Valkyrjustjórnin líkist meira saumaklúbbi á hugvíkkandi efnum en ábyrgu stjórnvaldi

 

groomingFyrirsögnin er sótt í blogg aðalbloggara landsmanna Pál Vilhjálmsson um afsögn menntamálaráðherrans Ásthildu Lóu Þórsdóttur. Meðhöndlun valkyrjanna, aðallega forystuvalkyrjunnar, Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra segir Páll líkjast vinnubrögðum saumaklúbbs, þar sem „lög og reglur voru virtar að vettugi. Vinnulagið er eins og hjá klíku en ekki formlegu stjórnvaldi.

Páll hefur lög að mæla. Eins hefur Morgunblaðið. Og meira að segja RÚV af öllum miðlum sem birti ítarlega frétt um málið. Páll Vilhjállmsson rekur ítarlega hvernig forsætisráðherrann sendi upplýsingar til menntamálaráðherrans til að athuga hvort hún þekkti aðilann sem bað um fund með forsætisráðherranum og um hvað málið snérist. Þá grípur menntamálaráðherra til þess bragðs að fara í óboðna heimsókn til fundarbeiðendans og málið varð stjórnlaust. Páll skrifar:

„Lekinn frá skrifstofu forsætisráðherra hratt atburðarásinni af stað.

Barnaníð virðist viðkvæmt orð fyrir marga

Margir telja að 35 ára gamalt samræði menntamálaráðherrans sé bernskubrek og sumir ganga svo langt að segja að það sé einelti að draga fram þennan hlut í dagsljósið núna. En viðbrögð Ásthildar Lóu Þórsdóttur sjálfrar benda í þveröfuga átt. Hún sendir frá sér ítarlega yfirlýsingu í kjölfar afsagnarinnar sem bókstaflega styður þann grun að hún hafi framið barnaníð. Hún skrifar í yfirlýsingunni:

„Þarna um vorið er barns­faðir minn tæp­lega sex­tán ára gam­all sem hann varð síðan í ág­úst 1989. Í fyrstu var ein­göngu um vináttu að ræða okk­ar á milli.

Af hverju skrifar hún ekki fimmtán ára gamall? Með því að skrifa töluna sextán sem drengurinn var ekki orðinn, þá er Ásthildur að styrkja að hún hafi í raun ekki framið barnaníð, þar sem sextán ára aldur var sjálfræðisaldur á þeim tíma. Ásthildur skrifar áfram:

„Af sög­um hans að dæma var hann mun reynd­ari en ég varðandi kyn­ferðismál, enda hafði ég eins og áður sagði aldrei verið við karl­mann kennd. Hann hafði, ef ég man rétt, átt nokkr­ar kær­ust­ur og nefndi a.m.k. tvær kon­ur, mun eldri en mig, sem hann hafði átt í nánu sam­bandi við.

Hverju þjóna þessi skrif, að ganga út opinberlega með að segja barnsfaðir sinn sem þá var 15 ára gamall, að hann hafi verið að monta sig af kyngetu og reynslu með eldri konum? Fyrir það fyrsta, þá viðurkennir fv. menntamálaráðherra að hún hafi rætt um kynferðismál í aðdraganda samræðis við 15 ára gamalt barn og í öðru lagi er hún að leggja upp þá línu að lesandinn eigi að vorkenna henni, hreinni meyjunni, að lenda í höndum slíks kynlífströlls. Lesandinn á að fá þá tilfinningu að hún hafi bókstaflega verið algjörlega varnarlaus í stöðunni. Hún er fórnarlambið og barnsfaðirinn gerandinn. Og áfram skrifar Ásthildur:

„Ég hafði sam­visku­bit gagn­vart hon­um og til­finn­ing­um hans sem hann bar svona utan á sér og ég gat ekki end­ur­goldið þó mér þætti vænt um hann. Ég hafði líka áhyggj­ur af hon­um og aðstæðum hans sem voru á marg­an hátt erfiðar og mig langaði til að styðja hann og hjálpa á þann hátt sem ég gæti. Það var eina svona nótt í lok sept­em­ber 1989 sem ég hleypti hon­um inn. Þarna er hann 16 ára gam­all og ég hrein­lega höndlaði ekki þess­ar aðstæður.

Hérna kemur svo niðurstaðan: Hann var orðinn 16 ára gamall þegar við áttum samræði. Ég er saklaus. Ég hef ekki brotið nein lög. Maður fær óbragð í munninn. Hvað stendur í veginum fyrir því, að þessi skýring Ásthildar sé ekki bara uppfundin eftiráskýring til að komast hjá ásökunum um lögbrot með samræði með barni? Hvílíkt dómgreindarleysi að bera þetta opinberlega á torg í fjölmiðlum gegn barnsföður sínum. Ásthildur heldur áfram að linda inn málið í eigin góðsemi til að auka vorkunnsemi lesandans við sig:

„Ég hafði sam­visku­bit gagn­vart hon­um og til­finn­ing­um hans sem hann bar svona utan á sér og ég gat ekki end­ur­goldið þó mér þætti vænt um hann. Ég hafði líka áhyggj­ur af hon­um og aðstæðum hans sem voru á marg­an hátt erfiðar og mig langaði til að styðja hann og hjálpa á þann hátt sem ég gæti.

Og enn á ný opinberar hún hvernig hún aðlagar aldur drengsins og skrifar tæplega 17 ára, þegar hann var 16 ára:

„Son­ur okk­ar fæðist svo í júní 1990 þegar ég var 23 ára og barns­faðir minn tæp­lega 17 ára.

Enska orðið „grooming“ einnig þekkt sem „child grooming lýsir því ferli, þegar fullorðnir hafa samband við börn í kynferðislegum tilgangi. Ferlið einkennist af því að fullorðinn hefur samband við barn og skapar tilfinningatengsl í þeim tilgangi að notfæra sér barnið á kynferðislegan hátt.

Er það ekki einmitt það sem opinber varnarræða fyrrverandi menntamálaráðherra lýsir? Af hverju væri hún annars að skrifa um málið svona í smáatriðum og fara með í fjölmiðla? Þegar RÚV vildi fá Ásthildi Lóu Þórsdóttir í viðtal ákvað hún að mæta ekki og segja frekar af sér embætti. Sumir segja að þetta sé einelti af hálfu RÚV. Spurningin er: Má ekki ræða þessi mál við opinberan embættismann - ráðherra? Eða er það bara vegna þess að Ásthildur er kona?

Íris Erlingsdóttir segir í nýju viðtali á Þjóðólfi:

„Ef Ásthildur hefði verið Ástráður, þá væri sennilega búið að einelta Ástráð alla leið upp á Golgata hæð og krossfesta hann þar.


mbl.is Fékk síma og heimilisfang frá aðstoðarmanni forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vil bara benda kurteislega á að á þessum tíma var kynferðislegur lágmarksaldur 14 ár en er nú 15 ár. Það er mikilvægt að rugla því ekki saman við lögræðisaldur sem er allt annað fyrirbæri því það getur verið refsivert í sjálfu sér að bera fram á prenti tilhæfulausar ásakanir um meint refsivert athæfi á hendur saklausu fólki.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2025 kl. 20:48

2 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll Guðmundur ert þú að réttlæta samræði fullorðinna við börn?

Gústaf Adolf Skúlason, 24.3.2025 kl. 22:20

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei ég var að benda á hvað stendur í lögum. Ég setti þau ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2025 kl. 23:03

4 Smámynd: Gústaf Adolf Skúlason

Sæll aftur, af hverju upplýsir þú ekki um hvaða lagagreinar þú vísar til. Er samræði fullorðinna við börn bara lagalegt atriði að þínu mati? Er ekkert siðferðilegt í málinu? Verð þú háttsemi Ásthildar sem birtir opinberlega sína frásögn í fjölmiðlum?

Gústaf Adolf Skúlason, 25.3.2025 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband