Páfinn verður krafinn reikniskila á þeim glæpum sem hann hefur framið
22.4.2025 | 07:39
Frans páfi er látinn og kardínálar Vatíkansins safnast saman til að velja sér og kaþólsku kirkjunni nýjan páfa. Allir lofsyngja ekki páfann. Carlo Maria Viganò erkibiskup birtir hörð viðbrögð við fréttum um andlát Frans páfa. Carlo Maria Viganò erkibiskup hefur gagnrýnt Frans páfa á valdatíma hans og meðal annars oft talað gegn stuðningi páfa við opin landamæri og sósíalisma. Frans páfi bannfærði Viganò í júlí 2024 fyrir tilraun til að kljúfa kaþólsku kirkjuna.
Vigano erkibiskup stóð upp gegn eyðileggingu kirkjunnar, Covid-fyrirmælum sem moluðu mannréttindi einstaklinga út um allan heim og stolnum kosningum. Hann ásakaði páfann um eyðileggjandi aðgerðir gegn kirkjunni og stuðningi við aðila eins og World Economic Forum. Fyrir það var hann bannfærður úr hinni heilögu kaþólsku kirkju.
Á mánudaginn, eftir dauða Frans, birti Carlo Maria Viganò harðorð ummæli um valdatíma Frans hjá kaþólsku kirkjunni (sjá X að neðan) hér í lauslegri þýðingu:
Árið 2018 greindi Eugenio Scalfari frá þeim orðum sem Bergoglio trúði honum fyrir um sýn sína á lífið eftir dauðann:
"Syndugum sálum er ekki refsað: þeim sem iðrast öðlast fyrirgefningu Guðs og sameinast í röð sálna sem tilbiðja hann, en þeir sem iðrast ekki og því ekki hægt að fyrirgefa hverfa. Það er ekkert helvíti, syndugar sálir hverfa einfaldlega.
Þessi villutrú gengur þvert gegn kaþólskri trú, sem kennir okkur að sérstakur dómur er fyrir alla sem Bergoglio kemst sjálfur ekki undan. Sál hans er því hvorki horfin né uppleyst: hann verður að gera grein fyrir þeim glæpum sem hann hefur framið, fyrst og fremst fyrir að hafa rænt hásæti Péturs til þess að eyðileggja kaþólsku kirkjunni og fyrir að hafa glatað svo mörgum sálum.
Þótt þessi ekki-páfi og and-páfi geti ekki lengur skaðað hinn dulræna líkama," þá eru arftakar hans enn eftir, undirróðursmennirnir sem hann hefur ólöglega skipað kardínála og sem hafa lengi skipulagt sig til að tryggja áframhaldandi kirkjuþingsbyltingu og eyðileggingu páfakirkjunnar. Þeim til stuðnings eru einnig íhaldssamir kardínálar og biskupar sem hafa gætt þess að efast ekki um réttmæti Jorge Bergoglio. Það er á herðum þessa fólks sem stærsta ábyrgðin á niðurstöðu næstu ráðstefnu fellur.
Hér að neðan má sjá færslu erkibiskupsins á X:
In 2018, Eugenio Scalfari reported the words that Bergoglio supposedly confided to him about his vision of the afterlife:
Arcivescovo Carlo Maria Viganò (@CarloMVigano) April 21, 2025
Sinful souls are not punished: those who repent obtain Gods forgiveness and join the ranks of souls who contemplate him, but those who do not repent and pic.twitter.com/64JGhSDrjQ
![]() |
Páfi sem þorði en hefði mátt ganga lengra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning