Er það eðlilegt að ráðherrum leyfist að misnota stofnanir Íslands í þágu gyðingahaturs?
23.4.2025 | 08:52
Utanríkisráðherrann notar hvert tækifæri sem gefst til að ráðast á lýðræðiskjörinn forseta Bandaríkjanna og láta í ljós gyðingahatur og andúð sína á Ísraelsmönnum. Hún segir þetta hennar persónulegu skoðun rétt eins og það eigi að gleymast að hún er utanríkisráðherra Íslands. Að sjálfsögðu er hennar afstaða túlkuð sem stefna ríkisstjórnarinnar bæði innanlands og utan. Og það er einmitt ástæðan fyrir því að hún talar eins og hún gerir. Ráðherrastóllinn er verkfæri hennar til að koma sjálfri sér á framfæri og sýna húsbændunum í Brussel hversu hlýðin og góð hún er í að framkvæma heimsvaldastefnu ESB, Kína, SÞ, WHO og World Economic Forum.
Efst á blaði er að fylkja liði til að ráðast á Rússland og koma Pútín frá völdum og ryðja lýðræðislega kjörnum forseta Bandaríkjanna úr vegi sem er stærsta hindrun hnattræningjanna um þessar mundir. Í gegnum ofangreindar alþjóðastofnanir er verið að undirbúa yfirtöku Vesturlanda með innleiðingu sams konar eftirlitskerfi á almenning og viðgengst í einræðisríki Kína. Kommúnískt stjórnskipulag hefur þegar að verulegu leyti verið innleitt hjá SÞ, WHO og ESB gegnum samstarf Vorld Economic Forum og kínverska kommúnistaflokksins. Kínverski sendiherrann á Íslandi gerir grein fyrir þessum markmiðum í grein í Mbl.í dag þar sem hann segir efnahagslega hnattvæðingu vera allsherjarlausn á fjötrum tvíhliða samstarfs (lesist: kommúnísk tök á alþjóðastofnunum til að stjórna heiminum með alþjóðalögum).
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hnattvæðingarstjóri Íslands ásamt Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra. Hjá báðum þessum konum gildir að sanna fyrir hnattræningjunum, hversu duglegar þær eru í hlutverki sínu að koma íslensku þjóðinni í hlekki Evrópusambandsins. Sjálfsagt dreymir þær báðar um ofurlaunuð störf hjá einhverri alþjóðastofnuninni fyrir góðverkið.
Varla kusu landsmenn um það að íslenskar stofnanir eins og utanríkisráðuneytið og forsætisráðuneytið yrðu notaðar til að kynda undir heimsófriði og gyðingahatri. Að æðstu embætti þjóðarinnar yrðu notuð fyrir erlenda hagsmuni í stað hag Íslendinga.
Ríkisstjórnin hefur valdið Íslandi ómældu tjóni með utanríkisstefnu sinni og enginn veit hver endanlegur kostnaður verður fyrr en stjórnin fer frá.
![]() |
Segir óeðlilegt að Ísrael taki þátt í Eurovision |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning