Af þjófum og barnaníðingum
21.3.2025 | 07:37
Er Flokkur fólksins samansafn af styrkjaþjófum og barnaníðingum? Hvaða fleiri lík hafa valkyrjurnar í farangrinum? Skiptir það nokkru máli fyrir ríkisstjórn og Alþingi ESB-uppvakninga? Fréttin um barnaníð menntamálaráðherrans flýgur erlendis og fjölmiðlaskessur hlæja. Barnamálaráðherra eignaðist barn með barni. Orðstír valkyrjanna eykst stöðugt og minnir á lagið um valkyrjurnar tíu sem týndu tölunni:
Valkyrjurnar fóru á rall,
þá voru þær tíu,
ein drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.
Níu litlar valkyrjur
fóru seint að hátta
ein þeirra svaf hjá barni
og þá voru eftir átta.
Átta litlar valkyrjur
vöknuðu klukkan tvö.
Ein þeirra dó úr geispum
en þá voru eftir sjö.
Sjö litlar valkyrjur
sátu og átu kex
ein þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.
Sex litlar valkyrjur
sungu dimmalimm
ein þeirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.
Fimm litlar valkyrjur
héldu að þær væru stórar
ein þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórar.
Fjórar litlir valkyrjur
hófu rukkun fjár
lögreglan tók eina
en þá voru eftir þrjár.
Þrjár litlar valkyrjur
stigu á sínar tær
ein þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tvær.
Tvær litlar valkyrjur
bitu fast í bein
önnur hún varð vitlaus
en þá var eftir ein.
Ein lítil valkyrja
sá hvar gekk ein dama
Hún gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama.
Samfylkingin sagði já
og svo fóru þau í bíó
ekki leið á löngu
uns þær urðu aftur tíu.
![]() |
Frétti af framferði Ásthildar fyrir viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:39 | Facebook
Athugasemdir
Ég er alls ekki að mæla þessu bót, en tilefnin til afsagnar ráðherra hafa nú verið mun meiri og alvarlegri í gegnum tíðina. Getur ekki bara verið að hún hafi ekki hlotið "næga" þjálfun í ósvífni og óskammfeilni??????????? En hún sýndi þó smá rökræna hugsun og iðrun, sem er meira en margir hafa gert og þar á meðal er margir ráðherra núverandi ríkisstjórnar,með þessum viðbrögðums ínum. Ég tek það fram að ég kaus EKKI Flokk Fólksins í síðustu kosningum en mér finnst að hann eigi að njóta sanngirni í umfjöllun eins og aðrir....
Jóhann Elíasson, 21.3.2025 kl. 08:11
Sæll Jóhann og þakkir fyrir innlit og athugasemd. Já þetta er afskapleg klúðurlegt allt saman. Allir eiga að njóta sanngirni, sérstaklega barnsfaðir barnamálaráðherrans sem mér skilst að hafi náðursamlegast fengið einn sólarhring á ári til að sjá son sinn. Ég hef enga samúð með Ásthildi Lóu sem reynir í yfirlýsingu að koma sökinni á drenginn og að hún sé eiginlega fórnarlambið í stöðunni. Maður getur bara rétt ímyndað sér hvað femínistakór landsins hefði hrópað ef um karlmann hefði verið að ræða. Þetta er svo dæmigert fyrir spilliguna á Íslandi. Blindir stjórnmálamenn haga sér eins og forhertir bankastjórar sem gera aldrei mistök nema í málum sem dæmd hafa verið þeim í óhag. Karlmenn þurfa að láta í sér heyra gegn þessu ofríki femínista sem tröllríður öllu Íslandi...
Gústaf Adolf Skúlason, 21.3.2025 kl. 12:04
Það er mikið bíó að fylgjast með þessu.
Hvernig reyna þær að humma þetta fram af sér? Það er venjan.
Og hvað næst?
Ásgrímur Hartmannsson, 21.3.2025 kl. 12:10
Sæll Ágrímur, valkyrjurnar sjá sjálfar um sýninguna.....já hvað næst, það er spurningin....
Gústaf Adolf Skúlason, 21.3.2025 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning