Vilt þú gefa ríkinu launin þín fjóra af fimm dögum vikunnar?

FrostadóttirSýning valdníðslufarsans gengur frábærlega vel á Íslandi. Rústun samfélagsins er á kafla 2. Viðskiptablaðið birtir í dag gott viðtal við Jón Ólaf Halldórsson formann Samtaka atvinnulífsins sem segir: „Við sköpum verðmætin - ef við fáum frið til þess.

Greinilega hefur Jón Ólafur mikla og langa eigin reynslu af íslensku atvinnu- og þjóðlífi, annars gæti hann ekki mælt sem hann gerir til dæmis um veiðigjaldafrumvarpið:

„Það virðist vera pólitísk ákvörðun, byggð á huglægum mælikvörðum, það er lítið sanngjarnt við það að greiða 76% virkan tekjuskatt. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja er flókinn, sjávarútvegur er hátæknigrein með fullt af hæfileikaríku fólki sem hefur tekist að framkvæma kraftaverk með t.d. fullvinnslu aflans á Íslandi. Það virðist oft gleymast að veiðigjöldin sem slík eru aðeins hluti af því sem sjávarútvegur leggur til íslensks samfélags. Sjávarútvegur greiddi til dæmis 124 milljarða króna í laun árið 2023 og útsvarstekjur nærsamfélaga fyrirtækjanna eru oft stór hluti af tekjum sjávarútvegssveitarfélaganna. Hver króna sem sjávarútvegurinn býr til margfaldast í íslensku samfélagi.“

Jón bendir réttilega á að 94% fyrirtækja á Íslandi eru lítil og meðalstór en samkvæmt ríkisstjórninni og RÚV eru útgerðarmenn og sjómenn upp til hópa vondir menn stórfyrirtækja sem stela frá ríkinu og arðræna almenning. Hatur jafnaðarmanna er þvílíkt að þeir veigra sér ekki við að rústa undirstöðum íslensks efnahagslífs eingöngu til að fullnægja hégóma sínum að láta aðra finna fyrir því hverjir hafa völdin. 

Slíkt heitir valdníðsla á íslenskri tungu.

Markmið ríkisstjórnarinnar er:

„Að fara í al­menn auðlinda­gjöld í fleiri en einni at­vinnu­grein....en við erum ekki að tala um skattahækkanir!“

Augljóslega halda jafnaðarmenn að almenningur á Íslandi sé samansafn heilalausra sauða sem hægt er að segja hvað sem er við. 

76% skattar þýða að launamaðurinn gefur ríkinu launin fjóra af fimm vinnudögum vikunnar. Það er ekkert annað en rán ríkisins á hart stritandi almenningi. 

Verði ný auðlindagjöld á atvinnulíf Íslands ekki stöðvuð, þá fær ESB sína heitt elskuðu efnahagskreppu á Íslandi sem þarf til þess að ESB og RÚV getir hrætt landsmenn til uppgjafar og inngöngu í ESB. Til þess er leikurinn gerður.


mbl.is Stjórnin undirbýr aukna gjaldtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Þetta er það eina sem Samfuylkingin kann, skattleggja allt í botn og segja svo ESB muni bjarga öllu !

þetta var vitað og þeir sem kusu þetta enn einu sinni yfir okkur mega skammast sín.

Birgir Örn Guðjónsson, 21.5.2025 kl. 09:51

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Takk Birgir, sammála síðasta ræðumanni!

Gústaf Adolf Skúlason, 21.5.2025 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband