Hafa Íslendingar gleymt landhelgisbaráttunni?

 

landhelginMyndin sýnir varðskipið Þór í einu af þorskastríðum Íslands á fyrri öld. Fyrir utan þjófaveiðar breskra togara í íslenskri landhelgi, þá voru freigátur hennar hátignar sendar á vettvang til að sigla á varðskip Landhelgisgæslunnar. 

Það er ótrúlegt að horfa upp á það andvara- og sinnuleysi sem niðurrifsstjórn jafnaðarmanna notfærir sér sem skautasvell til að fremja eitt stærsta skemmdarverk í sögu þjóðarinnar á árangri Íslands í sjálfstæðisbaráttunni. Barátta Íslendinga um yfirráðin yfir sjónum og verðmætum hafsins er óaðskiljanlegur þáttur í þeirri velmegun sem aukin verðmætasköpun í sjávarútvegi færði þjóðinni. Án stækkunar landhelginnar sem landsmenn þurftu að heyja að minnsta kosti þrjú þorskastríð til að yrði að veruleika, þá væru landsmenn enn að hluta til í torfkofum og braggahreysum.

Jafnaðarmenn á Íslandi hafa þvílíkt löðrandi orðbragð um eigin hjartagæsku að jafnvel Kim Jong Un roðnar í samanburði. Í nafni góðmennsku við lítilmagnann á að eyðileggja áratuga störf og baráttu fyrri kynslóða við að byggja upp einn besta sjávarútveg í heimi. Með botnlausu stalínísku hatri á útgerðareigendum og sjómönnum á að ræna sjávarútveginn afkomunni og steypa landinu beint í hyldýpi efnahagslegrar óreiðu og rústun velferðar.

Útgerðarmenn og sjómenn eru brautryðjendur velferðar á Íslandi

Landsmenn ættu að íhuga vandlega, hvað það er sem nærir allt þetta hatur á þessum framtakssömu einstaklingum sem hafa lagt líf og sál að veði til að þróa og reka arðbæra atvinnugrein við jafn erfið skilyrði og sjávarútvegurinn er. Hvað hefur þetta dugmikla fólk gert annað en verið brautryðjendur velferðar á Íslandi? Í staðinn fyrir eitraða öfundsýki ætti að verðlauna þessar hetjur sjávarins. Þegar stjórnmálamenn eru eins og uppásnúnar, uppþornaðar kleinur gagnvart sjómönnum væri ekki úr vegi að Flokkur fólksins leggði fram frumvarp um að enginn stjórnmálamaður sé þingtækur nema eftir eina vetrarvertíð á íslenskum togara. Slíkt vertíðarpróf þingmanna myndi kannski aðeins lækka mesta ofstækið gagnvart stærstu verðmætasköpurum landsmanna.

Sannleikurinn er sá að íslenskir jafnaðarmenn hafa keyrt sína eigin lest út af sporinu og eru fastir í stalínískri gröf Evrópusambandsins. Þannig vinnur forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir, að því allan sólarhringinn að snúast eins og skopparakringla í kringum hirðina í Brussel. Snérist hún 10% allra hringjanna í kringum eigin þjóð væri það kraftaverk. En hún mun ekki gera það, því stalínískt stjórnarfar er greipt í steingervingsandlit hennar. Íslenski forsætisráðherrann vinnur sem þegar tilsettur amtstjóri yfir Íslandi að formlegri innlimun Íslands í ESB.

Lygar ríkisstjórnarflokkanna - löðrungur framan í landsmenn

Allt sem jafnaðarmenn Samfylkingar og Viðreisnar að ekki sé minnst á Flokk fólksins sögðu fyrir kosningar hefur sannast vera helber ósannindi. Það er til of mikils ætlast að jafnaðarmenn læri af gegnsæi Bandaríkjaforseta og gæðum hans sem stjórnmálamanns sem segir það sem hann ætlar að gera og gerir það sem hann segist ætla að gera.

