Barnaníð ekki slæmur hlutur í heimi valkyrjanna
22.3.2025 | 11:03
Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að hún sem forsætisráðherra hefði ekkert að gera með einkamál" annarra ráðherra. Það væri ekki í hennar verkahring. Þetta segir hún á löngum blaðamannafundi formanna ríkisstjórnarflokkanna um einkamál barnamálaráðherrans sem leiddi til afsagnar ráðherrans. Ef nú einkamálið er ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar, af hverju þurftu ríkisstjórnarflokkarnir þá að halda þennan blaðamannafund? Var verið að hvítþvo forsætisráðherrann af trúnaðarbresti sem lét barnamálaráðherrann fá upplýsingar um hver skrifaði bréfið, svo hún gæti áreitt viðkomandi með óboðaðri heimsókn?
Málið er allt ömurlegt. Ríkisstjórnin vissi um málið og þagði. Fyrst þegar fjölmiðlar taka það upp er brugðist við. Inga Sæland og ríkisstjórnin verja frásögn barnaníðings sem misnotaði aðstöðu sína gagnvart 15 ára dreng og eignaðist barn með honum. Trúir því einhver, að valkyrjurnar hafi ekki vitað um þessa sögu Ásthildur Lóu Þórsdóttur fyrir löngu síðan? Stjórnmálin eru botnlaust siðlaus þegar samkomulag um að fela sannleikann ræður ferðinni. Er það allt í sama dúr og aðrar lygar ríkisstjórnarinnar til dæmis um að troða Íslandi inn í ESB gegn vilja þjóðarinnar sem þegar er búið að ákveða með stækkunarstjóranum í Brussel.
Ásthildur Lóa hefði aldrei átt að komast inn á þing. Hún segist ekki hafa brotið neitt af sér, barnaníðingar eru góðir við börn. Í viðtali við RÚV lýsti hún sér sem fórnarlambinu sem varð fyrir kynferðisofsóknum sem hún réð ekkert við. Miðað við þá lýsingu má spyrja: Kærði hún ekki barnið fyrir að nauðga sér?
Barnaníð Ásthildar Lóu sést skýrt ef karlmaður er settur í hennar stað sem segði sömu orðin. FemínistaÍsland hefði örugglega verið fljótt til að dæma þann mann barnaníðing og sjá til að viðkomandi sætti tilskyldri refsingu. Á að draga úr barnaníði af því að það er kona sem fremur glæpinn en ekki karlmaður?
Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir velja allar að verja glæp Ásthildar Lóu í stað þess að ræða siðferðið í máli hennar og spurningu blaðamanna um lágmarkskröfur til að geta orðið alþingismaður, hvað þá ráðherra í ríkisstjórn Íslendinga.
Valkyrjurnar hafa sýnt og sannað að þær kunna ekki að meðhöndla stöðu í ríkisstjórn landsmanna. Svona fólk þurfa Íslendingar að hreinsa burtu af Alþingi.
![]() |
Ósammála um meint trúnaðarbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Facebook
Athugasemdir
Barnamorð á Íslandi ekki talin barnaníð!
Sá sem drepur barnið sitt fyrir fæðingu, vinnur grófasta níðingsverk sem hugsast getur. Þau eru algeng hér á landi. Engar kringumstæður geta réttlætt slík manndráp.
Flestir allir Íslendingar eru meðsekir í þessum hryllilegu glæpum, með einum eða öðrum hætti. Barnadrápin eiga sér stað daglega á Kvennadeild Landsspítalans.
Þjóðin telur sig kristna, en þverbrýtur þó eitt af mikilvægustu boðorðum Guðs: Þú skalt ekki mann deyða. Sá sem brýtur það er dauðasekur. (Samkvæmt Orði Guðs).
Nú kvarta hinir dauðaseku barnaníðingar undan barnaníði Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrir 35 árum, þar sem 15 ára piltur sængaði hjá henni þegar hún var 22 ára, svo að barn kom undir. Margur í hennar sporum hefði leynt þunguninni, og á laun látið deyða barn sitt. Enginn hefði þá vitað af þessari upp á komu og hún komist hjá afleiðingum gerða sinna um alla framtíð. En hún lét ekki taka barn sitt af lífi.
Ófyrirgefanlegur glæpur segja barnamorðingjarnir.
Fyrir 100 árum leit okkar þjóð svo á að drengir, eftir fermingu, væru fulltíða menn. Þóttu þeir þá, færir í flestan sjó, gátu t. d. fengið stöðu háseta á skipum, voru samt aðeins 14 ára. Þá var ekki, úr því gert stórmál þótt slíkir piltar fyndu sér konu og færu að búa með henni, enda væru þeir fyrirvinna heimilisins
Guðmundur Örn Ragnarsson, 22.3.2025 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning