Vinstri menn skilja ekki hvaðan fjármunirnir koma
16.4.2025 | 09:08
Ragnar Árnason prófessor emeritus við Háskóla Íslands lýsir í nýrri grein í Mbl. Atlaga að grunnatvinnuvegum þjóðarinnar," hvernig ríkisstjórnin gerir allt þveröfugt við yfirlýsingar í stefnuskrá um að efla atvinnulífið og auka verðmætasköpun. Hann spyr réttilega í lok greinarinnar, hvers vegna ríkisstjórnin hafi kosið að leggja í þessa vegferð og hvort hlutverk hennar eigi ekki að vera að bæta lífskjör landsmanna. Að mati prófessorsins væri þjóðhagslega miklu nær lagi að minnka ónauðsynlegustu ríkisútgjöldin og þar sé af nægu að taka.
Ragnar Árnason hefur verið einna manna duglegastur við að aðstoða atvinnulífið við að ná hærri framleiðni sem hefur lagt grunninn að hærri tekjum, fjölbreyttari vörum og mörkuðum. Með hærri tekjum hefur skapast svigrúm til að auka hagsæld landsmanna og þannig hefur aukin verðmætasköpun komið öllum landsmönnum til góða.
Aukin skattheimta rýrir kjör landsmanna
Ragnar bendir á að hærri skattar á sjávarútveg og ferðaþjónustu munu á endanum rýra tekjur þjóðarbúsins og grafa undan velferð og hagsæld Íslendinga. Hann skrifar:
Bæði sjávarútvegur og ferðaþjónusta eiga í harðri samkeppni við erlend fyrirtæki á alþjóðlegum mörkuðum. Augljóst er að hærri skattar á þessar greinar veikja samkeppnisstöðu þeirra gagnvart hinum erlendu samkeppnisaðilum. Umrædd skattahækkun er því til þess fallin að flytja hluta af verðmætasköpun þessara greina til útlanda og minnka þannig verðmætasköpun þeirra en ekki auka sem ríkisstjórnin segist vilja vinna að í stefnuskrá sinni."
Hann bendir einnig á að nálægt 90% sjávarútvegs eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins:
Nálægt 90% sjávarútvegsins eru staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Því eru það íbúar landsbyggðarinnar, ekki síst á Snæfellsnesi, Vestfjörðum, Austfjörðum og Vestmannaeyjum, sem munu verða fyrir mestu skakkaföllunum af aukinni skattheimtu af sjávarútvegi."
Niðurstaða Ragnars Árnasonar er þessi:
Aukin skattheimta á grunnatvinnuvegina, sama hvaða nafni hún er kölluð, dregur úr umsvifum þeirra og minnkar þjóðartekjur og hagvöxt. Hún rýrir því lífskjör landsmanna bæði í bráð og lengd. Vegna minni þjóðartekna munu opinberar skatttekjur jafnframt óhjákvæmilega minnka er fram í sækir."
Endalausir peningar töfravasans
Prófessorinn bendir réttilega á að þjóðartekjur sem gegnum skattkerfið standa undir nauðsynlegri þjónustu eins og til dæmis heilbrigðis- og menntaþjónustu, öryggismálum m.fl. er fjöregg þjóðarinnar. Minnka tekjurnar, þá minnkar rýmið til velferðarmála. Aukast tekjurnar, þá eykst rýmið til aukinnar hagsældar.
Þetta skilja ekki vinstri menn. Hjá þeim er ríkissjóður eins og töfravasinn í ævintýrabuxunum, þar sem nýr seðill myndast af sjálfu sér í hvert sinn sem sótt er í vasann eftir fé. Vinstri menn þjást af því ábyrgðarleysi, að skeyta engu um hvaðan peningarnir koma. Hjá þeim er bara að hækka skattana, því aðrir eiga að sjá um að standa undir byrðunum.
Byrlunarmenning öfgavinstri manna
Á Íslandi má svo sannarlega tala um öfgavinstri hreyfingu sem lýsir sér í botnlausu hatri á sjómönnum og útgerðarmönnum og öðrum harðduglegum landsmönnum sem framleiða og skapa verðmæti. Þetta hatur hefur afvegaleitt stofnun eins og RÚV með blaðamenn sem eru sakborningar í byrlunarmáli. Byrlunarmenning vinstri manna kemur við á fleiri stöðum, til dæmis þegar eitrað var fyrir Robert Spencer í fyrirlestraferð til Íslands. Fleiri beinagrindur finnast eflaust í farangri Samfylkingar og annarra vinstri manna.
Það er líka önnur hlið á þessu máli: Aðildarumsókn Íslands að ESB. Með því að rústa sjávarútveginum og skapa efnahagslegt upplausnarástand á Íslandi er meiningin að ESB komi sem frelsandi engill og bjargi" landinu frá nýju efnahagshruni. Ríkisstjórnin er þegar gengin ESB á hönd og framkvæmir bara skipanir frá Brussel.
Ef landsmenn sitja og horfa aðgerðarlausir á, þá munu örlög þeirra verða þau sömu og farþeganna sem sukku í sæ undir fiðluleik á dekki hins ósökkvanlega Títanik.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Dæmisagan um gæsina og gullegginn er lifandi ljós. Slátrum gæsinni í snarheitum. Örlög vinstrimanna hafa ætið verið ljós, færum vesæld yfir heiminn og allir verða kátir.
Sindri Karl Sigurðsson, 16.4.2025 kl. 12:30
Sæll Sindri, já þannig er það...
Gústaf Adolf Skúlason, 16.4.2025 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.