Biskup verður að víkja áður en kirkjan yfirgefur trúna og þjóð sína

b2Í athyglisverðu viðtali við Geir Waage, pastor emeritus, Reykholti, útskýrir Geir grundvöll hinnar evangelísku-lúthersku kirkju á Íslandi. Hann útskýrir burðarstoð kristinnar trúar, hvernig hún hefur þróast frá tímum Jesús Krists og þann sáttmála sem gildir innan kirkjunnar í dag bæði á Íslandi og erlendis. 

Geir Waage bendir á þær skyldur biskups að ábyrgjast boðskap kristinnar trúar á grundvelli trúarjátningarinnar sem felst í boðskapnum um að guð sé þríeinn: Guð sem er einn og birtist í föður, syni og heilögum anda sem eru þrír. Þetta er hin heilaga þrenning sem grundvöllur kristinnar trúar og kirkju Jesús Krists hvílir á. Þetta er sá grundvöllur, sem íslenska þjóðkirkjan hefur skyldur að rækta og er skilgreind í kirkjulegum samningum sem hluti evangelísku-lúthersku heimskirkjunnar. 

Það er ekki í höndum hvorki biskups sjálfs, kirkjuráðs eða prestaþings að breyta þessum grundvelli. Með því væri verið að breyta þeim grundvelli sem kirkjan stendur á og þar með rifta fyrri samningum kirkjunnar bæði innbyrðis gagnvart guði og einnig við ríkið. Samkvæmt stjórnarskránni og lögum um þjóðkirkjuna er evangelíska-lútherska kirkjan þjóðkirkja Íslands. Breytir biskup þessum grundvelli kirkjunnar eru forsendur samningsins við guð og íslenska ríkið brostnar, þar sem biskup hefur vikið þjóðkirkjunni af sinni trúarlegu braut og breytt henni í fríkirkju eða sértrúarsöfnuð. Fréttir um skírnarathafnir á Akureyri án slíkrar trúarjátningar eru feigðarboði íslensku kirkjunnar ef sannar reynast.

Þeir hlutir sem núna eru að gerast innan þjóðkirkjunnar eru voveiflegir fyrir kristna trú og boðskap frelsarans. Í raun svo alvarlegir að tala má um siðaskipti. Verið er að uppfæra prestahandbókina og breyta trúarathöfnum kirkjunnar og setja annan boðskap í stað boðskap Jesús Krists. Núna boðar kirkjan þann andkristna boðskap að kynin séu fleiri en tvö sem er játning við kenningu transismans sem heldur því fram að manneskjan geti með eigin hugmyndum og líkamlegum inngripum breytt sköpunarverki guðs. Guð skapaði manninn í sinni mynd, karlmann og konu og lýsti Geir Waage því að boðskapur guðs er að maður og kona verða að einu holdi. Þetta er grundvöllur kristinnar trúar, grundvöllur fjölskyldunnar og trygging fyrir afkomu og blómgun mannkyns. 

Í dag sjáum við hvernig transboðskapur um breytingu á sköpunarverki guðs hefur rutt sér braut sem tískubóla, til dæmis virðist að eiga transbarn vera lágmarks aðgöngumiði að borði fína fólksins í Hollýwood og á fleiri stöðum þeirra ríku og frægu. Gleðigöngur eru farnar með berrössuðum fullorðnum til að kynda undir þá andkristnu kenningu að sama kyn eigi að verða eitt hold, þótt ekkert barn verði skapað með slíkum æfingum. Kynnt er undir ofurtrú á tæknina sem sögð er gera guð óþarfan og að manneskjan sjálf geti með tækni breytt kynjum og búið til börn í vísindaverksmiðjum. Á þessum kenningum sjást fingraför Kölska sem telur sig upphafinn yfir guð og segist betri skapari en drottinn. 

b1



Biskup Íslands hefur ljáð þessum kenningum eyru og ber ábyrgð á þeirri vegferð sem þjóðkirkjan er á og er að skapa sjálfheldu kristinnar trúar á Íslandi. Mynd á strætisvögnum Reykjavíkurborgar af transjesús sem skeggjuðum karlmanni með konubrjóst er talandi tákn fyrir þessa vegferð ásamt því að hleypa Samtökunum 78 inn á gafl til að breyta kirkjunni og stjórna prestum hennar við hlið biskups.

Til að fyrirbyggja skipsbrot kristinnar trúar innan þjóðkirkjunnar ber biskupi að láta af störfum eða vera vikið úr starfi vegna getuleysis við að framkvæma skilgreind trúnaðarstörf sín sem yfirmaður þjóðkirkjunnar á Íslandi.

Vonandi vakna prestar, fyllast heilögum anda sem gefur þeim þor að ráðast gegn þessum árásum á kirkju Jesús frá Betlehem. Kirkja sem yfirgefur trúna og eigin þjóð uppfyllir ekki samninginn, hvorki við guð né menn, og verður fyrr eða síðar tekin út af sakramenti ríkisins sem hver annar sértrúarsöfnuður. Síðan verður það verk hinnar evangelísku-lúthersku kirkju í Evrópu að stunda að nýju trúboð á Íslandi til að endurbreyta þeim siðaskiptum sem þjóðkirkjan á Íslandi hefur innleitt.


mbl.is Segir gleðigöngu í Búdapest „til skammar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Er ekki einfaldlega óhætt að kalla orð og hegðan núverandi biskups guðlast?

Jónatan Karlsson, 1.7.2025 kl. 10:20

2 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Aldraður faðir minn lést á dögunum. Hann bjó á Eir og hafði áður búið í Grafarvogi. Vegna þessa fannst mér eðlilegt að hann yrði jarðsunginn í Grafarvogskirkju. En það er ekki hægt.

Áróður fyrir trans-málaflokknum er þvílíkur í þeirri kirkju að ekki var hægt að jarðsyngja gamla manninn þar. Ganga þarf á trans-áróðursfánanum til að komast niður í kirkjuna og það eitt er nóg til að menn hverfi frá. Ljóst að þeir í Grafarvogskirkju þjóna ekki öllum.

Sem betur fer fannst hlutlaus kirkja sem sinnir sínum skyldum við alla menn. Enginn áróður þar.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 1.7.2025 kl. 11:21

3 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Þakka innlit og athugasemdir. Guðlast liggur til hands þegar boðuð er önnur trú en Kristur boðaði. Af hverju geta kirkjunnar menn ekki lengur haldið sig við boðskap Krists? Lasta nafn hans með eigin boðskap sem ekki er í anda guðs eða heilagrar þrenningar. 

Sorglegt að heyra þetta Helga með föður þinn. Óskiljanlegt með öllu að kirkjur skuli vera að breiða út áróður transismans á þennan hátt. Gott að þið funduð kirkju sem þjónar guði og fólki. Það verður að stöðva þessa transgönu kirkjunnar..... 

Gústaf Adolf Skúlason, 1.7.2025 kl. 15:05

4 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Gústaf.

Athyglisvert er að fólk velji sér starf sem Þetta þegar það veit fyrirfram að mikill ágreiningur muni verða uppi vegna þess.

Til hvers eiginlega þegar það getur sem best messad yfir sjálfu sér?

Guðni Björgólfsson, 1.7.2025 kl. 20:05

5 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Guðni fyrir athugasemd, þeir sem þjást af mikilli þörf til að vekja á sér athygli finna alltaf leið til að koma sér í kastljósið þó neikvæð sé. Það segir sína sögu um biskupinn að hún ætlaði eða vildi verða popstjarna en lenti svo í því að vera biskup. Munurinn er bara sá að biskup hefur ákveðnum skyldum að gegna, rokkstjörnunni er frjálst að fara eigin leiðir. Guðrún Karls Helgudóttir veldur ekki skyldum biskups og yrði sjálfsagt betur ágengt sem rokkari.

Gústaf Adolf Skúlason, 1.7.2025 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband