Dökk ský yfir lýđveldisdegi Íslendinga
17.6.2025 | 07:43
Ţađ eru afar slćmar fréttir fyrir hiđ unga lýđveldi okkar á tíma galopinna landamćra og innflutning alţjóđlegra glćpahópa til landsins, ađ um fjórđungur lögreglunnar upplifi óöryggi í starfi. Lögreglan er sverđ og skjöldur landsmanna og ţýđing hennar verđur ekki ofmetin í baráttunni gegn glćpaklíkunum. Heilsa lögreglumanna endurspeglar heilsu almennings, líđur lögreglumönnum illa, ţá er ţađ vegna framgöngu glćpaafla sem valda usla međal almennings.
Ţađ er sárara en tárum taki ađ verđa vitni ađ innfluttum sćnskum veruleika til Íslands vegna hugsanaleysis og mistaka stjórnvalda í landgćslu- og innflytjendamálum. Í Svíţjóđ hafa margar barnafjölskyldur flutt erlendis vegna ástandsins, sumar til Álandseyja, sumar til Portúgal, ađrar til annarra landa. Sameiginleg ástćđa er ađ bjarga börnunum frá ţví ađ vaxa upp í daglegu ofbeldi glćpahópa sem hreiđrađ hafa um sig í landinu. Ein móđir sem kallar sig Sabina og flúđi frá Örebro međ fjölskyldunni segir ađ skóli sonarins hafi sent foreldrum upplýsingar um hćttuna á ţví ađ börnin yrđu dregin inn í net glćpahópanna. Hún segir:
Okkur tókst ađ flytja á síđustu stundu. Viđ höfum frétt af mörgum atburđum í hverfinu eftir ađ viđ fluttum. Hnífaárásir, barsmíđar, skotárásir....ţetta er svo mikiđ ađ ţađ er ekki hćgt ađ muna allt."
Ef ţjóđin fađmar ekki verndara sinn, lögreglumennina, ţá mun Ísland falla í hendur alţjóđlegra glćpahópa sem halda munu öllu í stálgreipum sínum. Stöndum ţví ţétt ađ baki ţeim mönnum og konum sem helga líf sitt ţví göfuga starfi ađ verja okkur hin fyrir válegum gestum og tryggja okkur öryggi til starfa og uppvexti barnanna.
Annađ stćrsta óveđurskýiđ er ađför erlends stórríkis, Evrópusambandsins, sem núna sćkir hart ađ landsmönnum og vill tryggja yfirráđ sín yfir Íslandi međ bókun 35. Verđi ţessi bókun samţykkt mun hún sundra ţjóđinni og tryggja erlendum dómstól vald yfir íslenskri löggjöf. Málfrelsiđ er hćtt komiđ, ţegar ráđherra telur gagnrýni á störf hennar vera upplýsingaóreiđu glćpahópa" sem ríkisstjórnin muni einbeita sér ađ upprćta.
Ađför ríkisstjórnarinnar gegn meginstođum atvinnulífsins, sjávarútvegi og ferđamannaiđnađi, mun fá víđtćkar afleiđingar og kollvarpa kjörum almennings. Óvíst er ađ hćgt verđi ađ bćta fyrir ţađ sem rifiđ verđur niđur. Halda mćtti ađ núverandi ráđherrar geri sér sérstaklega far um ađ knésetja ţjóđina svo auđveldara verđi ađ koma henni inn í ESB.
Gegn ţessu öllu ţarf almenningur ađ rísa međ von og draumsýn eins og Jónas Hallgrímsson lýsti forđum:
Allt er í heiminum hverfult,
og stund ţíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt
langt fram á horfinni öld.
Árnađaróskir á ţjóđhátíđardegi Íslands 17. júní
![]() |
Fjórđungur lögreglumanna upplifir óöryggi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.