Íslenskir jafnaðarmenn eru fimmta herdeildin á Íslandi og ef landsmenn taka ekki í taumana munu þeir glata þeim árangri sem fyrri kynslóðir hafa í aldanna rás byggt upp. Markmið þessarar ríkisstjórnar er að rústa sjávarútveginum svo Evrópusambandið geti komið inn og tekið yfir sjóinn í efnahagslögsögu okkar með öllu sem í honum er. Búið er með stórfelldum árásum á farsæla fyrrum vatnsorkustefnu landsmanna að eyðileggja orkumál landsins og áfram er haldið á þeirri braut með byggingu óhaldbærra vindmyllugarða.

Öfundsýki jafnaðarmanna

Öfundsýki jafnaðarmanna er engin venjuleg öfund. Hún er móðir allrar öfundar þess fólks sem sjaldnast hefur sjálft gert eitt ærlegt handtak um ævina. Ný grenjandi kröfukynslóð sér ofsjónum yfir dugnaði annarra og það eina sem þeim dettur í hug er að ráðast á þá sem vinna ötullega og skapa verðmætin og stela árangrinum. Halda menn virkilega að vegir landsins verði holuminni við þennan þjófnað og eyðileggingu á efnahagslegum grundvelli Íslands?

Jafnaðarmenn eru haldnir þeim misskilningi að það séu stjórnmálamenn sem skapi verðmæti. Jafnaðarmenn byggja upp ríkisvald, þar sem einstaklingurinn og „fávís lýðurinn" sem fyrrverandi forseti kallar almenning, mega sín einskis. Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins eru talsmenn sama ójöfnuðar og svínið, kötturinn og hundurinn í sögunni um litlu gulu hænuna. Komu hvergi nærri framleiðslunni en heimtuðu að fá að borða kökuna þegar hún var tilbúin.

Næsta skref, eftir að sjávarútvegurinn verður eyðilagður, verður að greiða atkvæði um að fangelsa útgerðarmenn og talsmenn sjómanna og láta möppudýr sjávarútvegsmálaráðuneytisins sökkva þeim fiskiflota sem eftir er.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hörku pistill að venju Gústaf.

Man eftir því að fyrrverandi forsetinn (ekki minn)

gerði lítið úr þorskastríðinu honum til algjörrar skammar.

Held að núverandi forseti sé sama sinnis. En Íslendingar

höfðu tækifæri á því að breyta í síðustu kosningum.

En viti menn, hjarðhegðunin, þrælslundinn,

gullfiskamynnið og hundseðlið kom í veg fyrir það.

Þess vegna er allt að fara til fjandans. 

Frostrósin, kúlulánadtrottningin og 

eldhúsbuskan eru fyrir löngu orðnar forynjur.

Ein af þeim verri ríkisstjórnum sem við höfum haft

á eftir Jóhönnu óstjórninni. Svo má ekki gleyma því

að margir á þingi voru ekki fæddir þegar þorskastríðin

voru háð og hjá þeim snýst allt um fjölbreytileika og

kynjafræði sem er á góðri leið að rústa öllu sem gott er

Eina gott í síðustu kosningum var að losna við VG og

pírata sem stóðu bara fyrir rugli og vandræðum og

vonandi sjást aldrei á þingi aftur.

Nú þarf bara að losna við þessa þrjá áður en allt

verður eyðilagt og ekki hægt að bjarga.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.4.2025 kl. 15:43

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Sigurðu Hjaltested og takk fyrir góð orð og athugasemd. Aðförin að þjóðinni er slík að já, einmitt, annað eins hefur ekki sést síðan í árásum Jóhönnu hrunstjórnarinnar á landsmenn. Guðni fv forseti reyndi að breyta „sameiginlega minninu" með því að rægja þá syni og dætur landsins sem stóðu sig einna best í baráttunni fyrir stækkun landhelginnar. Vonandi nær þjóðin fljótt áttum varðandi skemmdarverk núverandi ríkisstjórnar svo hægt verði að bjarga því sem eftir er......

Gústaf Adolf Skúlason, 5.4.2025 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband