Hetjur Íslands
14.6.2025 | 09:07
Í gær bárust þau tíðindi að 30 manna hópur Þjóðfrelsis lagði fram kæru til ríkislögreglustjórans á hendur Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, fyrir landráð. Er það vegna frumvarps ráðherrans um Bókun 35, sem Miðflokkurinn bremsar tímabundið á þröskuldi hraðaafgreiðslu Alþingis en með frumvarpinu reynir ríkisstjórnin eins og sú fyrri að lauma þjóðinni bakdyramegin inn í Evrópusambandið. Lögmaður Þjóðfrelsis í málinu er Arnar Þór Jónsson sem er þjóðinni kunnur sem helsti talsmaður sjálfstæðisbaráttu nútímans gegn ásælni ESB til yfirráða á Íslandi.
Þjóðfrelsi skall hafa þakkir fyrir bæði hugrekkið að láta reyna á málið og jafnframt þá staðföstu sannfæringu, að stjórnarskrá lýðveldisins séu stjórnlög landsins sem öllum ber skylda til að fara eftir, hvort sem þeir eru þingmenn, ráðherrar, dómarar eða aðrir. Almenningur á að geta treyst þingmönnum sem sveirja eið að stjórnarskránni, að þeir fari eftir lögum. Evrópusambandið hefur breyst og vill drottna sem miðstýrt sambandsríki álfunnar og þvinga Ísland, Noreg, Færeyjar og Grænland inn í sambandið. Aukinn þrýstingur ESB á lagaheimild frá Íslandi um að lög ESB séu æðri stjórnarskrá Íslands er augljós. Eins og Arnar Þór Jónsson lögmaður Þjóðfrelsis hefur áður sagt og skrifað, þá eru varla nokkur dæmi þess að þjóð hafi af frjálsum og fúsum vilja gefið eftir fullveldi sitt og sjálfsákvörðunarrétt til erlends valds vegna hugdettu ráðamanna sem komnir eru úr tengslum við eigin þjóð.
Forseti Íslands ætti því að veita Þjóðfrelsi ásamt lögmanninum fálkaorðu og sæma titlinum Hetjur Íslands fyrir að standa vörð um stjórnarskrána okkar á háskalegasta tímabili í sögu lýðveldisins.
Dæmalaus blekking að halda því fram að lög séu séríslensk eftir stimplun Alþingis á lögum Evrópusambandsins
Ein að aðalrökum þess hóps sem kolfallið hefur fyrir áróðri ESB er að halda því fram að Bókun 35 varði bara íslensk lög og þess vegna sé engin valdheimild afsöluð til Evrópusambandsins. Á einu augnabliki er klippt á uppruna lagasetningar ESB og þær sagðar íslenskar eftir að þýðingameistari Alþingis hefur þýtt lögin yfir á íslensku og þingheimur klappað fyrir og samþykkt lögin.
Rétt eins og að Ísland væri í samningaleik við sig sjálft og ESB hefði ekkert með málið að gera.
Það er með öllu óskiljanlegt að fullorðið fólk trúi því, að þjóðin falli fyrir slíkri augljósri brellu farandsölumannsins sem selur fólki litað vatn á flösku og segir það lækna öll mein.
Þannig er nú komið fyrir alþingismönnum okkar að meirihlutinn á þingi trúir þessu sjálfur. Þá er ekki skrýtið þótt stjórnarskráin fari halloka og lýðveldið í stærstu hættu nokkru sinni í sögunni.
Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu málsins.
![]() |
Engin merki um þinglok í nánd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Athugasemdir
Í gær bárust mér líka þessar fréttir varð svo upp með mér eða bara montin af Arnari Þór og félögum í þjóðfrelsi,nú verðum við að verja Ættjörð okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 14.6.2025 kl. 14:38
Sæl Helga, já höldum fallega fánanum okkar hátt og veru stolt yfir því að eiga sameiginlega þjóð okkar og Ísland.
Gústaf Adolf Skúlason, 14.6.2025 kl. 18:10
Íslensk lög eru íslensk lög, hvort sem þau eru sett til að innleiða reglur sem leiða af EES samningnum, öðrum þjóðréttarsamningu eða af hvaða ástæðu sem er. Þar sem bókunin varðar eingöngu íslensk lög er einmitt ekki um að ræða neitt afsal valdheimilda til ESB, enda væri slíkt framsalt óheimilt samkvæmt stjórnarskrá. Það er meira að segja áréttað sérstaklega í bókuninni sem og frumvarpinu að ekki sé um að ræða framsal á löggjafarvaldi Alþingis. Þetta er ekki áróður frá ESB sem neinn hefur "fallið fyrir" heldur einfaldlega staðreynd málsins. Ég hef fylgst vel og lengi með þessu máli og aldrei orðið var neinn áróður frá ESB um það. Eftirlitsstofnun EFTA sem er vissulega í Brüssel hefur þrýst á um innleiðinguna en hún er ekki hluti af ESB heldur EFTA og viðkomandi deild hennar er stjórnað af Íslendingum. Sú hugmynd að um sé að ræða eitthvað ráðabrugg af hálfu ESB eða valdarán er einfaldlega samsæriskenning sem hvergi er flugufótur fyrir. Margir sem eru fylgjandi málinu eru ekki einu sinni fylgjandi ESB aðild heldur andvígir henni.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2025 kl. 20:39
Auðvitað er bókun 35 aðeins einn nagli til viðbótar í líkkistu Lýðveldisins Íslands.
Frá miðri síðustu öld verður það æ algengara þegar stórveldi ágirnist land eða landsvæði, að keypt er stjórnarbylting af ýmsum stærðum og gerðum, eins og dæmin sýna.
Einungis Bandaríkjamenn lögðu t.a.m. skjalfesta fimm miljarða dollara í undirbúning valdaránsins í Úkraínu 2014.
Fyrir aðeins eitt prósent af þeirri upphæð mætti greiða íslenskum erindrekum u.þ.b. 50 milljarða í umboðslaun fyrir landráðin og væru það ekki hrein kostakjör?
Jónatan Karlsson, 15.6.2025 kl. 01:43
Jónatan Karlsson. Hvernig færðu það út að "Auðvitað er bókun 35 aðeins einn nagli til viðbótar í líkkistu Lýðveldisins Íslands." ?
Athugasemd þín innheldur samsæriskenningu sem á kannski við í öðrum löndum en ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að hún eigi við um þetta tiltekna mál eða hér á landi yfir höfuð. Það er aðeins eitt sórveldi sem hefur ítök á Íslandi, Bandaríkin og við þau höfum við hingað til haft vinsamlegt samband sem ekkert bendir til þess að sé að breytast. Það þarf ekki að múta neinum á meðan svo er.
Getur verið að þú sért að sjá ofsjónum eða mikla fyrir þér einfalt mál sem snýst ekki um neitt annað en að virða gerða þjóðréttarsamninga? Getum við ekki stutt lýðveldið Ísland frekar en að tala það niður?
Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2025 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.