Bandaríkjastjórn framfylgdi lögum þegar hún vísaði hryðjuverkamanninum García úr landi

 

garciaFjölmiðlar vilja láta þig trúa því að Trump forseti ögri dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna í brottvísunarmáli Kilmar Abrego García, meðlimi glæpaklíkunnar MS-13. Demókratar reyna að gera málið að stórpólitík gegn Bandaríkjaforseta. Chris Van Hollen, öldungardeildarþingmaður Demókrata, hefur farið til El Salvador til að reyna að fá glæpamanninn lausan. „Ég verð ekki í rónni fyrir en hægt verður að fá hann heim, það átti aldrei að vísa honum úr landi."

Brottvísun Kilmar Abrego García er lögleg og sýnt var fram á tengsl hans við glæpaklíkuna MS-13 af innflytjendadómstól í Bandaríkjunum árið 2019 (sjá X að neðan). García dvaldi sem ólöglegur innflytjandi í Bandaríkjunum síðan 2011. Eina lagalega spursmálið var, hvort hætta ætti við brottvísun vegna spurningar um að líf hans væri í hættu vegna stríða glæpahópa í landinu. Aðgerðir Nayib Bukele forseta gegn glæpahópum hafa breytt El Salvador úr einu ofbeldisfyllsta ríki heims, með yfir 100 af hverjum 100.000 morðum árið 2015, í eitt það öruggasta í Rómönsku Ameríku, með aðeins 2,4 af hverjum 100.000 árið 2023. Hættan á árásum á García var því ekki lengur fyrir hendi.

Hryðjuverkamaðurinn er ekki bandarískur ríkisborgari og var dæmur til brottvísunar árið 2019

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ríkisstjórn Bandaríkjanna að auðvelda endurkomu García frá El Salvador — en Nayib Bukele forseti neitar að afhenda einn af sínum eigin ríkisborgurum og Bandaríkin hafa enga heimild til að sækja hann með valdi.

Fjölmiðlar skýra rangt frá málinu og gefa þá mynd af glæpamanninum að hann sé „fórnarlamb" árása Trumps á bandaríska ríkisborgara. Þeir segja hann vera „Maryland-mann“ og gefa í skyn að hann sé bandarískur ríkisborgari sem er ósatt. García er ekki bandarískur ríkisborgari. Hann er ríkisborgari í El Salvador og kom til Bandaríkjanna 16 ára gamall ár 2011 og hefur verið ólöglegur innflytjandi þar til að honum var vísað úr landi.

Kilmar Abrego García var fluttur frá Bandaríkjunum til El Salvador 15. mars 2025, þar sem tengsl hans við glæpahópinn MS-13 brjóta í bága við búsetu hans í Bandaríkjunum. Sönnunargögnin, sem bandarísk yfirvöld vísa til og fjölmiðlar eru ekki að segja frá, koma frá niðurstöðu innflytjendadómara árið 2019 að García tengdist MS-13 glæpahópnum.

Dómarinn hafnaði hælisbeiðni García vegna þess að hann hafði ekki sent inn gögn innan tilskilins tíma frá komunni til Bandaríkjanna eins og bandarísk innflytjendalög mæla fyrir. Hins vegar var hann ekki sendur úr landi þá vegna þess að dómarinn veitti honum vernd sem kom í veg fyrir brottvísun hans til El Salvador 2019 vegna trúverðugs ótta við árásir annarrar glæpaklíku. Það gerði honum kleift að búa og starfa löglega í Bandaríkjunum en ekki rétt til fastrar búsetu eða bandarísks ríkisborgararéttar eða hælisvistar.

Ef demókratar sýndu bara fórnarlömbum glæpamanna í Bandaríkjunum sama áhuga og hryðjuverkamönnum

MS-13 voru opinberlega skilgreind sem erlend hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum árið 2025. García er því flokkaður sem hryðjuverkamaður sem ógildir enn frekar lagalegan rétt hans til að vera áfram í Bandaríkjunum. Í útlendingalögum Bandaríkjanna (sjá afrit að neðan) er tekið skýrt fram að ekki megi stöðva brottvísun ef rökstuddar ástæður eru til að ætla að þeir hafi framið alvarlega glæpi þar með talin hryðjuverk og séu hættulegir öryggi Bandaríkjanna.

Demókratar sem reyna að slá pólitískar keilur á málinu segja að engin refsiákæra hafi verið lögð fram gegn García sem meðlimi í alþjóðlegum hryðjuverkahóp. Þótt það sé tæknilega rétt, þá krefjast bandarísk innflytjendalög ekki að viðkomandi hafi verið ákærður vegna refsiverðs athæfis til að afturkalla megi vegabréfsáritun eða löglega búsetu. Tengsl við hryðjuverkahóp er ein og sér forsenda til brottvísunar, óháð því hvort sakfelling hafi átt sér stað eða ekki.

Eftir brottvísun hans var Kilmar Abrego García sendur í hryðjuverkafangelsi El Salvador (CECOT) í samræmi við lög Salvadors um gæsluvarðhald einstaklinga sem tengjast tilnefndum hryðjuverkahópum. Samkvæmt lögum Salvador er ekkert lagalegt fordæmi eða lög sem heimila forsetanum að senda ríkisborgara El Salvador til framandi lands án formlegrar framsalsmeðferðar. Bandaríkin hafa enga lagaheimild til að hafa afskipti af innri málefnum El Salvadors.

Ef demókratar sýndu sama áhuga á fórnarlömbum til dæmis nauðgana sem ólöglegir innflytjendaglæpamenn fremja í Bandaríkjunum og þeir sýna þessum alþjóða hryðjuverkamanni, þá væru innflytjendamálin í Bandaríkjunum eflaust í betra ástandi en raun ber vitni. En það er sem sagt grundvelli laga og sem öryggis- og mannúðarráðstöfun að Bandaríkjastjórn vísar alþjóðlegum hryðjuverkamönnum úr landi eins og García. Það er því rangt að halda því fram að García hafi verið sendur „ranglega" úr landi. Það er pólitískt áróðursbragð demókrata til að reyna að ná höggi á Bandaríkjaforseta og Bandaríkjastjórn.

 


mbl.is Sendu mann ranglega úr landi: Fær ekki að snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband