Þorskur á þurru landi
12.5.2025 | 05:42
ESB-ríkisstjórnin er með allt niður um sig. Valkyrjurnar ráðast á þjóðina með svo kallaðri leiðréttingu rétt eins og þær eigi sjálfar fiskinn í sjónum. Mæta síðan ekki á fund í fyrstu umræðu um leiðréttinguna og verður að fresta honum svo stjórnarandstaðan taki ekki yfir.
Hegðun ríkisstjórnarinnar minnir á manninn sem fór í veiðitúr með vinnufélögunum og þegar hann kom heim spurði eiginkonan hvernig ferðin hefði verið.
Jú, jú, þetta var mjög góður veiðitúr en þú gleymdir að pakka niður auka nærbuxum."
Konan svaraði um hæl:
Nei, nei, ég setti þær í kassann með önglunum."
Ríkisstjórnin er upptekin af lauslæti og skilur stjórnarandstöðuna eftir með alla ábyrgð. Með sama áframhaldi tekst stjórnarandstöðunni vonandi að draga leiðréttinguna" upp úr vitfirringshafi vinstri stjórnarinnar á land skynseminnar sem er eina rétta leiðin fyrir þorskinn að komast á þurrt land.
![]() |
Hefur greinilega ekki verið með neina verkmenn í húsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning