ESB-elíta Alþingis búin að vinna slaginn um eignaupptöku útgerðarinnar

spursmalÍ viðtali við Spursmál töldu stjórnarandstæðingarnir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins til hægri, Ingibjörg Ólöf Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins til vinstri og Borgþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins í miðju, það ólíklegt, að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur myndi beita kjarnorkuákvæðinu svo kallaða.

Þetta gæti reynst óskhyggja og góð trú á að valkyrjurnar feti ekki í fótspor ESB og svæli út stjórnarandstæðinga með valdníðslu og öðrum aðferðum ofríkis. Það er eins gott fyrir bæði stjórnarandstöðu og landsmenn alla að fara að skilja að kjörnir flokkar sem mynda ríkisstjórnina vinna af fullri hörku að innlimun Íslands í ESB og fylgja fyrirmælum frá Brussel í þeirri vegferð.

Að beita kjarnorkuákvæðinu er bara eðlilegt framhald á þeirri vegferð og verður að sjálfsögðu útskýrð með upplýsingaóreiðu og falsfréttastíl stjórnarandstöðunnar. Hvort heldur sem verður, með eða án beitingu kjarnorkuákvæðisins, þá er stjórnarandstaðan í vonlausum gír og búin að tapa orustunni um eignaupptöku ríkisins hjá einkarekinni útgerð. Þjóðin er fjarverandi og stjórnarandstaðan getur lítið sem ekkert gert.

Hinn nýi raunveruleiki fyrir Sjálfstæðismenn er að þeir hafa ekki lengur stjórn á málunum. Ástandið í dag er einnig að hluta til á þeirra eigin ábyrgð, þeir tóku ranga stefnu með þriðja Icesavesamningnum og núna með Bókun 35. Þar hafa frjálslyndir margklofnir úr Sjálfstæðisflokknum endanlega brotið þann samning sem fyrirrennarar þeirra gerðu þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn gengu saman og stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn 25. maí 1929. Þetta er skýringin á fylgisleysi flokksins í dag, að íhaldsmenn eru tvístraðir út um allt, sumir í Miðflokknum, sumir að fást við myndun Lýðræðisflokksins og sumir sjálfstæðir aðgerðarsinnar í umræðunni og sumir hafa hreinlega gefist upp. 

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur fallið í þá gryfju að greiða götu Bókunar 35 sem gengur gegn stjórnarskrá Íslands og hleypir öllum stjórnskipunarlögum Íslands upp í loft. Það þýðir lítið og er marklaust að segjast vera gegn aðild Íslands að ESB en skrifa síðan undir að lög EES hafi fordæmalausan forgang yfir lagasetningu Alþingis. Brusselskrímslið er með klærnar um gullegg þjóðarinnar.

Ef hinn ágæti formaður Sjálfstæðisflokksins elskar land sitt og þjóð sem hún segist gera og engin ástæða er til að draga í efa, þá á hún að snúa við spilunum og neita að samþykkja Bókun 35. Það yrði fyrsta skrefið til að bæta hina löskuðu ímynd flokksins meðal almennings. Orustan um veiðigjöldin er töpuð.

Fullveldisstríðið er eftir.

PS. Þar sem fáni hryðjuverkasveitarinnar Hamas blaktir núna á ráðhúsi Reykjavíkur má spyrja hvenær Alþingi muni draga Palestínufánann og jafnvel ESB-fánann að húni Alþingis?


mbl.is „Kjarnorkuhnappi“ þingforseta ólíklega beitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill Gústaf Adolf Skúlason  en afar dapurlegur fyrir X-D.
Icesave og 3. orkupakki ESB eyðilögðu flokkinn.
Bókun 35 mun endanlega rústa honum. (
því litla sem eftir er).
Áfram Ísland!

Júlíus Valsson, 4.7.2025 kl. 11:11

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Júlíus og takk fyrir innlit og góða athugasem sem ég skrifa undir.

Áfram Ísland!

Gústaf Adolf Skúlason, 4.7.2025 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband