Milljón krónur í byrjunarlaun? – Já, ef þú ert sendill hjá ESB

esbAð vinna fyrir ESB getur orðið mjög arðbær starfsferill. Launin eru há, fríðindin mörg – og reglurnar sem stjórna öllu þessum fríðindum komast fyrir á 235 síðum handbókar ESB um laun og launafríðindi starfsmanna sambandsins. Gangverk ESB samanstendur af tugþúsundum starfsmanna með mjög mismunandi hlutverk. Sumir eru ráðgjafar sem ráðnir eru í stutt verkefni en aðrir hafa fastar stöður til dæmis í framkvæmdastjórn eða á ESB-þingi.

Fastar stöður eru í 16 þrepa launaskala. Nýútskrifaðir fræðimenn byrja venjulega á þrepi 5 – þar sem byrjunarlaunin eru um 850.000 krónur á mánuði. Því hærra sem þú ferð, því meira hækka launin. Æðstu stjórnendurnir á 16. þrepi geta haft mánaðarlaun allt að 3,3 milljónum króna.

En þetta er bara byrjunin, því auk grunnlaunanna eru margs konar viðbætur og fríðindi sem gera launin enn rausnarlegri.

Áttu börn eða maka? Þá færðu heimilisstyrk, barnabætur og styrk til menntunarkostnaðar. Ef þú ert staðsettur í öðru landi en heimalandi þínu, til dæmis í belgísku höfuðborginni Brussel, átt þú einnig rétt á útlendingastyrk sem jafngildir 16% af grunnlaunum - auk annarra fríðinda vegna fjölskyldunnar. Að auki færðu ferðastyrk til að ferðast með reglulegu millibili til heimalandsins.

Mikilvægt er að vita að starfsmenn ESB greiða ekki tekjuskatt í heimalandi sínu eða í því landi þar sem þeir starfa. Í staðinn lúta þeir eigin skattkerfi innan ESB. Skatturinn er stigvaxandi og er á bilinu 8 til 45% eftir tekjum. Lífeyrir og önnur iðgjöld eru einnig dregin frá laununum. Þetta kerfi er öðruvísi miðað við venjuleg skattakerfi.

Dæmi um laun ESB-búrókrata


Hversu mikið þú færð útborgað fer eftir nokkrum þáttum: launaflokki, launabótum, fjölskyldubótum ásamt þeim skattflokki sem þú tilheyrir. Samkvæmt útreikningsdæmum Dagens Nyheter getur mánaðarleg útborgun hæglega farið upp í milljónatug á mánuði:

  • Nýráðinn búrókrati án barna og maka sem er 30 ára gamall fær grunnlaun upp á 924.000 krónur og útlendingastyrk upp á 147.000 krónur. Samtals verða mánaðarlaunin upp á rúma milljón íslenskar krónur.
  • 45 ára gamall maður sem er millistjórnandi og á tvö börn á grunnskólaaldri fær grunnlaun upp á eina og hálfa milljón krónur. Heimilisstyrkur er 63.000 krónur, barnabætur eru upp á 146 þúsund krónur, námsstyrkur 99.000 krónur og útlendingastyrkur upp á 276 þúsund krónur. Samtals verða mánaðarlaunin því 2.098.681 íslenskar krónur. 
  • Sextug kona sem er framkvæmdastjóri og gift fær grunnlaun upp á 2.481.817 krónur, heimilisstyrk upp á 83.000 krónur og útlendingastyrk upp á 410.371 krónur. Þetta gefur mánaðarlaun upp á 2.975.193 íslenskar krónur.

Það er því eftir miklu að sækjast fyrir afdankaða íslenska stjórnmálamenn sem þjóðin hefur vikið af þingi að komast í veislu Brusselhirðarinnar. Þetta er ein af ástæðum fyrir áhuga þessa fólks að Ísland gangi með í ESB án þess að verið sé að tala upphátt um hvað viðkomandi græðir persónulega á því að komast með á launalistann hjá ESB.


mbl.is Spurt af hverju Ísland gangi lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Ekki undra að þetta sé rándýrt batterí. Aðildarlönd ættu að hugsa sinn gang.

Og þau lönd sem naga þröskuldinn þurfa að gera þjóð sinni grein fyrir í hvað allt það fjármagnið er notað.

Hér á landi hefur sá leiðinda siður myndast að segja fólki að við fáum miklu meira en við látum af hendi. Venjulega gert án raka.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 9.7.2025 kl. 11:54

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þekki til fólks sem er og hefur unnið þarna.

Þessi laun eru í raun margfallt hærri því

allt þetta er skattfrjálst.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.7.2025 kl. 18:17

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka ykkur fyrir innlit og athugasemdir Helga Dögg og Sigurður Krisján. Ekki læt ég grannann hafa veskið mitt og bið hann að fara með fjármál fjölskyldunnar, það er mitt hlutverk að gera og svo einnig fullvalda þjóðar. Það eru öll klækjabrögð í gangi til að villa um fyrir fólki svo það dáleiðist sekúndubrot og segi já.

ESB ætlar til að mynda að láta gera miðlæga skrá yfir einkaeign allra einstaklinga í sambandinu, hversu mikið af listaverkum fólk á, hvort það lumi á gulli heima hjá sér og reiðufé. Þetta er með eindæmum. 

Sigurður, já þetta er skattfrjálst en samt rætt um í heimildunum um ESB skatt, ég þyrfti að sjá útborgunarseðil frá ESB til að skilja nákvæmlega hversu há launin eru í raunveruleikanum, finnst nóg um samt. Ég hef áhuga ef þú hefðir frekari upplýsingar gætir kannski sent mér ábendingar...

kkv 

Gústaf Adolf Skúlason, 9.7.2025 kl. 18:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alltaf gott að kíkka hér inn og þakka fyrir sig.

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2025 kl. 20:52

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fyrirsögninni er talað um "sendil" en hvergi í efni pistilsins heldur er lægsta launþrepið sme þar kemur fram "nýútskrifaðir fræðimenn". Fyrir háskólamenntað fólk eru 850.000 ekki há laun Hvað ætli kosti að leigja sæmilega íbúð í miðborg Brüssel? Varla minna en kostar að leigja meðalíbúð í Reykjavík eða hartnær helminginn af þessu. Það þarf líka að borga fyrir allt drykkjarvatn sem kostar álíka mikið og bjór, kranavatnið er viðbjóður og varla nothæft nema í handþvott.

Fólk sem á að baki svipað nám og ég hefur starfað hjá svona stofnunum í Brüssel og það er alls ekki hátt launað. Á móti koma þó þau fríðindi að greitt er fyrir kostnað við búslóðaflutninga til og frá Íslandi og svo er sennilega líka frítt kaffi úr vél á vinnustaðnum. Jafnframt er matur frekar ódýr miðað við stórborgir almennt. Það er sem betur fer alveg hægt að lifa á þessum launum, en engu sérstöku lúxuslífi.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2025 kl. 21:36

6 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Guðmundur og þakka þér fyrir að upplýsa um að kranavatnið og launin eru svona mikilu betri á Íslandi en í Brussel. Þú greiðir þá líklega atkvæði gegn inngöngu Íslands í ESB? Miðað við þína lýsingu ætti Ursula von der Leyen frekar að vera sendill hjá íslenska stjórnarráðinu ....

Gústaf Adolf Skúlason, 10.7.2025 kl. 00:22

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég sagði ekki að laun væru miklu betri á Íslandi. Bara að benda á að það er margt fleira sem spilar inn í samanburðinn á milli þess að búa og starfa á þessum tveimur stöðum. Til að mynda eru störfin sem þú nefnir allt öðruvísi skattlögð sem skekkir samanburðinn.

Að sjálfsögðu myndi ég greiða atkvæði gegn inngöngu í ESB enda væri enginn annar valmöguleiki leyfilegur samkvæmt stjórnarskrá. Þess vegna þarf ekki að halda neina slíka atkvæðagreiðslu. Við erum líka búin að halda tvær um atriði sem ESB aðild myndi útheimta og því var hafnað í báðum með afgerandi og bindandi hætti. Verði öllum að góðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2025 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband