. Það er ekki sök sjávarútvegs að yfirvöld eru svo slöpp að vegir Íslands eru holóttir. Það er ekki sök sjávarútvegs að fluttir hafa verið inn glæpamenn til landsins sem ræna, dópa og berja fólk. Í dag með hnífum, á morgun með byssum og sprengjum. Það er ekki sök sjávarútvegs að rafmagnsmálin eru komin í hnút. Eða heilbrigðismálin... eða málfrelsið... eða húsnæðismálin...eða...kirkjan....eða...
Fyrst sjávarútvegurinn á að sjá um öll þessi mál, þá mætti loka Alþingi og losa þjóðina við það fólk sem kallast stjórnmálamenn og láta útgerðarmenn og sjómenn sjá um rekstur þjóðarbúsins. En þannig stjórnarfar viljum við ekki hafa og heldur ekki ólýðræðishætti sósíalista. Alþingi er í hrörnun. Að menn eins og Dagur B. Eggertsson og Jón Gnarr fá að rífa kjaft á þingi er með eindæmum. Einnig kúlulánadrottningin Þorgerður Katrín. Var efnahagshrunið 2008 í þágu þjóðarhagsmuna, þegar tveggja milljarða lán var strikað úr bankahruninu ofan í vasa hennar og eiginmannsins? Svindlarar, loddarar, svikahrappar spóka sig um í æðstu stofnun landsmanna, rífa þar kjaft og gretta sig framan í þjóð og stjórnarandstöðu. Segja þeir það þjóðhollustu að eyðileggja landið fyrir komu ESB-alveldisgyðjunnar frá Brussel.
Þótt stjórnarandstöðunni hafi ekki tekist að stöðva þessa aftöku kapítalismans á Íslandi í bráð, þá hefur hún sannað að enn er bein í nefi sumra stjórnmálamanna á Íslandi.
Það verður fróðlegt að sjá framhaldið, þegar ríkisstjórnin ætlar að drösla þjóðinni inn í Evrópusambandið.
Til þess er leikurinn gerður.
![]() |
Segir Þórunni forseta meirihlutans, ekki þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning