Sjálfsagt réttlætismál fyrir þjóðina að losa sig við útrásarpólitíkusa í merki snáksins

Dagur B.

Samfylkingin þarf kreppur til að hræða fólk til fylgis. Í nýrri ríkisstjórn og með skúrka eins og Dag B. Eggertsson innanborðs er ekki von á neinu góðu. Ránsferð ríkisstjórnarinnar í vasa útgerðarinnar, sjómanna, ferðamanna, öryrkja og annarra breiðra samfélagshópa með nýjum skattahækkunum er áskrift að nýju efnahagshruni. 

Það er ekki óviðbúið en makalaus norður kóreönsk hagfræði að tala um að þvinga „sjávarútveginn til að verðleggja aðgang sinn að auðlindinni á markaðsforsendum." Þessi setning sem Dagur B. skrifaði í nýlegri umræðugrein í Morgunblaðinu sýnir, að hann hefur enga hugmynd um lögmál markaðsins, frjálst framboð og eftirspurn. Íslenskur sjávarútvegur hefur einmitt á markaðsgrundvelli náð að byggja upp einstaka iðngrein sem ber sig án ríkisstyrkja eins og er erlendis og íslenskur sjávarútvegur þarf að keppa við. 

Allir hafa séð hver umhyggja Dags B. fyrir frjálsu framboði og eftirspurn er í Reykjavík. Voru fjárfestingar borgarinnar í nafni grænna umskipta að kaupa strætisvagna af kínverska fyrirtækinu Yutong gerðar til að hygla flokksbróðurnum Össuri Skarphéðinssyni sem var í stjórn Yutong Eurobus Scandinavia AB? Hljómlistarhöllin Harpa var sýnd á heimasíðu kínverska fyrirtækisins og sögð vera skrifstofa Yutong á Íslandi. Reykjavíkurborg var notuð fyrir sölukynningu á Yutong strætisvögnum til erlendra gesta borgarinnar sem sparaði flokksvinum borgarstjórans markaðssetninguna.

Dagur B. skrifar eins og hann sé ríkið og eigi sjóinn og allt sem í honum er. Hann er á móti einkaeign og að menn geti auðgast af störfum sínum samanber:

„Það er vont að auður og völd safnast áfram á fárra hendur...Það er vont fyr­ir byggðirn­ar. Það er vont fyr­ir at­vinnu­lífið. Það er vont fyr­ir sam­keppni. Það er vont fyr­ir lýðræðið. Og það er vont fyr­ir sam­fé­lags­gerðina." 

Það sem er vont fyrir lýðveldið og lýðræðið er að hafa stjórnmálamenn sem dreymir um að verða einræðisherrar. Reykjavíkurborg hefur í seinni tíð verið rekin eins og Stalíngrad á tímum Stalíns. Hvergi hefur verið hlustað á raunverulega eftirspurn borgarbúa, hvorki varðandi húsnæði, samgöngur, leik- og barnaskóla og yfirleitt á öllum sviðum borgarinnar. Lélegur kassaarkitektúr þjappar leigjendum saman svo fyrrverandi vinir meðal útrásarvíkinga geta notfært sér ævilanga húsaleiguþrælkun borgarbúa. Sama er uppi á teningnum í Reykjanesbæ með yfir 90% af endurnýjun í ferköntuðu fjölbýli. Hvert spillingarmálið hefur blossað upp á fætur öðru samanber braggmálið. Þessi fyrrverandi borgarstjóri er í engri stöðu til að vera að rífa kjaft við sjómenn en kjaftinn notar hann til að sá eitraðri sundrung meðal þjóðarinnar sem er það eina sem jafnaðarmenn nútímans kunna á Íslandi í dag. 

Ráðist er á þá duglegu og þeim refsað fyrir dugnaðinn. Frumkvæði athafnamanna gert andlaust og einkaeign útrýmt í stíl Norður-Kóreu. Íslensk stjórnmálastétt er uppfull af aumingjum. Ef einhver þorir að hreyfa litlafingri er viðkomandi ófrægður og opinberlega rakkaður niður af fjölmiðlum sem stjórnað er af fákeppnisaðilum jafnaðarmanna og útrásarvíkinga. 

Eitt er víst. Fiskveiðistefna Dags Bé verður ekki í askana látin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband