Glæpahringirnir hagnast á brottrekstri Úlfars Lúðvíkssonar

ulfarludviksson

Það var hressilegt að hlýða á viðtal Stefáns E. Stefánssonar við Úlfar Lúðvíksson, fv. lögreglustjóra á Suðurnesjum, í þætti Spursmála í gær. Úlfar Lúðvíksson var rekinn úr embætti lögreglustjóra fyrir það eitt að vilja vinnu sína eftir bestu getu við landamæragæslu Íslands á Keflavíkurflugvelli. Brottrekstur Úlfars er fólskuverk sem þjónar glæpahringjum sem eru að leggja undir sig Ísland.

Úlfar Lúðvíksson uppljóstraði um flöskuháls í kerfinu þar sem Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir, ríkislögreglustjóri og Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri gæta allt annarra hagsmuna en þjóðarhags. Sem dæmi nefndi hann að hann væri ekki einu sinni virtur svara með ábendingum og fyrirspurnum til dómsmálaráðuneytisins sem er skýlaust brot á starfsreglum ráðuneytisins og ætti að vera refsivert fyrir viðkomandi starfsmenn.

Þetta er lýsandi dæmi um hvar stjórnkerfið er statt. Leyndarhyggja ókjörinna embættismanna sem vinna gegn hagsmunum almennings. Ókjörnir embættismenn sem eiga að gæta þess að alþjóðlegir glæpahringir nái ekki fótfestu á Íslandi en auðvelda þeim leikinn með því að reka þá sem harðastir eru gegn glæpamönnunum. Hagur þjóðarinnar er fyrir borð borinn með brottrekstri Úlfars Lúðvíkssonar. Hagur glæpamanna vænkar. Aðrir hafa verið reknir á undan honum og munu verða reknir á eftir honum nema að þjóðin taki af skarið og kjósi sér stjórnmálamenn til að vinna fyrir sig í stað þess að greiða stjórnmálamönnum laun fyrir að vinna að yfirtöku ESB á Íslandi.

Það er sjálfsagt mál að taka undir þá lágmarkskröfu Úlfars Lúðvíkssonar að víkja Sigríði Björk Guðjónsdóttur og Hauki Guðmundssyni úr embætti. Einnig ætti að endurráða Úlfar í lögreglustjórastöðu Suðurnesja, því hann er hæfasti maðurinn sem Ísland á til starfsins í dag.

Frásögn hans um níu ára þöggun ráðuneytisins til að leysa vandann með farþegalista flugfélaganna vekur spurningar. Hvaða hag hafa yfirmenn dómsmálaráðuneytisins af því að tryggja flugfélögum möguleika á að flytja eftirlitslausa einstaklinga til Íslands? Er verið að aðstoða glæpamenn að komast til landsins og valda usla? Peningar eru ekkert vandamál hjá alþjóðlegum fíkniefna- og glæpahringjum og mútur notaðar til að kaupa fólk, það vita allir. Nýleg uppljóstrun um kaup Björgólfs Björgólfssonar bankamanns á lögreglumönnum til einkanjósna staðfestir veikleika kerfisins.

Úlfar Lúðvíksson hefur mestu reynslu allra af landamæragæslu Íslands og hann fullyrðir að innganga landsins í Schengen hafi verið mistök. ESB-sinnar þola enga gagnrýni eða ábendingar um að þeir geri neitt rangt. Hjá þeim er ESB himnaríkið og allt annað brennandi helvíti. Þótt Schengen gerði líf landsmanna óbærilegt með innfluttum glæpamönnum, þá finnst ESB betra að fórna  öryggi og velferð landsmanna en að játa á sig mistökin. 

Þjóðin á að hlusta á þegar reyndir, heiðarlegir starfsmenn segja frá reynslu sinni eins og Úlfar Lúðvíksson. Það eru einmitt svona einstaklingar sem við þurfum til starfa, sem skilja muninn á réttu og röngu og hafa kjark til að ræða málin. 

Þjóðin á að sæma Úlfar fálkaorðunni, segja sig úr Schengen, skera upp herör gegn vaxandi ítökum glæpahringja á Íslandi og hefja hreinsunaraðgerðir á ríkisbákninu til að losna við þá einstaklinga sem nota ríkið í laumi á bak við okkur sem gagnast glæpamönnum.

 


mbl.is Spursmál: Kallar eftir afsögn ríkislögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Tek undir allt sem þú segir.

Embættismannakerfið er að eyðileggja Ísland.

Gjörsamlega vanhæft fólk í öllum stöðum.

Eftir kvennvæðinguna í flestar

stjórnunarstöður er bara allt meira og minna í rúst.

Það er bara sorgleg staðreynd.

Sigurður Kristján Hjaltested, 24.5.2025 kl. 10:20

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hverjir hafa ráðið ferðinni undanfarin ár og áragugi?

Tryggvi L. Skjaldarson, 24.5.2025 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband