Einfaldara að ganga úr Schengen en handtaka 72% landsmanna
3.6.2025 | 04:51
Morgunblaðið greinir frá niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu um afstöðu landsmanna til flóttamanna. Mikill meirihluti landsmanna, eða 61%, telur að fjöldi flóttafólks sem fær hæli á Íslandi sé of mikill. Enn fleiri eru á því að kostnaður við komu flóttafólks sé of mikill, en flestir, eða 72%, segja að mörg vandamál fylgi komu flóttafólks sem fær hæli á Íslandi.
Um helgina safnaðist saman hópur Þvert á alla flokka á Austurvelli til að andmæla innflytjendastefnu stjórnvalda og kröfðust að stjórnvöld gripu í taumana áður en allt fer úr böndunum, nú er komið nóg. Höfðu fundarmenn með sér íslenska fánann sem setti fallegan blæ á Austurvöll og minnti alla viðkomandi á hvað þeir eru: Íslendingar.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir. þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar í grein í Vísi að íslenski fáninn sé ekki fáni fundarmanna, vegna þess að þeir séu rasistar" og að ekki sé hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi." Segir hún fólk sem mótmælir stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum óvirða þjóðfánann" og vitnar í lög um þjóðfánann máli sínu til stuðnings. Þessa útskýringu byggir hún á því að ræðumenn á fundinum ali á kynþáttamisrétti."
Slagorðið Áfram Ísland! fer greinilega í taugarnar á Ásu Berglind enda er það þveröfugt slagorði Samfylkingarinnar og Viðreisnar Afturábak Ísland! Valkyrjurnar eru að rústa grundvallaratvinnuvegum landsmanna og vinna í reynd sem amtstjórar ESB á Íslandi, þær telja þjóðfánann vera sinn eða ríkisins eingöngu. Fáni ríkisstjórnarinnar er fáni ESB sem Ása og aðrir þingmenn Samfylkingarinnar ætla að flagga á opinberum fánastöngum á Íslandi.
Til að ráða bug á öllu þessu kynþáttamisrétti geta Ása Berglind og Samfylkingin fengið njósnara S78 í lið með sér og myndað ljósmyndaher til að taka myndir af öllum rasistunum sem birtast á götum Reykjavíkur og annarra bæja 17. júní. Í kjölfarið geta þau síðan kært og fangelsað þau 72% landsmanna sem telja að vandamál fylgi innflytjendum samkvæmt Maskínu.
Í hnotskurn dreymir Ásu um að banna stjórnarandstæðingum að halda opinbera fundi. Hún vill banna umræðu um þau vandamál sem fylgja stjórnlausum innflutningi sem hún kallar mannfjandsamlegan málflutning" sem eru önnur orð yfir hatursumræðu. Í staðinn fyrir að fangelsa 72% þjóðarinnar er mun einfaldara að segja Ísland úr Schengen svo við fáum aftur stjórn á eigin landamærum. En á það má ekki heyra minnst, af því að ESB vill hafa Schengen og bannar þjóðinni að stjórna eigin málum.
Málflutningur Ásu minnir á geðsjúklinginn sem féll á prófinu þegar hán var beðið um að stoppa opinn vatnskrana og hán jós vatni úr baðkarinu í staðinn fyrir að skrúfa fyrir kranann. Annað nærtækt dæmi eru hánin á Bakka sem báru sólarljós inn í stofu í fötum og sturtuðu því á gólfið. Nútíma Bakkasaga er að sjálfsögðu kynsegin að hætti Samfylkingarinnar þar sem hvorki má segja systur né bróður og því talað um Bakkahána sem bakka aftur á bak á samfélagsbakkanum eins og ríkisstjórnin gerir.
![]() |
Meira en 60% telja of marga fá hér hæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:54 | Facebook
Athugasemdir
Samfylkinginn hefur alltaf verið fasistaflokkur þó ungir
kjósendur geta ekki séð það. Ennþá.
Ása er nákvæmlega eins og kynsytir sín, ISG,
sem sagði á frægum fundi,
"Þið eruð ekki fólkið í landinu"
Og þannig er viðhorfið ennþá.
Ekkert breyst frá því hún fór frá en
lukkupotts-frostrósin
læðist sem músin og fólk tekur ekki eftir því.
Mýsanr eiga það til að naga og skemma, bakvið veggi
og undir gólfum og þegar það uppgötvast þá er tjónið
orðið mikið og dýrt.
Stórhættulegur flokkur og alltaf staðið fyrir
glundroða og óreiðu.
Sigurður Kristján Hjaltested, 3.6.2025 kl. 19:19
Þakkir Sigurður fyrir innlit og mjög svo réttmæta og góða athugasemd. Einmitt, valdafíklar skilja sig frá almenningi því þeir eru svo sérstakir, því þeir hafa völdin. Þeir reikna einungis þá sem eru þeim sammála hinir sjást ekki og komast ekki á blað. Óstjórnin í Reykjavík undanfarna áratugi sýnir það skýrt hvernig valtað er yfir borgarbúa í hverju málinu á fætur öðru. Glundroði og óreiða er þeirra starfsstíll. Vonandi fer þjóðin að átta sig á þessu ....en ókeypis er það ekki....
Gústaf Adolf Skúlason, 3.6.2025 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.